Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2008, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 24.07.2008, Qupperneq 8
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 20088 „Þegar við Linda kynntumst, þá fylgdi henni töluverður dýragarður enda hefur það alltaf verið hennar draumur að búa í sveit. Við komumst raunar dálítið nálægt því eins og við búum í dag í sælunni í Hnífsdal. Það er töluverður hrossabúskapur á heimilinu, ein átta hross, og gull- fiskar. Einn sonurinn er með fiskeldi í herberginu sínu, 400 lítra fiskabúr og töluvert lífríki. Það er töluvert dýralíf á heimilinu, hundar, naggrísir og fiskar, semsagt í mörg horn að líta.“ Taxtar eru eingöngu til að verja lágmarksréttindi – segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga Finnbogi Sveinbjörnsson tók fyrir rúmu ári við formenn- sku í Verkalýðsfélagi Vest- firðinga (Verk-Vest) af Pétri Sigurðssyni, sem verið hafði helsti forystumaður í vest- firskri verkalýðshreyfingu um áratugaskeið. Eins og fram kemur í rammaklausu hér í opnunni tók Verk-Vest til starfa árið 2002 við samein- ingu nokkurra verkalýðsfé- laga. Mörg fleiri hafa bæst í hópinn og nú spannar Verk- Vest nær allan Vestfjarða- kjálkann. Gömlu félögin lifa enn sem deildir í hinu nýja og sameinaða félagi. Finnbogi er Bolvíkingur að uppruna og kveðst verða að teljast nokkuð hreinræktaður Vestfirðingur í báðar ættir. „Móðir mín er ættuð úr Skála- vík utan við Bolungarvík en faðir minn er frá Uppsölum í Seyðisfirði við Djúp. Ég þarf að leita nokkuð langt aftur í ættir til að slíta mig héðan en fer þá ekki lengra en að Kvennabrekku í Dölum. Ég er í vestfirska blóðflokknum, sem menn kalla, eða A-flokki. Meinafræðingarnir segja: Þú ert líka í vestfirska blóðflokkn- um!“ Á ungum aldri stundaði Finn- bogi ýmis störf en lengstum og allt þar til á síðasta ári vann hann á Ísafjarðarflug- velli hjá Flugleiðum og síðan Flugfélagi Íslands. Að loknum grunnskóla í Bol- ungarvík árið 1983 fór Finn- bogi í Menntaskólann á Ísa- firði og lauk þaðan stúdents- prófi fjórum árum síðar. Hann segir að veran þar hafi verið skemmtilegur tími. „Ekki nokkur spurning. Og líka gott að þurfa að standa svolítið á eigin fótum og búa á heima- vist. Það er mjög þroskandi og gefandi, sérstaklega hvað félagslegan þroska varðar. Seinna fækkaði mikið á vist- inni, meðal annars vegna bætt- ra samgangna, og þá dofnaði yfir félagslífinu í skólanum því að það byggðist svo mikið á heimavistarlífinu. Núna virðist félagslífið þar aftur á móti vera orðið mjög öflugt á ný.“ – Hvað tók við eftir stúd- entspróf? „Skóli lífsins. Ég var ekki alveg tilbúinn að fara í frekara nám. Ég fór að vinna og tók þátt í atvinnulífinu með ýms- um hætti. Ég var reyndar byrj- aður að vinna hjá Flugmála- stjórn í flugturninum á Ísafirði áður en ég kláraði mennta- skólann og var þar áfram næstu þrjú sumur, en frá hausti og fram á vor vann ég hjá Íshúsfélagi Bolungarvíkur við tilfallandi störf, mest þó við slægingu og landanir. Þannig kynntist ég ýmsum þáttum at- vinnulífsins. Ég hafði líka verið í múrverki og eftir að ég kynntist konunni minni fékk ég góða innsýn í smíðar því að tengdapabbi er smiður. Ég hef unnið við flesta þætti hús- bygginga nema pípulagnir og rafvirkjun. Allt þetta hefur verið góður grunnur undir það sem síðar kom þó að það hafi auðvitað ekki verið ætlunin á þeim tíma.“ Tveimur árum eftir stúd- entspróf fór Finnbogi að hyggja að frekara námi á ný. „Í flugturninum snerist allt kringum veður og ég var orð- inn nokkuð staðráðinn í því að leggja fyrir mig jarðfræði eða veðurfræði. Hins vegar hafði ég útskrifaðist af við- skiptabraut og sárvantaði raungreinar. Ég átti góðan kunningja í Framhaldsskóla Suðurlands á Selfossi og ákvað að skreppa þangað eitt haust eða jafnvel heilan vetur og taka bara raungreinar. Það var mjög sérstakt að sitja ein- göngu í stærðfræði og eðlis- fræði alla daga en mikil og góð heilaleikfimi. Þá vildi þannig til, að ég skrapp vestur eina helgi í sláturtíðina hjá móður minni, og hitti þá verð- andi eiginkonu mína. Ég vissi raunar af henni áður en þarna kynntist ég henni betur. Svo klára ég mín próf á Selfossi fyrir jólin 1989 og dríf mig vestur og við byrjum að búa saman, fyrst heima hjá foreldr- um hennar en síðan flytjum við út í Hnífsdal og höfum átt þar heima síðan. Konan mín heitir Linda Jónsdóttir, Ísfirð- ingur í húð og hár, dóttir Elínar Þóru Magnúsdóttur og Jóns M. Gunnarssonar. Við eigum saman fjögur börn á aldrinum frá 10 til 18 ára. Yngst er Stella, síðan Matthías 11 ára, Ísak Atli 15 ára og Jónbjörn er elstur. Þegar við Linda kynntumst, þá fylgdi henni töluverður dýragarður enda hefur það alltaf verið hennar draumur að búa í sveit. Við komumst raunar dálítið nálægt því eins og við búum í dag í sælunni í Hnífsdal. Það er töluverður hrossabúskapur á heimilinu, ein átta hross, og gullfiskar. Einn sonurinn er með fiskeldi í herberginu sínu, 400 lítra fiskabúr og töluvert lífríki. Það er töluvert dýralíf á heim- ilinu, hundar, naggrísir og fiskar, semsagt í mörg horn að líta.“ Ekki varð úr frekara námi hjá Finnboga að sinni. Hvort veðurfræðin eða jarðfræðin eiga eftir að komast á dagskrá á ný verður tíminn að leiða í ljós. Langur undanfari – Hvernig atvikaðist það að þú varðst formaður Verka- lýðsfélags Vestfirðinga? „Það átti sér langan aðdrag- anda. Ég kom inn í stjórn Verslunarmannafélags Ísa- fjarðar árið 1997. Þá hafði ég unnið um átta ára skeið á Ísa- fjarðarflugvelli hjá Flugleið- um og síðan Flugfélagi Íslands og var þess vegna í því stétt- arfélagi. Þegar Gylfi Guð- mundsson hætti sem formaður var leitað til mín að taka við af honum. Ég var ekki alveg tilbúinn til þess og Finnur Magnússon tók við formenn- skunni en ég var varaformað- ur. Þegar hafinn var undir- búningur að stofnun Verka- lýðsfélags Vestfirðinga var farið að bera í okkur víurnar að sunnan, okkur í Verslunar- mannafélagi Ísafjarðar, um að við myndum sameinast suður. Við Finnur vorum hins vegar báðir þeirrar skoðunar, að af- farasælast væri fyrir félagið að taka þátt í stofnun hins nýja verkalýðsfélags hérna fyrir vestan, þannig að það yrði sem öflugast. Við kynnt- um þetta vel fyrir okkar fé- lagsmönnum og þeir sáu kost- ina við þetta. Þannig urðum við hluti af Verkalýðsfélagi Vestfirðinga á stofnfundi þess haustið 2002. Þá varð ég ritari í svokallaðri starfsstjórn en árið eftir var ég kosinn ritari félagsins og gegndi því starfi þangað til ég var kosinn for- maður í fyrravor.“ – Er það ekki rétt skilið að Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafi í rauninni komið í staðinn fyrir Alþýðusamband Vest- fjarða (ASV)? „Þróunin hefur í rauninni orðið sú. Eftir að VerkVest var stofnað hefur ASV eigin- lega legið í dvala. Sambandinu hefur ekki verið slitið og við gerum ákveðna kjarasamn- inga undir merkjum þess, eins og t.d. sjómannasamningana. Innan ASV eru núna í rauninni aðeins tvö félög, þ.e. Verka- lýðsfélag Vestfirðinga og Fé- lag járniðnaðarmanna á Ísa- firði. Bolvíkingar slitu sig hins vegar alveg frá samstarfi og tóku ekki þátt í stofnun Verka- lýðsfélags Vestfirðinga. Þeim stóð til boða að vera með en á þeim tíma, árið 2001 þegar undirbúningur hófst, þá var að ég held ekki gróið um heilt eftir verkfallsátökin árið 1997. Við blöndumst þó nokkuð vel inn í Bolungarvík því að þar er nokkur hluti iðnaðarmanna innan okkar vébanda og sömu- leiðis verslunar- og skrifstofu- fólk.“ Samstarfið við Pétur – Nú tókstu við formennsk- unni af manni sem í hugum fólks í áratugi var holdgerv- ingur vestfirskrar verkalýðs- baráttu, Pétri Sigurðssyni. Hvernig finnst þér hafa verið að taka við arfleifð hans? „Ég hef gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við Pétur, starfaði með honum í stjórn frá 2002 og þekkti hann áður sem formann stærsta stéttar- félagsins hér á svæðinu og forseta ASV. Fyrstu kynnin af honum voru þegar ég fór að sækja fundi hjá Lífeyrissjóði Vestfirðinga. Þá kom hann oft þar í pontu og var mjög ske- leggur, að mér fannst. Svo þegar ég fór að vinna með honum fékk ég á hann aðra sýn sem mér líkaði ekki síður. Hann lifði og hrærðist í þessu bróðurpartinn af sinni starfs- ævi, hátt í fjörutíu ár, þannig að kallinn hefur alveg gríðar- góða innsýn í alla þætti. Þegar menn eru komnir með slíka innsýn hafa þeir miklu dýpri skilning á viðfangsefninu. Það hefur að minnsta kosti verið mjög dýrmætt fyrir mig að fá að starfa með Pétri í stjórninni. Síðan þegar leitað er til mín að gefa kost á mér sem for- maður, þá ræddi ég það við Pétur hvort ég myndi ekki hafa opið veiðileyfi á hann þannig að ég mætti leita til hans. Það hefur gefist mér mjög vel, einkum síðasta sumar þegar mikið gekk á og allt fram á haust. Ég fór beint út í djúpa endann á lauginni og var þar að svamla og varla með kút, svo að það var ómetanlegt að hafa kallinn við hliðina á sér í upphafi. Þetta er þannig starf, að það hlýtur að mótast af þeim sem það hefur með höndum og hvernig honum tekst að starfa með trúnaðar- fólki innan félagsins. Ég hef reynt að efla trúnaðarmanna- starfið og ná þannig tengslum við fólkið. Þetta er meira en að segja það, því að starfið í félaginu er orðið svo yfirgrips- mikið. Kannski eru margir sem gera sér ekki alveg grein fyrir því að nánast allir helstu kjarasamningar sem verið er að gera á almennum vinnu- markaði eru inni á gafli hjá okkur. Pétur má eiga það, að hann hefur ekki verið að skipta sér af meira en góðu hófi gegnir. Stundum hef ég verið spurður hvort ég sé ekki með hann á bakinu, hvort hann væri ekki alltaf ofan í öllu sem ég er að gera og skiptandi sér af - sumir hafa nú haft á orði að kallinn hafi átt það til að vera ráðríkur - en ég bara blæs á þetta. Og ef mér hefur fundist hann vera að ganga eitthvað langt í þess- um efnum, þá hef ég bara sagt honum það! Við höfum alltaf getað talað saman og þegar okkur finnst eitthvað, þá segj- um við það bara hvor við ann- an. Ég held að kallinn hafi séð að hann hafi ekki verið að gera neina stórkostlega vit- leysu með því að hvetja til þess að ég yrði næsti formað- ur. Alla vega hef ég heyrt það á honum sjálfum og mínum félögum.“ Starfsgreina- skipting næst? – Núna eru miklar skipu- lagsbreytingar á undanförnum árum að baki. Liggur eitthvað fleira fyrir í þeim efnum? „Það sem til var sáð á sínum tíma var að öll félögin sem að nýja félaginu komu ættu full- trúa í stjórn. Þess vegna er stjórnin talsvert fjölmenn eða sautján manns í aðalstjórn fyrir utan varamenn. Á þessu stóra og erfiða svæði geta auð- vitað ekki nærri allir mætt á alla stjórnarfundi, sem við reynum að halda alltaf einu sinni í mánuði. Við höfum reynt að fara á staðina og halda stjórnarfundi þar á hverjum stað. En það næsta sem yrði gert hvað varðar skipulagsbreyt- ingar, og væri raunar það eina rétta, væri að skilgreina félag- ið sem starfsgreinafélag, þann- ig að það yrði deildaskipt eftir starfsgreinum. Í dag erum við með það deildaskipt eftir svæðum og hver deild ber enn- þá heiti gömlu félaganna. Þannig ber deildin í Reykhóla- hreppi ennþá nafnið Grettir, deildin á Patreksfirði ber enn Skjaldarheitið og svo fram- vegis allan hringinn. En þó að við færum að starfsgreina- tengja þetta, þá myndu þessi tengsl við svæðin ekki slitna. Fólkið sem hefur verið at- kvæðamest fyrir sínar starfs- greinar á sínu svæði myndi vera áfram í sínum trúnaðar- störfum. Það eru alveg hreinar línur. Skipulagið yrði einfald- lega betra að því leytinu til, að þá yrðu t.d. allir sjómenn á

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.