Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2008, Síða 7

Bæjarins besta - 24.07.2008, Síða 7
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 7 Nýr og glæsilegur pútt- völlur verður opnaður innan skamms á Torfnesi og sam- kvæmt golfvallarsérfræðingi verður aðstaðan til fyrirmynd- ar fyrir unga sem aldna golf- áhugamenn. Völlurinn er um 80 metrar á lengd en fram- kvæmdir hófust síðasta haust, að byggingu vallarins standa HSV, Ísafjarðarbær, Golf- klúbbur Ísafjarðar og Félag eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Hannes Þorsteinsson er golf- vallararkitekt og náttúrufræð- ingur sem fenginn var til að skoða hvernig framkvæmdir hafa gengið. Hannes þykir fær í sínu fagi en hann hannaði einmitt golfvöllinn í Tungudal á sínum tíma. „Fyrsti og fremst er þetta auðvitað frábær staðsetning, ég hef hvergi séð aðstöðu sem þessa á jafn hentugum stað fyrir bæjarbúa. Þetta er miðsvæðis og nálægt sjúkrahúsinu og dvalarheimil- inu þannig að fólk þarf ekki að leita langt til að nýta sér þetta svæði. Hérna við hliðina er auðvitað líka leikskóli og það er alveg kjörið fyrir börn og eldra fólk að koma hingað Frá vinstri: Tryggvi Sigtryggsson, formaður Golfklúbbs Ísafjarðar, Hannes Þorsteinsson, Björn Helgason og Stefán Haukur Ólafsson, gjaldkeri Félags eldir borgara á Ísafirði. og æfa sig í að pútta“, segir Hannes. Að sögn Björns Helgasonar, sem hefur unnið að verkefninu undanfarin ár, er púttvöllurinn hugsaður sem afþreying fyrir alla bæjarbúa. Að sögn Hannesar hefur verið vel staðið að fram- kvæmdum og farið eftir kúnst- arinnar reglum. „Undirbygg- ingin er mjög góð og þetta er vel sendinn jarðvegur sem er hérna undir. Þetta er mjög gott gras sem sett hefur verið tyrft með og völlurinn verður kjörinn til golfs. Á suður- endanum væri jafnvel hægt að gera halla þar sem hægt væri að æfa sig í að „chippa“ þannig að á svæðinu verði aðstaða til að allan stuttan leik í golfi“. Að sögn Björns og Hannesar yrði þá ekkert því til fyrirstöðu að alvöru golfara gætu æft sig á vellinum og jafnvel að farið yrði í skipu- lagðar æfingar hjá golf- klúbbnum, en svæðið er það stórt að þar fer vel um marga golfara. Búist er við að völlurinn verði tilbúinn í haust og að Ísfirðingum verði gefinn möguleiki á að spreyta sig á vellinum áður en vetur ber að garði. Að sögn Björns verður haldin vígsluathöfn í septem- ber þar sem völlurinn verður formlega opnaður. – nonni@bb.is Púttvöllurinn glæsilega verður formlega opnaður í haust. „Frábær púttaðstaða fyrir unga sem aldna“ Samdráttur um 31% á milli ára Næstum þriðjungi minna af þorski hefur verið landað á Vestfjörðum það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands var 11.565 tonnum af þorski landað í vestfirskum höfnum á tíma- bilinu janúar til júní í fyrra en aðeins 8.011 tonnum hefur verið landað á sama tímabili í ár. Nemur munur- inn því um 31%. Er þetta í takt við þá þróun sem sést á öllu landinu en þar hefur þorskafli dregist saman um 22%; 112.342 tonn á tíma- bilinu janúar til júní 2007 samanborið við 87.467 tonn á sama tímabili í ár. Aðeins betri tölur er að finna þegar litið er á heildar- fiskafla. Á Vestfjörðum dróst heildarfiskafli saman um 14% á tímabilinu, úr 24.499 tonnum í 21.066 tonn. Á landinu í heild sinni nam minnkunin um 27%; 624.198 tonn á tímabilinu janúar til júní í ár saman- borið við 858.910 tonn á sama tímabili í fyrra. Minnkun á fiskafla hefur gríðarleg áhrif á bæjarfélög á Vestfjörðum en á svæðinu er hátt hlutfall fólks í vinnu við fiskveiðar og fiskvinnslu miðað við landið í heild. Í skýrslu um áhrif aflasam- dráttar í þorski á fjárhag sveitarfélaga sem Hagfræði- stofnun Háskóla gaf út í fyrra kemur meðal annars fram: „Óhætt að draga þá ályktun að tiltölulega lítil sjávarþorp verði fyrir þyngstum búsifjum af skerðingu aflaheimilda en stærri sveitarfélög með fjölbreyttari atvinnurekstur finni minna fyrir skerðing- unni. Fyrir stóra bæi eins og Akureyri og Reykjavík er tekjutapið ekki tilfinnanlegt. Jafnvel gæti svo farið að kvótaskerðingin styrkti hag sumra stórra staða því að ætla má að hún leiði til þess að kvóti flytjist frá sumum smáum stöðum til þeirra stærri“. – nonni@bb.is Farandsali handtekinn Lögreglan á Vestfjörðum handtók í síðustu viku far- andsölumann á Ísafirði sem hafði verið á ferð í byggðar- lögum á norðanverðum Vestfjörðum og líklega víðar um land. Maðurinn hafði gengið í hús og boðið til sölu olíumálverk og annan varning. Maðurinn er af erlendu þjóðerni og hefur hvorki dvalar- né atvinnu- leyfi hérlendis. Hann er grunaður um að hafa flutt varninginn ólöglega til landsins og skorti hann jafnframt nauðsynleg leyfi til sölumennskunnar. Talið er að atferli mannsins sé m.a. brot á tollalögum, lögum um atvinnuréttindi útlendinga, lögum um verslunaratvinnu og lögreglusamþykkt Ísa- fjarðarbæjar. Maðurinn gisti fanga- geymslur á Ísafirði á meðan mál hans var rannsakað og ákvarðaði Héraðsdómur Vestfjarða að maðurinn skyldi vera í farbanni til 21. júlí samkvæmt beiðni lög- reglustjórans á Vestfjörðum. Lagt hefur verið hald á 905 myndir og muni sem tilheyra manninum auk nokkurs af fjármunum. Rannsókn máls- ins er lokið og hefur lög- reglustjóri þegar gefið út ákæru á hendur manninum fyrir ofangreind brot. Maðurinn er frjáls ferða sinna. – thelma@bb.is Sjóræningjar í Bolungarvík? Sjóræningjar virðast hafa fundið sig knúna til að leggja bát sínum að smábátahöfninni í Bolungarvík . Sjóræningjafáninn blaktir á bátnum og hvít hauskúpan á fánanum horfir með spurnaraugum til lands. Það skal ósagt látið hvort sjóræningjarnir séu þeir sömu og rændu Tyrkja-Guddu á sínum tíma en trúlega er vissara að hafa varann á og líta eftir eigum sínum þegar umræddur bátur er í landi. Frá þessu var sagt á vikari.is.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.