Bæjarins besta - 11.01.2007, Qupperneq 18
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 200718
Ábendingar um efni sendist til Thelmu
Hjaltadóttur, thelma@bb.is – sími 849 8699
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Spurning vikunnar
Hvernig fannst þér
áramótaskaupið?
Alls svöruðu 1.387.
Frábært sögðu 1
73 eða 12%
Gott sögðu
233 eða 17%
Sæmilegt sögðu
218 eða 16%
Lélegt sögðu 763 eða 55%
Einar Valur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Hrað-
frystihússins Gunnvarar hf.,
varð fimmtugur 9. janúar
sl. Í tilefni afmælisins tekur
hann og fjölskylda hans á
móti gestum laugardaginn
13. janúar nk. kl. 19:30 í
sal Frímúrara á Ísafirði.
Afmæli
Sigurgeir Sveinn Gíslason, Anna María Guðjónsdóttir, Bragi Björgmundsson, Þórir Guðmundsson, Linda Jónsdóttir,
Stígur Berg Sophusson, Halldór Sveinbjörnsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Á myndina vantar Val Richter.
Þórir Guðmundsson hjá Körfuknatt-
leiksfélagi Ísafjarðar var kosinn íþrótta-
maður Ísafjarðarbæjar 2006. Tilkynnt var
um úrslitin í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
í gær, en níu voru tilnefndir og er þetta
27. árið sem kosningin fer fram. Þórir
hefur átt glæsilegt ár og er vel að kjörinu
kominn. Hann var í liði Íslands sem varð
Norðurlandameistari í sumar þar sem þeir
unnu Svía örugglega í úrslitaleik.
Hann var einnig í sama liði sem keppti
á Evrópumóti A-þjóða í Ólympíu í Grikk-
landi í sumar, þar sem Ísland vann meðal
annars þáverandi og núverandi Evrópu-
meistara Frakka, en það er fræknasti sigur
sem íslenskt körfuknattleikslandslið hefur
unnið. Á síðasta ári æfði Þórir í ellefu
mánuði, var frá vegna meiðsla í einn
mánuð. Frá áramótum til vors æfði hann
átta sinnum í viku, og núna í haust æfir
hann fimm sinnum með KFÍ og þrisvar
með íþróttaakademíu menntaskólans.
Þórir æfði auk þess með landsliði undir
átján ára í sumar.
Auk Þóris voru tilnefnd Sigurgeir
Sveinn Gíslason frá BÍ ´88, Anna María
Guðjónsdóttir frá Skíðafélagi Ísfirðinga,
Bragi Björgmundsson frá Hestamanna-
félaginu Stormi, Þórir Guðmundsson frá
KFÍ, Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Sund-
félaginu Vestra, Halldór Sveinbjörnsson
frá kajakklúbbnum Sæfara, Valur Richter
frá Skotíþróttafélagi Ísafjarðar, Stígur
Berg Sophusson frá glímudeild Harðar
og Linda Jónsdóttir frá Hestamannafé-
laginu Hendingu.
– thelma@bb.is
Þórir Guðmundsson íþrótta-
maður Ísafjarðarbæjar 2006
Þórir Guðmundsson leikmaður
KFÍ var kosinn íþróttamaður
Ísafjarðarbæjar 2006.
Til sölu er 2ja og 3ja sæta sófi
og lítill blöðrubátur. Upplýsing-
ar í síma 456 7110.
Til sölu er Nissan King Cab, 2,4
dísel, árg. 96, ekinn 175 þús.
km. Uppl. í síma 846 7479.
Kaupi bíla til niðurrifs. Uppl. í
síma 899 4201.
Til sölu er örbylgjuofn. Upplýs-
ingar í síma 456 3076.
Til sölu er Musso dísel 2,9, skoð-
aður 07, árg. 1996. Í mjög góðu
standi. Búið að taka hann allan
í gegn. Er á nýjum dekkjum.
Fjórar felgur fylgja. Uppl. í síma
869 4892 og 421 1728 (Jói).
Til sölu eru álfelgur undan Sub-
aru Legacy árg. 97. Verð kr. 15
þús. Uppl. í síma 897 6771.
Til sölu er Subaru Legacy, Lux,
árg. 04/2006, ekinn 7000 km.
sjálfskiptur, ljósgrár. Upplýs-
ingar í síma 661 5042.
Vefsíðan
http://maple123.blog.is/blog/maple123
Hvernig er eiginlega þarna á Reykhólum? er ég stundum spurður. Norðaustanátt, svara ég. Þetta er
að vísu einföldun, og líka útúrsnúningur. En hann er ansi oft á norðaustan. Ekki svo að skilja að ég
mæli neitt frekar með sífelldum útnyrðingi. Þetta er bara svona. Og ekki bara akkúrat hérna.Stíf norð-
austanáttin er meðal þess sem ég minnist einna best þegar ég hugsa til vetranna minna í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp í gamla daga. Sífelldur bölvaður norðaustanleiðindastrekkingur, að manni fannst. En
það var bara úti. Ég hugsa með hlýju til skólans í Reykjanesi og allra sem þar voru.
Ísafjarðarkirkja
Kirkjuskóli
barnanna er á
fimmtudögum kl. 17.
Uppbyggilegar
og skemmtilegar
samverur.
Sóknarprestur!