Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2008, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 24.07.2008, Qupperneq 6
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 20086 „Standmynd, sem steypt er í eir“ Ritstjórnargrein Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is · Jón Gunnarsson, símar 456 4560 og 848 4847, nonni@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Vinur allra landsmanna, Vestfirðingurinn Hemmi Gunn, tveggja sumra safnstjóri á Hrafnseyri, hefur áhyggjur af því að fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar verði ekki í búningi er hæfa þykir þá þess verður minnst árið 2011, að 200 ár verða liðin frá fæðingu frelsishetjunnar, sóma Íslands, sverðs þess og skjaldar, eins fyrirmenn komust yfirleitt að orði í hátíðaræðum á afmælis- degi forsetans fyrr á árum, þótt minna hafi farið fyrir orðskrúð- inu á síðari tímum. ,,Jón Sigurðsson, forseti, standmynd, sem steypt er í eir,“ viðtakandi blómsveigs frá íslensku þjóðinni að morgni hvers afmælisdags, en að mestu gleymdur að áliðnum degi, eða hvað? Í ræðu á Hrafnseyri, 17. júní, ýjaði fyrrum forseti Al- þingis að því að til heiðurs Jóni ætti að reisa byggingu á Þing- völlum, sem nýta mætti til þingfunda og gestamóttöku. Um þessa hugdettu hefur Hallgrímur Sveinsson, bóndi og staðar- haldari á Hrafnseyri í 40 ár, þetta að segja: ,,Ef grannt er skoð- að, höfum við ekkert með slíkt hús að gera, burt séð frá allri hugmyndafræði. Sannleikurinn er sá, að á Íslandi er til nóg af húsum af öllum stærðum og gerðum. Við þurfum ekki meiri steinsteypu eða gler í bili, síst í minningu Jóns Sigurðssonar.“ (Mbl. 28. júní.) Og hann heldur áfram: ,,Það er beinlínis lífsnauðsynlegt fyrir hina íslensku þjóð, að hún láti ekki henda sig, að þeir sem eiga að erfa landið viti ekki hvers vegna 17. júní var valinn þjóðhátíðardagur á Íslandi. Ef við gleymum að fræða ungu kynslóðina um þessi efni, getum við alveg eins gleymt öllu afmælistilstandi í kringum Jón Sigurðsson. Sagan af Jóni Sigurðssyni er ævintýri sem allir Íslendingar ættu að kunna nokkur skil á,“ segir Hallgrímur, og vitnar að lokum í gamalt spakmæli: ,,Þeir sem gleyma fortíð sinni, eru líklegir til að glata framtíð sinni.“ Til áhersluauka, ýmist til stuðnings eða andstöðu við aðild að Efnahagsbandalaginu, hafa stjórnmálamenn í vaxandi mæli vitnað til Jóns forseta og spurt: Hvað ætli Jón Sigurðsson hefði sagt? Í annarri grein í Mbl. veltir Hallgrímur fyrir sér ár- áttu þessara manna til að draga hugsanleg viðhorf Jóns Sig- urðssonar inn í umræðu dagsins og spyr: ,,En meðal annarra orða. Hvað ætli Jón Sigurðsson mundi segja um bruðlið, græðgina og heimtufrekjuna sem viðgengst í dag hjá hluta af þjóð hans? Og á hinn bóginn: Hvert skyldi vera álit hans á því að sumt fólk á landi hér lepur dauðann úr skel og á varla mál- ungi matar? Ætli hann sé ekki hissa?“ Ef svo fer sem horfir að þeim fækki stöðugt sem vita hvers vegna 17. júní var valinn þjóðhátíðardagur Íslendinga, þurfum við ekki fleiri eirstyttur og þaðan af síður glerhýsi á Þingvöllum til að tengja við nafn Jóns forseta Sigurðssonar frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, fyrri hluta dags, einu sinni á ári. s.h. Safna efni í ungl- ingabók um Ísland Á þessum degi fyrir 50 árum Fréttamaður Morgunblaðsins hitti nýlega að máli tvo ferðalanga sem dvöldust hér á landi um hálfs mánaðar skeið til að kynnast landi og þjóð, en eru nú farnir heim sín vestur þangað sem heitir Connecticut í Bandaríkjunum. Það voru hjónin Herbert Best, enskur rithöfundu, og Erick Berry eins og kona hans kallar sig á titilblöðum bóka sinna en hún er einnig rithöfundur, bandarísk að þjóðerni. Aðalerindi þeirra hingað til lands var að safna efni í bók um Ísland, sem frúin hyggst rita á næstunni. Verður hún eins og aðrar bækur hennar ætluð ungum les- endum. Talið barst fyrst að ritstörfum þeirra hjóna og ferðinni hingað norður í höf. „Við höfum skrifað einar 80 bækur“, segir frúin. „Ég segi við því maðurinn minn og ég vinnum saman að bókum okkar, þótt þær séu gefnar út undir nafni þess okkar, sem átt hefur frumkvæðið og ber sjálfsábyrgðina. Mínar bækur eru allar ætlaðar börnum og unglingum, en lesendur 16 ára og yngri – eða hin vinsælu barnabókasöfn – kaupa 1 af hverjum 4 bókum sem seldar eru í Bandaríkjunum. Að undanförnu hef ég haft í smíðum bækur um Finnland og Lappland og eru þær væntanlegar á markaðinn næsta vor. Bókin um Ísland verður gefin út af sama forlagi og þær bækur, Lippincourt í New York. Þar verður fjallað í léttum tón um land og þjóð, sögu og hennar siði.“ Skemmdir hafa verið unnar á vegglistaverki sem krakkar á námskeiði í veggjalist gerðu um helgina. Félagsmiðstöðvar Ísafjarðarbæjar héldu í síðustu viku þriggja daga námskeið í samstarfi við Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar þar sem krökkum voru kennd undir- stöðuatriði þessarar listgrein- ar. Leiðbeinandi á námskeið- inu var Árni Már Erlingsson, en hann er reyndur vegglista- maður og hefur komið áður á Ísafjörð til að kenna ísfirskum krökkum hvernig skreyta skal vegg og siðfræðina að baki veggjalist. Námskeiðið endaði á laug- ardag en lokaverkefni þátt- takenda námskeiðsins var að mála listaverk á veggi gang- anna á milli Hafnarstrætis og Aðalstrætis. Nú hafa ein- hverjir óprúttnir aðilar tekið sig til og eyðilagt hluta verks- Skemmdarverk unn- in á vegglistaverki Skemmdir hafa verið unnar á nýju vegglistaverki eftir aðeins tvo daga. ins, aðeins tveim dögum eftir að það var málað, en svo virðist vera sem einhvers- konar verkfæri hafa verið notuð við það að rispa og rista í verkið. „Þetta er auðvitað leiðinda- mál“, segir Helga Lind Mar, starfsmaður Félagsmiðstöðv- arinnar á Ísafirði, „Krakkarnir voru búnir að vera duglegir að vinna við þetta skemmti- lega verk og ömurlegt það séu einhverjir í bænum sem sjá sig knúna til að eyðileggja þetta. Krakkarnir ætla að klára verkið um helgina og ég vona bara að þessir aðilar sjái sér fært að leyfa fullkláruðu verki að standa í friði“. Verkið hefur vakið athygli og ánægju íbúa á svæðinu og þeirra sem leggja leið sína í gegnum göngin. Eitt vekur sérstaka athygli og það eru stensilmyndir af Jakobi Frí- manni Magnússyni, fram- kvæmdarstjóra miðborgar- mála Reykjavíkurborgar. Að sögn Helgu Lindar er þetta létt skot á Jakob Frímann Í verkinu er meðal annars létt skotið á Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóra miðborgarmála Reykjavíkurborgar. vegna frétta um að hann hafi látið mála yfir allar veggja- listmyndir í miðborg Reykja- víkur. „Myndina bjuggu krakkarnir sjálfir til og sýnir Jakob Frímann haldandi á úðabrúsa. Krakkarnir áttu að koma sjálfir með myndir til að setja á vegginn og þetta fannst þeim viðeigandi“, segir Helga Lind. – nonni@bb.is Það er kúl að vera í kór eða svo finnst þeim í önfirska karlakórnum Fjallabræður sem mun opna stórtónleika Rásar 2 og Landsbankans á Menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Halldór Pálsson kór- stjóri segir að ráðning Fjalla- bræðra sé frágengin og tón- leikarnir séu tvímælalaust stærsta „giggið“ til þessa. „Við lítum á þessa tónleika sem rökrétt framhald þess sem við höfum verið að gera. Fyrst á Aldrei fór ég suður, síðan á Iceland Airwaves og nú er það Menningarnótt. Hróarskeldu- hátíðin hlýtur að fylgja í kjölfarið“, segir Halldór sem heldur því fram að það sé kúl að vera í kór og segir það vera einkunnarorð Fjallabræðra. Uppistaðan í kórnum eru Kúl að vera í kór Önfirðingar en aðeins hefur verið slakað á kröfunum. „Við vorum t.d.að fá nýjan meðlim sem er ekki Önfirðingur en hann vann í frystihúsi á Flateyri og það taldist nóg.“ Þrátt fyrir skjótan frama í tónlistarheiminum liggur eitt atriði eins og mara á kór- stjóranum. „Við höfum ekki komið fram á Vagninum og það er afar leitt. Ég verð eiginlega að lofa því hér með að það muni gerast á þessu ári.“ Stofnun Fjallabræðra var tilviljunarkennd eins og svo margt annað í hinni dýru list. Halldór var að reyna að kenna félaga sínum á kontrabassa og við þær æfingar urðu til allnokkur lög sem eitthvað þurfti að gera við. „Við stofn- um bara kór sagði ég og hringdi í félagana og stuttu síðar við byrjaðir að taka upp plötu.“ Halldór kórstjóri er ekki að flækja raddsetninguna um of. „Í kórnum eru bassar, tenórar og þeir sem ekki falla undir þá skilgreiningu eru bartónar“, segir Halldór og upplýsir að meginmarkmið kórsins er að komast í kór- ferðalag. – smari@bb.is Fjallabræður á æfingu. Mynd Önundur Pálsson. Fækkun í Reykjarfirði Ferðamönnum hefur heldur fækkað í Reykjarfirði milli ára. Ragnar Jakobsson frá Reykjarfirði segir að leiðindaveður og bjarndýrin á Skaga hafi sett strik í reikninginn. „Bjarndýrin náðu að hræða fólk frá ferðalögum á þessum slóðum og svo tíðin ekki verið sú skemmtilegasta“, segir Ragnar. Fréttir hafa borist af meiri reka á Ströndum en undanfarin ár. Ragnar staðfestir það en segir viðinn vera lélegan. „Þetta er meiri reki en síðustu fimm ár en ekki það sem við kölluðum reka í gamla daga.“ Reykjarfjarðarbændur eru hættir að nýta reka til annars en heimabrúks og segir Ragnar það vera vegna erfiðleika við flutninga eftir að Fagranesið fór.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.