Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2008, Page 11

Bæjarins besta - 24.07.2008, Page 11
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 11 Mun ekki beita sér fyrir frekari fram- lögum til nýbyggingar Byggðasafnsins Menntamálaráðuneytið mun ekki beita sér fyrir frekari framlögum til nýbyggingar Byggðasafns Vestfjarða sam- kvæmt bréfi frá menntamála- ráðuneytinu sem lagt var fyrir á fundi bæjarráðs fyrir skemmstu. Í bréfinu kemur meðal annars fram að verk- efnið hefur notið framlaga úr ríkissjóði umfram það sem fólst í samning þess efnis sem var undirritaður árið 2004. Í þeim samning kom fram að ríkissjóður skyldi leggja fram kr. 35.041.827 til verksins og Menntamálaráðuneytið mun ekki beita sér fyrir frekari framlögum til nýbyggingar Byggðasafns Vestfjarða. var sú upphæð að fullu greidd fyrir árslok 2005. Samkvæmt bréfinu eru framlög ríkisins til nýbyggingarinnar nú kom- in í rúmar 50 milljónir króna en samkvæmt safnalögum er gert ráð fyrir að framlag úr ríkissjóði til að afla húsnæðis fyrir safn geti numið allt að þriðjung kostnaðar. Samkvæmt upplýsingum í greinargerð Byggðasafns Vestfjarða nam framlag Ísa- fjarðarbæjar til nýbyggingar- innar á tímabilinu 2004-2006 33 milljónum króna. Í greinar- gerðinni kemur einnig fram að heildarkostnaður við bygg- inguna var orðinn kr. 60.402.793 í árslok 2005, en hlé hefur verið á framkvæmd- um frá því sumri. Í bréfinu segir að það sé því ljóst að ríkissjóður hafi lagt fram um 60% af þeim fram- lögum sem hafa verið veitt til nýbyggingar safnhúss Byggðasafns Vestfjarða og að „ráðuneytið mun því ekki beita sér fyrir frekari framlög- um til verkefnisins“. – nonni@bb.is Böðvar Sigurbjörnsson, einn rekstraraðila skemmti- staðarins Krúsarinnar á Ísa- firði, fagnar styrkveitingu Ísfjarðarbæjar til Kaffi Edin- borgar. Bæjarráð samþykkti að styrkja fjölskylduskemmt- un Kaffi Edinborgar síðasta laugardag um 50 þúsund krónur. Stærsta númer skemmtunarinnar er Euro- bandið en auk Eurovision- faranna kemur Morrinn og hljómsveitin Apollo fram. Um kvöldið mun Eurobandið spila á balli í Edinborgarhúsinu. „Við hljótum að fagna því að hægt er að fá styrki frá bænum til að fá ballhljómsveitir til Ísafjarðar. Ég og mín fjöl- skylda höfum verið í þessum bransa í tuttugu ár og aldrei dottið í hug að sækja um styrki til bæjarins“, segir Böðvar. Hann segir að nú muni hann fara í það af krafti að bóka stærstu ballhljómsveitir Ís- lands og ætlar jafnframt að sækja um styrki til bæjarins. „Við fáum þá böndin til að spila fyrir utan Krúsina um daginn fyrir gesti og gangandi og þá er komin ljómandi fjölskylduskemmtun.“ Böðvar segist undrast hvað styrkbeiðni Kaffi Edinborgar var afgreitt með miklum flýti eða í sömu viku og skemmt- unin verður haldin. Hann býst við að Krúsin fái sambærilega flýtimeðferð. – smari@bb.is Gangi áætlun Böðvars fram verða haldnar fjölskylduskemmtanir fyrir framan Alþýðuhúsið. Krúsin fagnar styrkveit- ingu til Kaffi Edinborgar Vinnubúðir á snjó- flóðahættusvæði boði fyrir verktakann. „Við gerum okkur grein fyrir því að búðirnar eru á snjóflóða- hættusvæði en staðsetningin er sú eina sem er í boði og er á því svæði sem Vegagerðin úthlutaði okkur“, segir Rúnar. Hann leggur áherslu á að aðalvinnubúðir Ósafls og þær sem svefnaðstaða starfsmanna verður, er í Bolungarvík en ekki í Hnífsdal. Ekki er ósennilegt að rýma þurfi búðirnar í einhver skipti vegna snjóflóðahættu og segir Rúnar að menn geti lifað við það. „En ef við þurfum að rýma búðirnar oft þá fer það að valda okkur vandræðum“, segir Rúnar. – smari@bb.is Vinnubúðir verktakafyrir- tækisins Ósafls, sem vinnur að gerð Bolungarvíkurganga, eru staðsettar undir Búðargili í Hnífsdal sem er mikið og þekkt snjóflóðasvæði. Engin svefnaðstaða verður í búðun- um í Hnífsdal heldur verður þar verkstæði, matssalur og aðstaða fyrir eftirlit. Jóhann Birkir Helgason bæjartæknifræðingur segir að Veðurstofan og Ísafjarðarbær hafi verið í samstarfi með þetta mál og gert verktakanum ljóst að þetta sé ekki æskileg staðsetning fyrir vinnubúðir. Að sögn Rúnars Jónssonar, staðarstjóra Ósafls, er þessi staðsetning sú eina sem var íVinnubúðirnar eru staðsettar beint undir Búðargili.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.