Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2008, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 24.07.2008, Qupperneq 4
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 20084 Hvað er harðara en dauðarokk? Guðmundur Heiðar Gunn- arsson ætti að vera flestum bæjarbúum góðkunnugur. Síðu rokklokkunum bregður ætíð fyrir á fremstu röð á tón- leikum í bænum en Guð- mundur er alæta á hverkyns tónlist og meiri aðdáanda ís- lenskrar, og þá sérstaklega ís- firskrar tónlistar, er vart að finna. Þessi brennandi áhugi á tónlist í gegnum árin hafa gert það að verkum að hann er gangandi alfræðiorðabók um tónlist og erfitt að reka hann á stans í þeim efnum. Ég ræði við Guðmund um tónlistina sem á hug hans allan. Við sitjum í íbúðinni hans, innan um tónlistarfjársjóðinn hans, þar sem myndir af goðunum Bowie og Megas horfa yfir okkur. Tónlistaráhuginn vaknaði snemma Að sögn Guðmundar leið ekki á löngu þar til áhuginn á tónlist fór að segja til sín. „Það má segja að ég hafi haft áhuga á tónlist alveg frá því að ég fékk vitið. Ég man bara að þegar ég var níu til tíu ára var ég alltaf að hlusta á tónlist. Þá var auðvitað ekkert útvarp nema gamla gufan, Rás 1, en mamma kom oft heim með plötur sem ég lá yfir. Það voru þá helst safnplötur en ég man vel eftir Rokk í Reykjavík sem ég heillaðist alveg af. Þar upp- götvaði ég líka Egó og Bubba Morthens en á einni safnplöt- unni fann ég svo Fuglinn er Floginn, ég hlustaði svo mikið á það lag að það hvarf næstum af plötunni.“ Um svipað leyti tók Guð- mundur upp á því að læra á hljóðfæri en hann kenndi sjálf- um sér á hljómborð, einungis með því að glamra á það og æfa sig. Hann segist geta spil- að eiginlega hvað sem er á hljómborð en í gamla daga var hann af og til uppi á sviði í stað þess að vera innan um skarann að hlusta. Sem minja- gripir um tónlistarafrekin hanga myndir af hljómsveit- unum Leó frá árinu 1986 og Bjartsýnismenn frá árinu 1989, en Guðmundur segir tónlist- arleg afrek hljómsveitanna hafa verið takmörkuð. Er rokkari í húð, en þó sérstaklega í hár Guðmundur segist hafa áhuga á flestri tónlist en þó sérstaklega íslenskri tónlist. Það er á hreinu hver goðin hans eru, myndir af David Bowie og Megasi hanga fyrir ofan tölvuna líkt og altari en það leynir sér ekki hvaða tón- listarstefnu hann aðhyllist hvað mest. Síðu rokklokkarnir gefa upp um hann áður en hann segir nokkuð. „Ég er mikill rokkari og hlusta mikið á þungarokk. Ég hlusta mikið á Iron Maiden og svo hlusta ég líka á harðara rokk, dauða- rokk og jafnvel harðara en það,“ segir Guðmundur. Skömmustulega viðurkenni ég að ég viti ekki hvað er harð- ara en dauðarokk. „Það er svakalegt“, svarar Guðmund- ur. „Það er eiginlega bara eins og sprengingar.“ Guðmundur hefur þó mjög breiðan smekk og sem dæmi um það segist hann vera mikill Eurovision-aðdáandi. Hann hefur fylgst með alveg frá byrjun og sýnir mér einmitt smáskífu Icy frá 1986 með fyrsta framlagi Íslands til keppninnar, Gleðibankanum. Ástríða fyrir tónlist Tónlistarsafn Guðmundar er sérstaklega tilkomumikið en hann segir það ekki á hreinu hve margar plötur og geisla- diskar eru í hans eigu. „Ég er nú að vinna í því að skrá niður safnið mitt en í augnablikinu veit ég ekki hvað þetta er mik- ið. Einn félagi minn áætlaði um daginn að þetta væru um 1.700 stykki. Fólk segir oft við mig „djöfull áttu mikið af þessu maður“, ég svara á móti að þetta væri kannski mikið ef ég hefði safnað í eitt ár. Ég er hinsvegar búinn að vera að sanka þessu að mér hægt og bítandi í rúmlega fjórðung úr öld þannig að mér finnst það ekki eins merkilegt.“ Guðmundur segist hafa keypt flestar plöturnar en einnig hafi honum verið gefið einhverjar og öðrum hafi hann bjargað á leið í ofninn í Funa. Hvað gera menn svo við 1.700 plötur? Jú, Guðmundur viðurkennir að hann hafi kann- ski ekki tíma til að vera að hlusta á þær allar reglulega. Hins vegar hafi hann hlustað á allar sínar plötur og diska að minnsta kosti einu sinni, og margar mikið oftar. Tónlistar- safnið er mikilvægur hluti af honum og hann segist aldrei sjá fram á að skilja við það. „Mér er sama hvað mér yrði boðið í peningum, það er ekk- ert sem gæti fengið mig til að selja plöturnar mínar. Ég vill ekki einu sinni hugsa til þess ef það myndi kvikna í þeim, ég veit ekki hvað ég myndi gera.“ Það er greinilegt að Guð- mundur hefur mikla ástríðu fyrir tónlist. Aðspurður um hvort hann hafi nokkurn tím- ann losað sig við plötur svarar hann því játandi, í gegnum tíðina hafi hann nokkrum sinnum losað sig við plötu og plötu, sérstaklega ef hann hef- ur keypt geisladiskinn. „Hendirðu þá plötunum?“, spyr ég. Guðmundur horfir á mig og spyr af fullri alvöru: „Ertu brjálaður?“ Hann hugsar með hrylling til þess að fólk hendi plötum og vill frekar að það gefi sér þær held- ur en að þær verði eldsneyti fyrir brennsluofninn í Funa. Ég segi honum sanna sögu af plötusafni sem eyðilagðist þegar geisladiskurinn var að ryðja sér til rúms um 1990. Guðmundur var aðeins 15 ára þegar hljómsveitin Leó var stofnuð og var hún stíluð inn á sveitaballamarkaðinn. Efri röð frá vinstri: Einar Ársæll Hrafnsson og Guðmundur. Neðri röð: Óli Pétur Jakobsson og Eiríkur Sverrir Björnsson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.