Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2007, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 11.01.2007, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Lífgað upp á almenningssamgöngukerfið Almenningssamgöngur Ísa- fjarðarbæjar og nágrennis munu fá góðar og litríkar merkingar á næstu mánuðum. Greipur Gíslason hjá fyrirtæk- inu Ýmislegt smálegt ehf. hef- ur unnið að hugmyndum und- anfarna mánuði að hönnun á útliti farartækja, merkingu biðstöðva, útgáfu nýrrar leið- arbókar og upplýsingaskilta á biðstöðvum. Greipur kynnti hugmyndir sínar fyrir bæjar- ráði Ísafjarðarbæjar í síðustu viku sem tók vel í þær. „Markmiðið er að gera merkingar á almenningssam- göngum aðgengilegri og greini- legri fyrir bæði heimamenn og ferðafólk. Þetta verður í fyrsta sinn sem hver stoppi- stöð í sveitarfélagi mun hafa sitt eigið nafn sem verður kyrfilega merkt“, segir Greip- ur. Að auki verður gefin út leiðarbók auk þess sem nálg- ast má upplýsingar um leiðar- kerfið á netinu. Stefnt er að því að merkingarnar verði komnar upp fyrir ferðamanna- tímabilið og verkefninu verði lokið að fullu í haust. Að hönnun merkinganna standa sömu hönnuðir og gerðu veg- presta sem komið var upp á Ísafirði í sumar og vísa þeir ókunnugum veginn til ýmissa staða í bænum svo sem sjúkra- húss, hafnar og sundlaugar. Greip var falið verkefnið í kjölfar útgáfu Ýmislegs smá- legs á fimm ísfirskum póst- kortum undir vörumerkinu Ísafjörður Collection sem er ætlað að fanga hinar mörgu hliðar Ísafjarðar. Eitt póstkort- ið er hugarfóstur eigenda fyrir- tækisins og sýnir almennings- samgöngukerfi Ísafjarðarbæj- ar og nágrennis eins og það er í dag en í búningi neðanjarða- lestakerfa stórborga heimsins. Ein ástæðan fyrir því að kortið kom út segir Greipur vera þá staðreynd að í sveitarfélaginu sé töluvert íburðarmikið sam- göngukerfi sem hugsanlega nýtist ekki vel og fær einhvern veginn ekki að njóta sín. Því hafi þeir fengið þá hugmynd að gefa almenningssamgöngu- kerfinu andlitslyftingu, sam- hæfa það og gera aðgengilegra fyrir íbúa „heimsborgarinnar“ Ísafjarðar og gesti hennar. – thelma@bb.is Póstkortið sem sýnir helstu rútuleiðir frá Ísafirði í anda neðanjarðalestarkerfa stórborga. Kortið er hannað af Högna Sigþórssyni í samstarfi við Greip Gíslason. Betur fór en á horfðist þegar jeppabifreið valt á Gemlufallsheiði í síðustu viku. Tilkynnt var til lög- reglu að fjórir hefðu verið í bílnum og að minnsta kosti einn þeirra væri fast- ur í bifreiðinni. Tveir sjúkrabílar og slökkvilið var kallað út ásamt lög- reglu en þegar komið var á staðinn var þrennt í bíln- um, tveir fullorðnir og barn. Voru þau öll í beltum og komumst heil úr slys- inu. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var krapi og hálku- blettir á veginum. Bifreið- in var á leið upp heiðina Dýrafjarðarmegin, og fór eina veltu vinstra megin út af veginum en aðstæður þar voru mun betri en hinu megin. Læknir var með í för á slysstað og var fólkið flutt til nánari skoðunar á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði en svo virðist sem þau hafi sloppið ósködd- uð. – thelma@bb.is Sluppu ómeidd úr bílveltu Símamynd frá slysstað. Íbúar á Vestfjörðum með erlent ríkisfang eru 528 talsins samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands, af alls 7.470 íbúum, og telja því 7% af heildaríbúafjölda. Árið 2005 voru erlendir ríkisborgarar 466 talsins eða 6,2%, árið 2004 voru þeir 450 eða 5,8%, árið 2003 voru þeir 489 talsins eða 6,2%, árið 2002 voru þeir 510 talsins eða 6,4%, árið 2001 485 talsins eða 6% og árið 2000 voru þeir 501 talsins eða 6,1% af heildaríbúafjölda Vestfjarða. Hlutfallshækkun erlendra ríkisborgara segir þó ekki alla söguna enda hefur þeim ein- ungis fjölgað um 27 einstakl- inga ef miðað er við árið 2000, eða um 5,3%, en á sama tíma hefur íslenskum ríkisborgur- um fækkað úr 7.651 í 6.942, eða um 9,3%. Alls hefur íbúum á Vest- fjörðum þannig fækkað úr 8.152 í 7.470 á þessum sex árum, eða um 8,4%. Ef ein- ungis er litið til fjölgunar er- lendra ríkisborgara á svæðinu á síðustu 12 mánuðum hefur þeim fjölgað um 13%, úr 466 í 528. Eins og sjá má á tölun- um hér að ofan voru þó óvenju fáir erlendir ríkisborgarar þó á Vestfjörðum árin 2004 og 2005, en meðalfjöldi erlendra ríkisborgara á tímabilinu var 489. – eirikur@bb.is Erlendum ríkisborgurum fjölgar á Vestfjörðum Byggingafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf., á Ísafirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota að beiðni Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða á föstudag og hefur Sigmundur Guðmundsson, héraðsdómslögmaður á Akur- eyri verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 starfsmenn. Sigmundur átti fund með forsvarsmönnum fyrirtækis- ins á föstudag og segir hann fundinn hafa verið til að fá mynd af þeirri stöðu sem fyr- irtækið er í. Segir Sigmundur enn ekki neitt ljóst með fram- haldið, en verið sé að fara yfir ástandið og möguleikana í stöðunni. Aðspurður um fram- tíð nýbyggingar sem Ágúst og Flosi hafa verið að reisa við Hafnarstræti á Ísafirði segir Sigmundur að það skýr- ist vonandi á næstu dögum. „Það verður vonandi í vik- unni, en það er þó ekki víst“, segir Sigmundur. Þá mun enn ekki ljóst hversu stórt gjald- þrotið er en eftir á að lýsa kröfum í þrotabúið og mun það taka einhverja mánuði. Samkvæmt heimildum blaðs- ins mun það vera yfir 100 milljónir króna. Stærstu verkefni fyrirtæk- isins eru nýbygging við Hafn- arstræti á Ísafirði og bygging skemmu fyrir Jakob Valgeir ehf., í Bolungarvík. Aðaleig- andi Ágústs og Flosa ehf., er Björgmundur Örn Guðmunds- son. – eirikur@bb.is Byggingafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf., á Ísafirði úrskurðað gjaldþrota Húsnæði Ágústs og Flosa við Árnagötu á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.