Bæjarins besta - 25.09.2008, Side 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk
Fimmtudagur 25. september 2008 · 39. tbl. · 25. árg.
Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík
í opnuviðtali um erfiða stöðu bæjarfélagsins,
hugsanlega sameiningu sveitarfélaga á norð-
anverðum Vestfjörðum, gríðarlega möguleika
í þorskeldi og sitthvað fleira
Sveitarfélögin
verði sameinuð
– að því tilskildu að
fólkið sjálft vilji
Byrjað að bora eftir heitu vatni
Borun eftir heitu vatni í
Tungudal í Skutulsfirði hófst
aðfaranótt mánudags. „Menn
voru alla síðustu viku að stilla
bornum upp“, segir Sölvi Sól-
bergsson, framkvæmdastjóri
orkusviðs hjá Orkubúi Vest-
fjarða. „Borinn og búnaðurinn
sem fylgir honum er um 300
tonn og mikið verk að stilla
þessu upp.“ Gert er ráð fyrir
því að borunin taki rúman
mánuð héðan í frá, þannig að
henni ætti að vera lokið um
mánaðamótin október-nóv-
ember. Sölvi segir að hér sé
um svokalla stefnuborun að
ræða. „Fyrst verður borað lóð-
rétt niður á 350 metra en síðan
verður borað um 35 gráður út
úr lóðlínu þannig að á þúsund
metra dýpi ætti lengd holunnar
að vera eitthvað um 1200
metrar. Í útboði var gert ráð
fyrir að heildarlengdin gæti
orðið talsvert meiri en það.“
Sölvi segir að reynt verði
að þvera sprunguna þar sem
leitað er að vatni með því að
halla borstönginni. Hann segir
að þetta sé ein af fyrstu holun-
um þar sem þessari aðferð er
beitt í lághitaleit. Hins vegar
sé hún orðin algeng í háhitan-
um. „Þessi aðferð að þvera
sprungur gefur betri raun en
vera lóðrétt í þeim“, segir hann.
Verkið mun kosta á bilinu
150 til 200 milljónir króna.
Um síðustu mánaðamót var
tilkynnt að Orkubú Vestfjarða
hefði fengið 102 milljóna
króna lánveitingu úr Orku-
sjóði til að leita að heitu vatni
í Tungudal en það er hæsta
upphæð sem veitt verið úr
sjóðnum í eitt verkefni. „Þetta
er áhættuverkefni þótt ég telji
meiri líkur en minni að það
heppnist“, sagði Kristján Har-
aldsson orkubússtjóri þegar
greint var frá láninu frá Orku-
sjóði. Ef borunin reynist ár-
angurslaus eða árangur mun
lakari er gert er ráð fyrir hefur
iðnaðarráðherra heimild til að
fella niður endurgreiðslu-
skyldu lánsins.
– htm@snerpa.is
Borun eftir heitu vatni í Tungudal í Skutulsfirði hófst aðfaranótt mánudags.
Uppgræðsla á snjó-
flóðavarnargarðinum fyr-
ir ofan Múlaland í Skut-
ulsfirði hefur ekki gengið
vel. Verkinu hefur ekki
verið sinnt sem skyldi og
er þörf á stórtækari að-
gerðum til að ná gróður-
ástandi hans í þokkalegt
form að sögn Jóhanns
Birkis Helgasonar for-
stöðumanns tæknideildar
Ísafjarðarbæjar.
„Ísafjarðarbær mun
fara í samstarf við Land-
græðsluna á næsta ári.
Vonum við að það muni
nást betri árangur í upp-
græðslu hans með fag-
þekkingu starfsmanna
hennar,“ segir Jóhann
Birkir.
„Reynt var að handsá í
varnargarðinn eftir að
verktakinn kláraði sinn
hluta verksins en það er
þörf á stórtækari aðgerð-
um til að ná betri árangri
í uppgræðslu hans. Að
hluta til næst aldrei að
græða allan varnargarð-
inn upp vegna þess að
efsti hluti hans er einung-
is klöpp og festir ekki
gróður þar. Ég tel þörf á
að leggja vatnslögn að
varnargarðinum til að
geta vökvað hann svo
gróður geti dafnað. Á
næsta ári vonumst við
eftir miklum framförum
í uppgræðslu hans,“ segir
Jóhann Birkir.
Uppgræðsl-
an mistókst