Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2008, Side 12

Bæjarins besta - 24.07.2008, Side 12
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 200812 Páll Pálsson fjórði aflahæstur Páll Pálsson ÍS landaði fjórða mesta aflaverðmæti íslenskra ísfisktogara á síðasta ári. Aflaverðmæti Páls var 572 millj. króna. Mestu aflaverðmæti landaði Suðurey VE eða 621 millj. króna. Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem byggð er á nýbirtri skýrslu Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti einstakra skipa á árinu 2007. Páll Pálsson ÍS er gerður út af Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru Hf. Skipið var smíðað í Japan árið 1972 fyrir Hraðfrystihúsið í Hnífsdal og hefur skilað sínu og gott betur á þeim 36 árum sem eru liðin frá fyrstu veiðiferð skipsins. Páll Pálsson ÍS á veiðum. „Frábær og flottur fjölskyldudagur“ Ísfirska hljómsveitin Apollo var meðal þeirra sem skemmtu gestum. Fjölmenni sótti fjölskyldu- skemmtun í Edinborgarhús- inu á Ísafirði á laugardag. Fram komu Evróvisjónfararn- ir í Eurobandinu, götuleikhús- hópurinn Morrinn og ísfirska hljómsveitin Apollo. „Þetta var rosalega skemmtilegur og flottur dagur. Um 400 manns komu og fengu sér grillaða pylsu og hlýddu á skemmti- atriði. Það var líka frábært að fá Eurobandið sem spilaði frítt á fjölskylduskemmtuninni og héldu uppi góðu stuði. Bæði börn og fullorðnir dönsuðu fram eftir degi“, segir Erik Newman, vert á kaffi Edin- borg og skipuleggjandi fjöl- skylduskemmtunarinnar. Að sögn hans var Euro- bandið mjög ánægt með heim- sóknina til Ísafjarðar. „Grétar Örvarsson, umboðsmaður Eurobandsins, vildi þakka kærlega fyrir góðar móttökur en þeim fannst frábært að sjá hversu margir komu á fjöl- skyldutónleikana og eins dansleikinn um kvöldið og sagðist vonast til að geta endurtekið leikinn að ári. Tæplega 400 gestir komu á ballið og dönsuðu margir frá fyrsta lagi til hins síðasta.“ Fjölskylduskemmtunin var í boði Kaffi Edinborgar, Spari- sjóðs Vestfirðinga, Ísafjarðar- bæjar og Landflutninga. „Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að og styrktu þessa fjölskylduhátíð og vona að við getum endur- tekið svona flottan fjölskyldu- dag að ári“, segir Erik. Boðið var til grillveislu. Eurobandið. Fjölmenni sótti skemmtunina.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.