Bæjarins besta - 11.01.2007, Síða 13
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2007 13
Fimmta starfsár Gospelkórsins að hefjast
Gospelkór Vestfjarða hefur hafið sitt fimmta starfsár. Stefnt er að tón-
leikum með vorinu og hefur kórinn líst sig tilbúinn til að syngja við hin
ýmsu tækifæri. Kórstjóri hvetur alla félaga til að mæta og byrja með krafti
á nýju ári. Einnig er tækifæri fyrir nýja félaga að bætast í hópinn og er
tekið við bæði körlum og konum sem hafa gaman af góðri tónlist og
góðum félagskap. Nýir félagar geta haft samband við Auði Örnu í síma
847-3049, Sigrúnu E. í síma 846-7482 eða Þorbjörgu í síma 892-7550.
Hátíð ljóss og friðar er
senn á enda. Á aðventu setj-
um upp ljós og skreytingar
við hús okkar til að lýsa upp
skammdegið og minna okk-
ur á þá hátíð sem í vændum
er. Við hjónin höfum til
margra ára sett út á tröppur
jólasvein sem getur haldið á
ljósi. Nú hefur svo brugðið
við að lugtirnar hafa horfið,
ein í fyrra, tvær þetta árið.
Þetta eru ekki dýrir hlutir,
- fást hjá Lóu í Esso Birkir.
Það er ekki málið, heldur
það að fá að hafa eigur sínar
í friði. – Virðið eignarrétt
fólks. Megi lugtirniar lýsa
ykkur vel og lengi, hvar sem
þær eru niður komnar.
5. janúar 2007.
Elínborg Sigurðar.
Góðir samborgarar!
Segir laun sín samanburðarhæf við laun
bæjarstjóra í sambærilegum sveitarfélögum
Halldór Halldórsson bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar segir
laun sín vera sambærileg við
laun annarra bæjarstjóra í
sambærilegum sveitarfélög-
um. Þetta kemur fram á heima-
síðu Halldórs en þar segir: „Ég
fékk þá fyrirspurn í dag frá
einstaklingi launakjör mín.
Þær upplýsingar veitti ég
greiðlega sem og samanburð
á launum bæjarstjóra í sex öðr-
sama. Laun mín voru hækkuð
um 2,7% á milli samninga.
Að öðru leyti eru þau óbreytt.
Vinnuveitandi minn Ísafjarð-
arbær, gerir kröfu um að ég
leggi mér til bifreið vegna
starfs míns. Á móti er greiddur
útlagður kostnaður í formi
kílómetragjalds sem er fast
gjald í hverjum mánuði. Ekki
er greitt neitt umfram það þó
ég aki meira en fasta gjaldið
segir til um og þó ég aki á
milli landshluta. Fjöldi kíló-
metra er miðaður við reynslu
alveg frá árinu 1998 og mið-
aður við meðalakstur á ári fyrir
Ísafjarðarbæ á eigin bíl.“
Samkvæmt frétt sem birtist
á bb.is í lok september er Hall-
dór með um eina milljón kr. á
mánuði, ef gert er ráð fyrir
því að hann fái 140 þúsund
kr. á mánuði fyrir fundarsetu
og fundarstjórn.
– thelma@bb.is
um sveitarfélögum sem merkt
eru sveitarfélag A, B o.s.frv. í
samanburðinum.
Þessi einstaklingur las þetta
yfir og sagðist svo hafa skilið
umræðuna þannig að laun mín
væru hærri en annarra bæjar-
stjóra en við lestur þessa sam-
anburðar sæi hann að svo væri
ekki, nema síður væri. Þetta
kom mér kannski ekki svo
mjög á óvart því mikið hefur
verið hamrað á því gagnvart
bæjarbúum að laun bæjar-
stjóra Ísafjarðarbæjar væru
hærri en gengur og gerist.
Launin eru algjörlega saman-
burðarhæf við það sem gengur
og gerist í sambærilegum
sveitarfélögum og fámennari
en Ísafjarðarbæ. Þessar upp-
lýsingar liggja allar fyrir.
Þegar ráðningarsamningur
minn var samþykktur í bæjar-
stjórn á sl. ári komu fram full-
yrðingar frá minnihluta sem
stóðust engan veginn. Þar var
fullyrt að ég tæki laun sem
formaður fræðslunefndar. Það
geri ég ekki. Ég sit einnig í
almannavarnanefnd og hef
gert alveg frá 1998. Þar tek ég
engin laun heldur. Á síðasta
kjörtímabili sat ég um tíma í
hjúkrunarheimilisnefnd á veg-
um Ísafjarðarbæjar. Þar voru
ekki greidd laun til mín.
Svona má lengi telja áfram.
Niðurstaðan verður alltaf sú
Halldór Halldórsson bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar.
Brynjólfur Þór Brynjólfs-
son, fyrrum útibússtjóri Lands-
bankans á Ísafirði, hefur
endurnýjað tilboð í gamla
slökkvibifreið sem er í eigu
Ísafjarðarbæjar. Um er að
ræða Ford bifreið frá árinu
1930. Brynjólfur hefur áður
falast eftir bílnum en ekki varð
úr kaupunum og vill hann því
ítreka áhuga sinn. Hann býður
nú 200 þúsund krónur í bílinn.
Að því er fram kemur á ruv.is
hefur bíllinn staðið inni ára-
tugum saman og lengi í Hnífs-
dal, og liggur hann fyrir nið-
urníðslu.
„Bíllinn er í gömlu slökkvi-
stöðinni í Hnífsdal sem ég hef
heyrt að Mugison vilji kaupa
og spurningin er því hvort bíll-
inn lendi þá á götunni eða
hvað verði um hann ef af þeim
kaupum verður“, segir Bryn-
jólfur sem hyggst gera bílinn
upp, fáist hann keyptur, og
forverja hann. Þetta er fjögurra
cylindra Ford AA og var upp-
haflega vörubíll. Hann var
lengdur og settur í hann fjög-
urra gíra gírkassi líklega úr
34 módelinu. Erlendur vél-
smiður í Hafnarfirði smíðaði
tank á Fordinn og á hann var
sett rennslisdæla. Brynjólfur
er mikill áhugamaður um forn-
bíla og hefur gert marga upp
af kostgæfni.
Bæjarráð tók fyrir erindi
Brynjólfs og óskaði eftir um-
sögn safnvarðar Byggðasafns
Vestfjarða og slökkviliðs-
stjóra Ísafjarðarbæjar.
Vill kaupa gamla slökkvi-
bifreið frá Ísafjarðarbæ
Samningur um almanna-
varnir undirritaður
Samningur um sameigin-
legar almannavarnir Ísafjarð-
arbæjar og Súðavíkurhrepps
var undirritaður í síðustu viku.
Samningurinn hefur verið í
bígerð í langan tíma, en nú
var mál til komið að reka loka
smiðshöggið og komu því
saman til þess Halldór Hall-
dórsson bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar, Ómar Már Jónsson
sveitarstjóri Súðavíkurhrepps
og nýskipaður sýslumaður á
Ísafirði Kristín Völundardótt-
ir.
Ekki er búið að skipa í nýju
nefndina, en hægt er að segja
að margir í henni séu sjálf-
skipaðir, þar sem í henni sitja:
lögreglustjórinn á Vestfjörð-
um, bæjarstjóri Ísafjarðarbæj-
ar, sveitarstjóri Súðavíkur-
hrepps og yfirlögregluþjónn
lögreglunar á Vestfjörðum.
Þeir sem eru skipaðir í nefnd-
ina eru einn frá hverjum þess-
arar aðila: slökkviliðum í báð-
um sveitarfélögum, tækni-
deildum bæjarfélaga, svæðis-
stjórn björgunarsveita, heil-
brigðisstofnun og Vegagerð
ríkisins. Einnig skal skipa
varamenn í nefndina.
Almannavarnir á Íslandi
leggja megináherslu á björgun
mannslífa, og á að gera við-
bragðsaðilum og ábyrgðar-
mönnum kleift að vinna hratt
og örugglega, en skipta má
viðbrögðum í kjölfar náttúru-
hamfara í þrjá meginþætti;
björgun mannslífa, neyðarað-
stoð og uppbyggingu. Hefur
það verið stefna ríkislögreglu-
stjóra að ekki verði fleiri en
ein almannavarnarnefnd í
hverju lögregluumdæmi.
– annska@bb.is
Frá undirritun samningsins: Halldór Halldórsson bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar. Ómar Már Jónsson sveitar-
stjóri Súðavíkurhrepps og nýskipaður sýslumaður á
Ísafirði Kristín Völundardóttir.
Enn fækkar atvinnulausum
Nú í upphafi árs eru færri á atvinnuleysisskrá á Vestfjörðum en hafa verið hafa um
mjög langt skeið á Vestfjörðum, en 24 voru skráðir án atvinnu. 22 konur eru
atvinnulausar á svæðinu og einungis 2 karlar. Nokkrar sveiflur voru í atvinnuleysis-
tölum á árinu sem var að líða, en í janúar á síðasta ári var 91 skráður á atvinnulaus
á Vestfjörðum, eða 72 konur og 19 karlar. Í byrjun nóvember sl. voru 35 á skrá,
þannig að óhætt er að segja að atvinnulausum fækkar talsvert ört á svæðinu. Á
Vestfjörðum mælist atvinnuleysi nú 1% en á landinu í heild er það 1,1%.