Bæjarins besta - 24.07.2008, Page 10
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 200810
STAKKUR SKRIFAR
Gildi og sannleikur
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
nokkra menn með sér í vinnu,
að verkefnin virðast vera næg.
Eins og staðan er núna ber
maður ekki sérstakan kvíð-
boga fyrir þeirri atvinnugrein.
Þegar uppsveifla er í samfé-
laginu, þá upplifum við ekki
eins gríðarlega uppsveiflu
hérna og verður á suðvestur-
horninu. Þar af leiðandi förum
við ekki fram af hengifluginu
eins og virðist vera að gerast
þar heldur förum við rólega
niður hæðina. Lendingin hjá
okkur verður þess vegna ekki
eins harkaleg og á suðvestur-
horninu.
Við sjáum það líka, að hér á
okkar svæði hafa verslun og
þjónusta heldur verið að
styrkjast. Við sjáum í ríkara
mæli að keðjuverslanir hafa
verið að eflast, svo sem hjá
N1, sem eru að verða meiri og
meiri þjónustuverslanir þar
sem öflugt móðurfyrirtæki
heldur utan um reksturinn.
Það erum við líka að sjá með
fleiri verslanir á svæðinu, eins
og Samkaup-Strax, sem eru
hér nokkuð víða, og Bónus,
að það er ekkert fararsnið á
þeim verslunum.
En það er vissulega áhyggju-
efni hjá smábátasjómönnum -
þeir eru nokkrir en ekki nærri
allir innan okkar vébanda -
hvað kvótaniðurskurðurinn
hefur haft gríðarleg áhrif.
Sumir hafa neyðst til að hætta
en hjá öðrum hefur orðið meiri
skuldsetning og erfiðara að
verða sér úti um kvóta. Þetta
bitnar líka á þeim hluta ferða-
þjónustunnar sem snýr að sjó-
stangaveiðinni, en hún hefur
verið gríðarleg lyftistöng fyrir
svæðið.“
Taxtar og
yfirborganir
„Hér hefur þegar á heildina
er litið verið ódýrara að stunda
rekstur en á suðvesturhorninu.
Ástæðan er sú, því miður, að
launaþróunin hér og syðra hef-
ur ekki haldist í hendur. Þetta
hefur meðal annars bitnað á
svæðinu að því leyti, að skóla-
fólk sem fer héðan í burtu til
framhaldsnáms hefur að námi
loknu ekki átt kost á sam-
bærilegum launum hér, jafn-
vel ekki fyrir sömu vinnu. Hér
er ég reyndar ekki aðeins að
tala um Vestfirði heldur lands-
byggðina yfirleitt. Hún hefur
dregist aftur úr.
Kjarasamningarnir sem voru
gerðir í febrúar síðastliðnum
voru hins vegar mjög mikils
virði fyrir landsbyggðina. Við
formenn félaga á landsbyggð-
inni drógum enga dul á það,
að þetta væru góðir samningar
fyrir okkar fólk. Hlutfallslega
breyttu þeir ekki svo mjög
miklu á höfuðborgarsvæðinu.
Þar var bróðurparturinn af
launþegum á öðru en taxta-
kaupi. Það þekkist í minna
mæli á landsbyggðinni að fólk
sé yfirborgað. Hér er meira
um að fólk sé á strípuðum
töxtum, sem er alger misskiln-
ingur hjá atvinnurekendum,
því að taxtar eru eingöngu til
að verja lágmarksréttindi laun-
þegans. Það er öllum frjálst
að semja um betra kaup og
betri kjör við sitt starfsfólk.
Þegar um gott starfsfólk er
að ræða er um að gera að um-
buna því til að halda því hjá
sér. Þetta er reginfirra margra
atvinnurekenda að þeim sé
nauðugur sá kostur að greiða
lágmarkstaxta. Það er alltaf
verið að kenna verkalýðsfé-
lögunum um að halda niðri
launum með því að við séum
að semja um þessa taxta. Þeir
eru hins vegar einungis til þess
að tryggja lágmarksrétt hvers
og eins launþega. Ekkert ann-
að. Tryggja að það sé ekki
verið að svína á honum.
Við upplifðum það mjög
sterkt í vetur, að bæði iðnaðar-
menn og verslunar- og skrif-
stofufólk hérna á svæðinu
báru töluvert meira úr býtum
en aðrir. Og ég segi: Það er
bara gott að fólk fái vel borg-
að. Spurt hefur verið hvers
vegna við hefðum ekki náð
þessu líka fyrir aðra. Það var
hins vegar erfiðara. Á höfuð-
borgarsvæðinu var mikið um
yfirborganir hjá iðnaðar-
mönnum og þó einkum skrif-
stofufólki. Þess vegna kostaði
hækkun lágmarktaxta nánast
ekkert þar. Hins vegar gaf
þetta fólki á landsbyggðinni
góðar kjarabætur þó að verð-
hækkanir á lífsnauðsynjum
hafi núna étið þær upp.“
Lítill tími fyrir
áhugamálin
– Hver eru helstu áhuga-
málin og viðfangsefnin í tóm-
stundum?
„Þau hafa ekki komist mik-
ið að hjá mér síðustu misserin.
Það hefur farið alveg gífurleg-
ur tími í félagsmálin. Í fyrra
þegar ég tók við formennsk-
unni í Verk-Vest var ég ennþá
í vinnu hjá Flugfélagi Íslands.
Ég var ekki búinn að fá mig
lausan því að það átti að vera
svo rólegt að taka við að sumri,
lítið um að vera, lítið að gerast.
En það var öðru nær. Hvert
verkefnið rak annað alveg
þangað til undirbúningur
kjarasamninga hófst. Ég átti
að fara í sumarfrí hjá Flugfé-
laginu í ágúst en þá hafði ég
verið að vinna þar á vöktum
og var svo alltaf á skrifstofu
Verk-Vest á frívöktunum. Ég
sá að það gengi aldrei upp að
vera bæði formaður verka-
lýðsfélagsins og jafnframt í
annarri vinnu. Ég komst ekki
í neitt sumarfrí í fyrra og áhuga-
málin komust ekkert frekar
að.
Linda spurði mig eitt sinn í
vetur hvort ég væri hættur í
hestamennskunni. Þá var ég á
kafi í kjarasamningunum. Þú
verður nú að gefa mér smás-
éns, sagði ég. En það hefur
verið helsta áhugamálið mitt
að vera með henni í hesta-
mennskunni. Ég sagði nú allt-
af við að það væri stússið í
kringum hestana sem skipti
mestu máli, að fara í hesthúsið
og gefa þeim og snúast í kring-
um þá. Útreiðartúrarnir voru
kannski ekki aðalatriðið. Ég
bý ennþá að því að hafa farið
á járninganámskeið og járna
því okkar hesta sjálfur, þó svo
hafi nú ekki verið í vetur.
Líka hef ég alla tíð verið
dálítið veikur fyrir stanga-
veiði, bæði sjóstangaveiði og
silungsveiði. Ég er enginn sér-
stakur laxakarl en silungurinn
hefur alltaf heillað mig.
Svo var það sportið sem ég
lagði að mestu á hilluna þegar
ég kynntist konunni, ég hafði
bara engan tíma til að stunda
það - það var golfið. Núna er
ég aðeins farinn að fikta við
það aftur eftir nánast tveggja
áratuga hlé. En það er eins og
annað, enginn tími til að
stunda þetta. Og fjölskyldan
er stór og henni þarf að sinna
líka. Þá reyni ég að gefa mér
tíma til að mæta á kóræfingar
hjá karlakórnum Erni sem og
æfingar hjá lúðrasveit Tón-
listarskóla Ísafjarðar, en þar
spila ég á trompet.
Starfið hjá Verk-Vest er
reyndar þess eðlis að maður
verður nokkuð samofinn því,
slítur sig aldrei almennilega
frá því. Það eru góðar auglýs-
ingar sem hafa komið frá
Verslunarmannafélagi Reykja-
víkur sem lýsa þessu ágæt-
lega, þar sem fólkið er að
burðast með vinnuna undir
hendinni. Linda sagði að ég
væri orðinn alveg eins í vetur
þegar mest gekk á kjarasamn-
ingunum. Kominn með papp-
írana upp í rúm á kvöldin,
kominn með vinnuna í rúmið.
En ég er að reyna að venja
mig af þessu og slíta mig frá
vinnunni. Það er nauðsynlegt
ef maður á ekki að brenna út í
starfi löngu fyrir aldur.“
Efnahagsmálin hafa verið fyrirferðarmikil að undanförnu, ekki að ósekju.
Þjóðin hefur um fátt annað hugsað enda hefur þrengt að ótrúlega góðum
lífskjörum. Öllum er hollt að muna sögu Biblíunnar um hin sjö feitu og hin
sjö mögru ár. Í lífinu skiptast oft á skin og skúrir. Aðeins hefur dregið ský
fyrir sólu, en fáir eru aðkrepptir að undanskildum þeim sem veðjað hafa á
erlend lán vegna kaupa á íbúðarhúsnæði. Flestum hlýtur að vera kleift að
skera aðeins niður lífsstílinn um sinn og hugsa sitt ráð og leita þess er
skiptir máli í lífinu. Því miður hafa mannleg gildi oft vikið í lífsgæða-
kapphlaupinu.
Fjölmiðlar hafa fjallað um að Kenýumanninum Paul Ramses skyldi
vísað úr landi. Auðvelt er að hneyskslast og taka þátt í mótmælum fólks
sem leggur fyrir sig að standa í slíku og nefna mætti atvinnumótmælendur.
Það leggur sig fram um að hafa uppi andmæli við flestu sem snertir fram-
kvæmd laga og réttar á Íslandi með alls kyns aðgerðum. Sem betur fer hefur
það rétt til og kemst upp með að þreyta almenning og aðra, verndað af lög-
reglu og lögum. Það þýðir hins vegar ekki að meirihluti almennra borgara
styðji málstað þeirra. Hann fær þó gott pláss í fjölmiðlum og oftast gagn-
rýnislaust.
Á Íslandi hafa menn rúmt frelsi til þess að koma skoðunum sínum á fram-
færi, óháð því hversu innihaldsríkar eða vel grundaðar þær eru. Það er fagn-
aðarefni. Undrun vekur þó hve fjölmiðlungar leggja á sig litla vinnu til að
kynna sér mál áður en talað er við mótmælendur. Kom það í ljós vegna burt-
sendingar mannsins frá Íslandi til Ítalíu í samræmi við Dyflinarsamningin
sem Ísland er þátttakandi í. Létt er að snúa aðgerðum ríkisstjórnar, sem eru
löglegar, upp í mannvonsku ef aðeins er litið á eina hlið máls.
Kenýamaðurinn og kona hans hafa dvalið ólöglega á Íslandi. Dvalarleyfi
hefur hún í Svíþjóð og getur snúið þangað og á að gera, en vill greinilega
taka lögin í sínar hendur. Hann dvaldi hér líka ólöglega á grundvelli vega-
bréfsáritunar frá Ítalíu. Verra er að af þeirra hálfu hefur ekki verið sagt satt
og rétt frá atvikum og atburðarás. Þá vaknar sá grunur að nýta hafi átt sér
samúð íslensks almennings, sem þrautreyndir mótmælendur með feril hafa
kynt undir.
Miskunnsemi er góð, en gæta þarf samræmis og jafnræðis. Vilji Íslendingar
opna landið upp á gátt fyrir fólki, sem ákveður sjálft hvort það er pólitískir
flótta-menn er hollt að hafa í huga að fyrr en varir mun straumurinn verða
endalaus. Geðþóttaákvörðun á vart við þótt auðvelt sé að hafa samúð með
fólki. Hvert mál þarf að skoða og hafa í huga að samhengið við Evrópu er
mikið. Við skulum virða það að óbreyttum lögum. Gildin eru mörg og
misjöfn.
Eitt gildanna er jafnræðisreglan sem ekki er leikfang.