Bæjarins besta - 24.07.2008, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 15
Sælkeri vikunnar er Lína Þóra Friðbertsdóttir í Hnífsdal
Hrísgrjónaréttur
og ljúffeng kaka
Sælkeri vikunnar býður upp
á dýrindis hrísgrjónarétt með
kjúkling. Einnig býður hún
upp á uppskrift af einfaldri en
ljúffengri köku sem ætti ekki
að svíkja neinn kökuunnanda.
Lína var beðin með afar litlum
fyrirvara um að hlaupa í skarð-
ið og koma með uppskrift í
blaðið sem hún gerði með
glæsibrag.
Hrísgrjónaréttur
2 pokar af hrísgrjónum
Kjúklingabringur
2-3 dósir af kjúklingasúpu
1 Paprika
1 dós sveppir
1-2 tsk majones
2 dl mjólk eða rjómi
Smá ost saman við
Sjóðið hrísgrjónin og steik-
ið kjúklinginn. Blandið síðan
öllu saman í skál og hrærið
vel saman. Setjið í eldfastamót
og setjið svo ost ofan á og
hitið í ofni.
Fín kaka í eftirrétt
2 Betty Crocker
½ l þeyttur rjómi
2-3 bananar
Súkkulaðispænir
Bakið tvo Betty Crocker
brúna botna. Blandið saman
þeytta rjómann, bönunum og
slatta af súkkulaði spænum
setjið á milli.
Glassúr ofaná kökuna:
500 g flórsykur
2-3 msk kakó
Slatti af kaffi
2 tappar vanilludropar
Setjið á kökuna og stráið
kókosmjöli yfir.
Ég skora á Jónu Björk
Brynjarsdóttur á Þingeyri að
verða næsti sælkeri vikunnar.
frjálsum ef áhuginn er til
staðar.
Það er enn í dag fólk á Ísa-
firði sem veit ekki að það sé
æfð glíma hér. Þegar maður
kveikir á sjónvarpinu sér
maður fótbolta og körfubolta
og þannig. Bara lítill hluti af
samfélaginu veit að glíma sé
til en aðrir halda að hún sé
útdauð og eigi heima á safni.
Það er alls ekki rétt og glíman
lifir góðu lífi í dag“, segir
Brynjólfur.
– Fyrsta heimsmeistaramót
IGA í íslenskri glímu sem
fram fer í Danmörku dagana
9.-12. ágúst. Landsliðshópur
Íslands hefur á að skipa 24
glímumönnum og -konum, og
þar af fjórum Harðverjum,
sem munu etja kappi við
glímumenn frá 12 löndum og
þremur heimsálfum.
„Fimmtán þjóðir sem keppa
í íslenskri glímu, lausatökum
og hryggspennu. Það verða
yfir 120 keppendur og þar af
eru Rússarnir með flesta
keppendur. Íslendingar eru
eina þjóðin sem sendir kepp-
endur í alla flokka. Fjórir Ís-
firðingar voru valdir en það er
sem sagt ég, Steinar Bjarki
Marinósson, Auðunn Elvars-
son, Arnar Halldórsson. Mót-
ið fer fram á víkingasafni rétt
hjá Hróaskjöldu og áætlað er
að um 10.000 manns muni
koma að horfa á“, segir Bryn-
jólfur.
–Þetta verður ekki í fyrsta
sinn sem Brynjólfur er sendur
út í heim til að keppa í glímu.
„Ég fór á glímusýningu í
Noregi, þar sem ég sýndi
glímu fyrir fleiri manns í vík-
ingaþorpi. Þar voru menn sem
hafa það að starfi að vera vík-
ingar og ferðast um heiminn
til að sýna fangbrögð og slíkt.
Síðan keppti ég fyrir þremur
mánuðum á Evrópumeistara-
móti á Kanaríeyjunum í gúren,
en það er íþrótt sem er svipuð
og júdó. Svo áttum við að fara
til Eþíópíu að keppa í belt
wrestling en þá brutust óeirð-
irnar út“, segir Brynjólfur og
að þeim orðum slepptum er
viðtalinu slitið og systkinin
sýna blaðamanni hina fjöl-
mörgu verðlaunagripi og –
peninga sem þau hafa unnið.
Taka undir áskorun
Riley hjónanna
Guðmundur M. Kristjáns-
son hafnarstjóri segist geta
tekið undir áskorun Jean og
Roger Riley um að það vanti
fleiri útibekki og borð fyrir
ferðamenn en segir það er ekki
á könnu hafnarinnar. Hjá
Heimi Hanssyni, forstöðu-
manni Upplýsingamiðstöðvar
ferðamanna, fengust þau svör
að fjölgun bekkja væri hlutur
sem vert væri að skoða.
Heimir bendir á að þegar
komið er upp í bæ séu talvert
að bekkjum. Til dæmis á
Silfurtogi, við verkalýðshúsið
og kirkjuna sem og við kaffi-
hús bæjarins. „En þegar kom-
ið er á hafnarsvæðið fer þeim
ört fækkandi og það mætti
alveg koma fyrir bekkjum á
gönguleiðinni frá skemmti-
ferðaskipunum og upp í bæ.
En það er annað mál að það er
ekkert meira viðeigandi þegar
þú ert niður á höfn að tylla sér
á bryggjupolla og njóta út-
sýnisins“. segir Heimir.
Ensku hjónin Roger og Jean
Riley sem komu til Ísafjarðar
með skemmtiferðaskipinu
Thompson Celebration skora
á bæjaryfirvöld að bæta að-
stöðu fyrir farþega skemmti-
ferðaskipa. Roger og Jean eru
bæði komin vel yfir miðjan
aldur og segja þau skort á
bekkjum í bænum og í kring-
um hafnarsvæðið vera baga-
legan fyrir eldra fólk. Sjálf
tylltu þau sér á hnalla og
brunnlok á höfninni til að
kasta mæðinni og ekki síður
til að setjast niður og njóta
útsýnisins milli fjalla blárra
sem þau segja vera stórfeng-
legt.
– smari@bb.is
Roger og Jean tylltu sér á brunnlok á Ásgeirsbakka.
Ensk hjón skora á bæinn
Þetta telst vart viðunandi aðstaða.
Þátttakendur í Reykjavík-
urmaraþoni Glitnis sem fram
fer þann 23. ágúst geta
safnað áheitum og hlaupið í
þágu líknarfélaga, þar á
meðal Krabbameinsfélags-
ins Sigurvon á norðanverð-
um Vestfjörðum. Fjárhæð
áheita sjálfstæð ákvörðun
hvers þátttakanda fyrir sig.
„Um leið og við óskum
Vestfirskum hlaupurum og
öllum öðrum sem þátt taka í
hlaupinu góðs gengis viljum
við þakka fyrir að fá að vera
með í þessu frábæra verk-
efni“, segir í tilkynningu frá
Sigurvon. Krabbameins-
félagið Sigurvon er áhuga-
mannafélag rekið fyrir vel-
vild almennings.
Hlauparar geta skráð sig á
marathon.is og valið vega-
lengd og góðgerðarsamtök
sem eiga að njóta góðs af
Geta hlaupið til
styrktar Sigurvon
hlaupinu. Þannig geta vinir
og velunnarar hlauparanna
heitið á þá og hvatt þá til
dáða á sama tíma og gott
málefni er styrkt.
Fjöldi Vestfirðinga
tekur þátt í Reykja-
víkurmaraþoninu ár
hvert. Ísfirðingurinn
Kristbjörn Sigurjónsson
hljóp heilt maraþon á
síðasta ári.
Helgarveðrið
Horfur á föstudag,
laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og fremur hlýtt í
veðri, einkum norðan- og
vestanlands. Rigning öðru hverju
sunnan- og vestanlands, en
annars bjart með köflum.
Um 100 manns í Dalaportinu
Um 100 manns sóttu Dalaportið sem haldið var í hlöðunni á Heimabæ í Arnardal á laugardag. „Við
erum hæst ánægð og ætlum að endurtaka leikinn í haust og svo ætlum við að vera með jólamarkað
fyrir jólin“, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, hjá ferðaþjónustunni Arnardal sem stóð að Dalaportinu.
Um var að ræða allsherjar bílskúrssölu þar sem Kolaportstemning sveif yfir vötnum eins og nafnið
gefur til kynna. Að auki var boðið upp á kökuhlaðborð í Fjósinu á Heimabæ. „Fólkið sem kom á
laugardaginn var í sól og sumaryl í dalnum fagra og börnin voru rosa kát að fá að leika úti í sveitinni
og heimabaksturinn rann ljúflega niður“, segir Anna Sigríður.