Bæjarins besta - 24.07.2008, Síða 1
Lítill tími fyrir
áhugamálin
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk
Fimmtudagur 24. júlí 2008 · 30. tbl. · 25. árg.
– segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga,
sem hefur átt það til að taka vinnuna með sér í rúmið. Sjá viðtal í miðopnu.
Engin áhætta tekin þegar
lífum gæti verið ógnað
Lögreglunni á Vestfjörðum
barst tilkynning á laugardags-
kvöld frá gönguhópi þess efnis
að þeir töldu sig hafa séð tvo
ísbirni á ferð milli Hornvíkur
og Hælavíkur á Hornströndum.
Margir voru á ferð á þessu svæði
á þessum tíma og fór því
lögreglan strax að kanna málið
frekar með það fyrir augum að
tryggja öryggi þeirra sem þar
voru.
Björgunarskipið Gunnar
Friðriksson var kallað úr og
sent áleiðis norður með tvo
lögreglumenn um borð. Þyrla
landhelgisgæslunnar, TF-
GNÁ, var einnig send vestur til
að aðstoða við leitina. Þyrlan
kom á vettvang upp úr miðnætti
og var þá einnig búið að hafa
samband við þá ferðamenn sem
vitað var um að væru á ferð á
svæðinu og þeir látnir vita.
Þyrlan hætti leit um klukkan
02.30 og sneri aftur til Ísafjarðar
og í framhaldi var farið yfir
stöðuna. Leitað var mjög vel
þar sem gönguhópurinn taldi
sig hafa séð birnina og á
svæðinu í kring, einnig var rætt
við fólk sem hafði verið þarna á
ferðinni.
Ekkert kom í ljós við leitina
sem bent gæti til þess að ísbirnir
hafi verið þarna á ferð og var
því ákveðið að hætta aðgerðum.
Samkvæmt tilkynningu frá
lögreglunni á Vestfjörðum er
talið líklegt að um missýn hafi
verið að ræða og vill lögregla
koma því á framfæri að allar
tilkynningar að þessu tagi eru
teknar alvarlega og málin skoð-
uð.
Að sögn Önundar Jónssonar,
yfirlögregluþjóns lögreglunnar
á Vestfjörðum, sagðist göngu-
hópurinn hafa séð tvo hvíta
flekki sem hefðu seinna verið
horfnir. Ekki getur um rollur
verið að ræða en enginn bú-
fénaður er á svæðinu. Mögu-
leiki er að gönguhópurinn hafi
séð álftir en það er sennilega
eina dýrið sem heldur til á
svæðinu sem gæti átt við
lýsinguna. „Við skoðum auð-
vitað allar svona tilkynningar.
Þegar lífum fólks gæti verið
ógnað tökum við enga áhættu
og göngum úr skugga um að
svæðið sé öruggt“, segir Ön-
undur.
Héraðsdómur Vest-
fjarða sakfelldi á dögun-
um karlmann á fimm-
tugsaldri á Suðureyri fyrir
að hafa aflað sér hreyfi-
mynda sem sýndu börn á
kynferðislegan eða klám-
fenginn hátt. Refsing
ákveðin 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi. Brotin
áttu sér stað árið 2006 en
þau vörðuðu 26 hreyfi-
myndir. Við ákvörðun
refsingar var til þess að
líta að sumt af því mynd-
efni er mjög gróft.
Ákærða til málsbóta
horfir hins vegar að sam-
kvæmt vottorði sakaskrár
ríkisins hefur honum ekki
áður verið gerð refsing
og þá játaði hann brot sín
skýlaust fyrir dómi. Að
öllu þessu virtu þótti
refsing ákærða hæfilega
ákveðin 30 daga fangelsi.
Fullnustu refsingar verð-
ur frestað og skal refsing-
in falla niður að liðnum
tveimur árum frá upp-
kvaðningu dóms þessa að
telja haldi ákærði almennt
skilorð.
Ákærða var einnig gert
að greiða 129.231 krónur
í sakarkostnað og sæta
upptöku á Western Digi-
tal hörðum diski, sem á
eru sautján hreyfimyndir,
og geisladiski með sjö
hreyfimyndum.
– thelma@bb.is
Dæmd-
ur fyrir
vörslu
barna-
kláms
Þyrla landhelgisgæsl-
unnar, TF-GNÁ, var
kölluð úr til að aðstoða
við leitina.