Bæjarins besta - 11.01.2007, Page 10
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 200710
Nýtir efri árin til ferðalaga um
Úlfar Ágústsson er Ísfirð-
ingum að góðu kunnur og hef-
ur í áratugi afgreitt bæjarbúa
um nammi og annað góðmeti
úr verslun sinni Hamraborg í
Hafnarstræti. Fyrir nokkrum
árum settist Úlfar í helgan stein
og lét næstu kynslóð kaup-
manna, syni sína Gísla og Úlf,
taka við versluninni. Síðan þá
hefur hann verið einstaklega
duglegur við að ferðast og hef-
ur afrekað það á einu og hálfu
ári að fara í siglingu frá Ítalíu
niður eftir Afríku og yfir til
Suður-Ameríku, flogið til
Ástralíu og verið nærri tvo
mánuði í Tælandi.
Bæjarins besta náði tali af
Úlfari þar sem hann var ný-
kominn frá Tælandi og var að
undirbúa að fara þangað aftur.
Rætt var við Úlfar um þessi
ferðalög hans síðustu tvö árin.
Ákváðu að nýta
peninganna til
að njóta lífsins
„Þegar við hjónin ákváðum
að selja strákunum okkar
Hamraborg fengum við þó
nokkra peningaupphæð upp í
hendurnar. Við tókum þá
ákvörðun að nota þá peninga
til þess að lifa lífinu og skemmta
okkur. Það er svolítið önnur
hugsun en til að mynda hjá
einum frænda mínum hér í
bæ sem finnst enginn dagur
góður nema hann hafi aflað
Úlfar og Jósefína kona hans á Copacabana ströndinni í Río de Janeiro.
einhvers fjár, og þarf núna að
glíma við það hvernig hann
eigi að koma þessum auðæf-
um yfir landamæri lífs og
dauða. Við ákváðum hins veg-
ar að njóta peninganna á með-
an við erum hérna megin móð-
unnar miklu.
Í fyrravetur fengum við síð-
an skeyti frá vinahjónum okk-
ar í Bolungarvík, þeim Ólafi
Kristjánssyni fyrrverandi bæj-
arstjóra og konu hans Herdísi
Eggertsdóttur, þess efnis að
Óli væri að verða sjötugur og
vildi endilega fá vini sína til
að koma með sér í stóra og
mikla siglingu.
Við vissum það að þau hjón-
in eru afskaplega skemmti-legt
fólk og við vissum að það
yrði ekkert nema skemmtilegt
fólk í kringum þau, þannig að
við ákváðum að fara í þessa
ferð. Það fór þannig að við
vorum bara þrenn hjón sem
fórum, Jóhann Lyngdal og
Elsa konan hans bættust í hóp-
inn.“
Allt gert til að
öpunum líði vel
„Við fórum ásamt 13 öðrum
Íslendingum í þessa siglingu
sem byrjaði í Avona á norð-
vesturhluta Ítalíu. Við sigld-
um sem leið lá suður eftir Ítal-
íu, út Miðjarðarhafið og til
Gíbraltar. Það er afskaplega
gaman að skoða þessa hjá-
lendu Breta. Það sem mér þótti
áhugaverðast er flugbrautin á
staðnum. Það er mjög lítið pláss
þarna á tanganum og þvert á
flugbrautina liggur aðal ak-
vegurinn út á höfðann, þannig
að flugmenn geta hreinlega
lent á rauðu ljósi þegar þeir
ætla að lenda.
Bretarnir hafa alla tíð þurft
að vera sjálfum sér nægir
þarna á höfðanum, því þeir
hafa auðvitað ekki fengið
neina hjálp frá Spánverjum.
Því byggðu þeir þennan stóra
þotuflugvöll og stóra höfn
sem þeir nota til að flytja vörur
til höfðans.
Á Gibraltar er kyn apa sem
ekki má hrófla við, því þjóð-
sagan segir að deyji aparnir út
muni Bretar missa yfirráð yfir
tanganum. Þess vegna er allt
gert til að halda lífi í þessum
dýrum. Á tanganum eru tveir
spítalar, einn fyrir menn og
annar fyrir apa, og sá síðar-
nefndi er mun betur tækjum
búinn en hinn. Bretarnir gera
allt sem þeir geta til að halda
öpunum hressum og kátum.“
Of litlir bananar
„Frá Gíbraltar fórum við til
Lissabon í Portúgal og skoð-
uðum okkur um í einn dag.
Þaðan fórum við til portú-
gölsku eyjarinnar Madeira
sem liggur fyrir vestan Afríku.
Ég las einhvers staðar að járn-
frúin, Margaret Thatcher, og
maður hennar Denis höfðu
eytt sínum hveitibrauðsdög-
um á eyjunni rúmum fimmtíu
árum áður en við komum. Um
svipað leyti og við vorum
þarna héldu þau upp á gull-
brúðkaupsafmælið sitt á eyj-
unni.
Madeirabúar hafa lengi
verið miklir bananaræktendur
og hafa flutt út mikið magn af
þessum ávexti. Við fengum
að heyra það að reglugerðir
Evrópusambandsins eru að
gera eyjaskeggjum erfitt fyrir,
þar sem þeirra bananar eru
það litlir að þeir falla ekki inn
í staðla og þess vegna er
óheimilt að flytja þá inn í Evr-
ópusambandslönd sem ban-
ana.“
Ógn eldfjallsins
„Frá Madeira sigldum við
suður eftir til Kanaríeyja, til
Lanzarote nánar til tekið. Þar
er eldfjallið Tite sem er eitt
virkasta eldfjall á jörðinni og
er óttast að þegar það gýs muni
jörðin klofna og valda gífur-
legri flóðbylgju sem leggur
meðal annars New York borg
í rúst.
Fólkið á Lanzarote veit af
þessu og hefur lengi búið við
þessa ógn. Menn reyna að
hugsa ekki of mikið um þetta,
enda er ekkert hægt að gera
við þessu. En undir niðri búa
menn við þetta. Á eyjunni er
gríðarlega fallegt og lands-
lagið er ekkert ósvipað á Ís-
landi.“
tugsafmælinu.
Það gerðum við á hátíðar-
kvöldverði sem við héldum
um borð í skipinu. Það var
mjög skemmtilegt og óvenju-
legt. Að sjálfsögðu klæddum
við okkur upp í smókinga eins
og alltaf er gert á fundum, en
þessi er sennilega sá fámenn-
asti frímúrarafundur sem ég
hef nokkurn tímann setið.“
Sjómannslíf sem
aldrei varð
„Þegar siglt hafði verið yfir
til Suður-Ameríku var komið
við í fimm höfnum í Brasilíu.
Við enduðum í Río de Janeiro,
sem er gríðarlega falleg borg.
Við gistum á strandhóteli í
nokkra daga áður en við flug-
um heim, gengum mikið um
borgina, fórum upp á Sykur-
toppinn, skoðuðum Jesú-líkn-
eskið og fleira. Stór hluti borg-
arinnar er afskaplega fallegur,
þó svo að pappahúsabyggð-
irnar séu náttúrlega ekki til
fyrirmyndar.
Ég hafði reyndar komið til
Río áður. Þannig er að fyrir
nokkrum árum stóð til að ég
flytti þangað út. Við vorum
þrír Íslendingar sem ætluðum
að hefja útgerð á litlum plast-
bátum, en það var búið að
lofa okkur að þegar við kæm-
um út yrði allt klárt og við
gætum byrjað að róa. Þegar
við komum út kom í ljós að
það stóð voðalega lítið af því
sem hafði verið sagt. Flóinn
sem við áttum að veiða í var
gersneiddur fiski og land-
grunnið í Brasilíu er örmjótt.
Þá voru engin réttindi fyrir
hendi og allt eftir því. Í sjálfu
sér voru þetta lítið annað en
vonbrigði fyrir mig, en verra
fyrir þá sem voru með mér,
því þeir voru búnir að pakka
niður í kassa og gera allt klárt
fyrir flutning til Brasilíu.
Það hefði nú geta verið
gaman að lifa sjómannslífi í
Brasilíu, sigla út og veiða á
stuttbuxum í staðinn fyrir að
vera í sjógöllum að berja ís af
Ósannfærandi en
glæsilegur skipstjóri
„Frá Lanzarote sigldum við
suður eftir Afríku. Ég hélt á
tímabili að það væri búið að
ræna skipinu, þar sem ferðinni
var jú heitið til Suður-Amer-
íku og mér fannst undarlegt
annað en að sigla í vestur. En
jörðin er bara svona í laginu.
Afríka liggur það mikið í suð-
vestur og það er stutt frá suð-
urenda hennar yfir til Suður-
Ameríku.
Við sigldum meðal annars
framhjá Grænhöfðaeyjum.
Þegar við fórum þar framhjá
vorum við svo heppin að fá
að fara upp í brú. Slíkt er alla
jafna stranglega bannað, en
við Íslendingarnir vorum með
svo fallegan fararstjóra sem
náði að blikka skipstjórann á
réttan hátt svo hann leyfði
okkur að koma upp.
Skipstjórar svona skemmti-
ferðaskipa eru undantekn-
ingalaust glæsilegir menn í
fullum skrúða og ég hef alltaf
haft það á tilfinningunni að
það væru ekki þeir sem stjórn-
uðu skipinu, þeirra hlutverk
væri meira að vera til sýnis
fyrir farþega og sitja fyrir á
myndum. Sá grunur minn var
eiginlega staðfestur í þessari
ferð. Þegar við vorum að sigla
framhjá Grænhöfðaeyjum sá
ég á dýptamæli að dýpið snar-
jókst þegar við sigldum fram
af plötunni. Ég spurði skip-
stjórann hversu mikið dýpið
væri eiginlega, og þá kom í
ljós að hann hreinlega kunni
ekki á dýptarmælinn. Hann
vissi ekki einu sinni að þetta
væri dýptarmælir.“
Fámennur frí-
múrarafundur
„Ég, Ólafur og Jóhann erum
allir frímúrarar, og áður en
lagt var af stað í ferðina hafði
yfirmaður frímúrarastúkunnar
á Ísafirði falið mér að veita
Ólafi viðurkenningu á sjö-
Fámennasti frímúrarafundur sem Úlfar
hefur setið fór fram í hátíðarsal skipsins.
„Sem betur fer tekst mörgum að halda
sig frá brennivíninu sem virðist leggjast
óskaplega illa í þetta fólk. Þegar það
tekst koma hæfileikar þess í ljós, en þeir
virðast liggja mikið í myndlist.“