Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2008, Page 2

Bæjarins besta - 24.07.2008, Page 2
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 20082 Fiskafli sem landað var á Flateyri dróst mikið saman á tímabilinu janúar – júní í ár samanborið við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands var 526 tonnum landað á Flateyri á tímabilinu janúar – júní í ár en í fyrra var landað 4.245 tonnum. Nemur því samdrátturinn 88% á milli ára. Mestu munaði um samdrátt í þorskafla en 211 tonnum af þorsk var landað á Flateyri í ár eða aðeins 8% af því magni sem landað var á sama tímabili í fyrra, eða 2.525 tonnum. Einnig varð samdráttur í landaðri ýsu um 89% og steinbít um 65%. Mikil aflasamdráttur á Flateyri Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur Atvinna Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur óskar eftir starfsfólki. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Hulda Karls- dóttir hjúkrunarforstjóri í síma 863 3811. Sigríður til liðs við Mosfellsbæ Ísfirðingurinn Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf for- stöðumanns kynningarmála hjá Mosfellsbæ. Sigríður Dögg er fædd árið 1972 og hefur starfað í tíu ár við fjölmiðla, lengst af sem blaðamaður. Hún hóf feril sinn sem blaðamaður á Morgunblaðinu og var á þriðja ár blaðamaður á Fréttablaðinu. Hún var stofnandi og ritstjóri Krón- ikunnar og aðstoðarritstjóri DV. Sigríður Dögg vann í þrjú ár sem fjölmiðlaráð- gjafi hjá stóru almanna- tengslafyrirtæki í London. Blaðamannafélag Íslands verðlaunaði hana sem rann- sóknarblaðamann ársins árið 2006 fyrir fréttir sínar um tölvupóstamálið svo- Reiðhjólin stóðust ekki gæðakröfur Vodafone og hafa því verið tekin úr umferð. Vodafone inn- kallar reiðhjólin bæjar, hafa hjólin þegar verið tekin úr umferð í Ísafjarðarbæ. „Hjólin reyndust ekki eins vel og vonir stóðu til um. Ég veit að þetta var notað mikið, Þingeyringar voru til dæmis mjög duglegir að hjóla á þeim, en þetta bilaði oft og var einfaldlega ekki að gera sig“, segir Margrét. Að hennar sögn standa vonir til að reynt verði aftur að ári liðnu en þá með önnur og betri hjól en þau hafi haft í sumar. – nonni@bb.is kallaða og greinaflokk sinn um einkavæðingu bank- anna. Árið áður var hún tilnefnd til blaðamanna- verðlauna ársins fyrir skrif sín. Að því er fram kemur á visir.is verður meginhlut- verk hennar hjá Mosfellsbæ að efla jákvæða ímynd og sýnileika Mosfellsbæjar jafnt út á við sem innan bæjarfélagsins. Þess má geta að Sigríður sótti um starf upplýsingafulltrúa Ísafjarð- arbæjar í vor en dró umsókn- ina til baka. Fyrir ættfræðiþyrsta má geta þess að Sigríður Dögg er dóttir Bertu Sveinbjarnar- dóttur og Auðuns Hálf- dánarsonar. – thelma@bb.is Vodafone hefur ákveðið að taka úr umferð hjól sem dreift hafði verið til sveitarfélaga á landsbyggðinni. Hjólin voru lánuð endurgjaldslaust til bæjarbúa og hafði verkefnið verið reynt í mörgum bæjar- félögum, þar á meðal á Ísa- firði, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Hjólin reyndust þó ekki vel og stóðust ekki gæðakröfur Vodafone sem ákváðu að taka hjólin úr umferð. Að sögn Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundarfulltrúa Ísafjarðar- Sigríður Dögg Auðunsdóttir með fyrsta eintak Krónikunnar ásamt eiginmanni sínum Valdimar Birgissyni. Flateyri. Auðunn og Ragna Björk sigruðu á afmælismóti Golfklúbbs Ísafjarðar Auðunn Einarsson og Ragna Björk Ólafsdóttir sigruðu á afmælismóti Golf- klúbbs Ísafjarðar sem var haldið á Tungudalsvelli á laugardag. Klúbburinn fagnar 30 ára afmæli í ár og tókst mótið, sem var styrkt af Glitni, einkar vel enda mikill fjöldi þátttakenda og aðstæður eins og best verður á kosið. Sólin skein á 104 þátttakendur sem leiddist ekki að spila í góða veðrinu á Tungudalsvelli sem var í frábæru ástandi. Á föstu- deginum fór einnig fram liðamót milli heimamanna og brottfluttra Ísfirðinga sem voru valdir af Ísfirð- ingafélaginu í Reykjavík. Leikið var með svokölluðu „Ryder“ fyrirkomulagi og endaði keppnin með yfir- burða sigri heimamanna. Fengu þeir að launum afhend- an nýjan farandbikar sem gefinn er af Ísfirðingafélaginu, Margrétarskúlptúr, sem er nefndur eftir Margréti Árna- dóttir, fyrsta formanni Golf- klúbbs Ísafjarðar. Keppni á afmælismótinu hófst á laugardagsmorgni klukkan 07.50 og stóð til 20.00. Þaðan var farið beint á afmælishóf klúbbsins sem var haldið í sal Frímúrara á Ísa- firði. Veislunni var stýrt af stakri snilld Guðrúnar Stef- ánsdóttur og var gestum boðið upp á ljúffenga þriggja rétta máltíð. Á hófinu voru fjórir félagar Golfklúbbs Ísafjarðar heiðraðir af Golfsambandi Íslands. Það voru þau Margrét Árnadóttir, Óli Reynir Ingi- marsson, Finnur Magnússon og Tryggvi Sigtryggsson, nú- verandi formaður GÍ. Golf- samband Íslands veitti Golf- klúbbi Ísafjarðar einnig bikar að gjöf sem verður veittur ísfirskum golfara sem sýnir kurteisi og tillitsemi á golf- vellinum. Að sögn Tryggva Sig- tryggssonar gekk afmælishá- tíðin öll ljómandi vel. „Það var auðvitað frábært veður og allir skemmtu sér konunglega. Það var nokkuð um aðkomufólk hjá okkur og hafði það á orði hvað það hefði verið ánægt með aðstæður hér fyrir vestan og hve vel afmælis- hátíðin hefði gengið“. Sigurvegarar í höggleikjum mótsins. Frá vinstri: Ragna Björk Ólafsdóttir, Anton Helgi Guðjónsson og Auðunn Einarsson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.