Bæjarins besta - 24.07.2008, Side 3
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 3
Skrifstofustjóri
75% starf skrifstofustjóra Súðavíkur-
hrepps er laust til umsóknar
Starfssvið:
Innheimta
Móttaka og svörun fyrirspurna
Útreikningur launa
Álagning fasteignagjalda
Önnur almenn skrifstofustörf
Skráning gagna í One System skjala-
stjórnunarkerfi,
Hæfniskröfur:
Góð tölvukunnátta
Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Reynsla af launaútreikningum kostur
Launakjör eru samkvæmt kjarasamning-
um FOS VEST.
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst n.k. og
þarf viðkomandi að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknir sendist til Skrifstofu Súða-
víkurhrepps, Grundarstræti 3, 420 Súða-
vík.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ómar
Már Jónsson, sveitarstjóri í síma 456 4912
eða með tölvupósti á netfangið:
omar@sudavik.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps
tveggja ára verði komnar nýjar
rafhlöður sem muni auka vin-
sældir rafmagnsbíla. Mark-
miðið með þessum kaupum
eru aðallega að kynnast raf-
magnsbílum og öðlast reynslu
á þá. Einnig verður athugað
hvernig þeir reynast á norð-
lægum slóðum, sérstaklega að
vetri til“, segir Sölvi.
Bíllinn sem um ræðir kallast
Reva og er framleiddur í
Indlandi en fluttur inn í
gegnum Noreg. Bíllinn vegur
aðeins 745 kíló og er 2,6
metrar að lengd. Sölvi þarf
ekki að hafa miklar áhyggjur
af hraðakstri en hámarkshraði
Fyrsti rafmagnsbíll Vest-
fjarða var formlega tekin í
notkun fyrir skemmstu þegar
Gylfi Guðmundsson, inn-
kaupastjóri Orkubú Vest-
fjarða, afhenti Sölva Sólbergs-
syni, framkvæmdarstjóra
orkusviðs, lyklana að nýjum
Reva rafmagnsbíl. Sölvi mun
hafa afnot af bílnum og nota
aðallega til ferða innanbæjar
og milli vinnu og heimilis síns
í Bolungarvík. „Rafmagns-
bílar hafa ekki verið mikið í
notkun á Íslandi en það mun
bara aukast, það er á hreinu.
Tækninni fleygir fram í þess-
um efnum og er talið að innan
hinnar 17 hestafla vélar er 75
km/klst. Það er á hreinu að
orkan er ódýr á bílinn, en
bílnum er bara stungið í
samband líkt og hverju öðru
heimilistæki. „Það tekur 2-6
tíma að hlaða rafhlöðurnar að
fullu, það fer eftir því hvort
notuð er 9 eða 16 ampera
hleðsla. Það er ekki víst hvað
það mun kosta að reka bílinn
en orkunotkunin er mjög
misjöfn eftir því hvernig
honum er ekið. Ég mun hafa
gott yfirlit yfir hvað bíllinn
notar mikla orku og þannig
reikna út rekstrarkostnað“,
segir Sölvi. Það er ljóst að
aðal kostnaðurinn í rekstri
bifreiðarinnar muni felast í
rafhlöðukostnaði en skipta
þarf um þær á tveggja til
fjögurra ára fresti. Að sögn
Sölva er kostnaður við það
um 10 þúsund krónur á mán-
uði ef miðað er við að skipt
sé á þriggja ára fresti. Hann
segir að þrátt fyrir að kosta
meira en venjulegur smá-
bíll, eða um 2,2 milljónir,
sé hann tilvalinn í snatt
innanbæjar og hugsanlega
góður kostur fyrir marga
Íslendinga.
– nonni@bb.is
Orkubúið kaupir fyrsta
rafmagnsbíl Vestfjarða
Bifreiðin er fyrsti rafmagnsbíll Vestfjarða.
Glæsilegt vallarmet hjá Auðunni á Hvaleyrarvelli
Ísfirski kylfingurinn Auðunn Einarsson setti glæsilegt vallarmet á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði
á þriðja degi meistaramóts Keilis á dögunum. Auðunn lék á 63 höggum, eða átta undir pari,
en fyrra metið var 64 högg. Auðunn hefur verið iðinn við að slá vallarmet í gegnum árin en
þetta er í fjórða skiptið sem hann gerir það. Hann sló tvö vallarmet árið 1998 þegar hann fór
Tungudalsvöll á Ísafirði á 62 höggum, eða sjö undir pari, og Vesturbotnsvöll á Patreksfirði á
69 höggum, eða 4 undir pari. Auðunn sló svo vallarmetið á Gufudalsvelli í Hveragerði þegar
hann fór hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari.Auðunn er iðinn við að slá vallarmet.
Atvinna
Starfskraftur óskast til afgreiðslu- og
pökkunarstarfa. Vinnutími fyrir hádegi, eftir
hádegi eða allan daginn. Möguleiki á
sveigjanlegum vinnutíma.
Upplýsingar gefur María í Gamla
bakaríinu.
45 daga skilorðsbundið fangelsi
fyrir brot gegn valdstjórninni
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi karlmann í 45 daga
skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglumönnum
lífláti og líkamsmeiðingum.
Héraðsdómur Vestfjarða
hefur dæmt karlmann í 45
daga skilorðsbundið fangelsi
fyrir að hafa ítrekað hótað
tveimur lögreglumönnum,
sem voru við skyldustörf á
Ísafirði, lífláti og líkamsmeið-
ingum. Í dómi héraðsdóms
kom fram að ákærði hafi látið
þau orð falla að „þetta væri
síðasta vakt lögreglumann-
anna og að þeir væru búnir að
vera, þeir væru báðir dauðir
og yrðu báðir drepnir“.
Kæra var gefin út fyrir brot
gegn valdstjórninni og var
málið dómtekið þann 7. júlí.
Ákærði viðurkenndi brot sitt
og þótti refsing hans hæfilega
ákveðin 45 daga fangelsi. Eftir
atvikum þótti rétt að fresta
fullnustu refsingarinnar og
skal hún falla niður að liðnum
tveimur árum frá uppkvaðn-
ingu dómsins haldi ákærði
almennt skilorð.