Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Page 2

Bæjarins besta - 25.09.2008, Page 2
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 20082 Afmælisfagnaður Í tilefni af 40 ára afmæli Hamraborgar er boðið til afmælisfagnaðar í Arnardal, laug- ardaginn 27. september kl. 20:00-24:00. Allir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Hamraborgar og hótels Hamrabæjar eru hjartanlega velkomnir. Vinsamlegast skrá- ið ykkur í síma 456 3166 eða á netfangið hamraborg@heimsnet.is. Rútuferð verður frá Hamraborg kl. 20:00 og heim að veislunni lokinni. Hætt var við fyrirhugaða óvissuferð Nemendafélags MÍ, sem vera átti á föstudag í síð- ustu viku. Jón Reynir Sigur- vinsson skólameistari MÍ seg- ir að ekki sé hægt að leyfa slíka ferð í nafni skólans vegna orðspors hennar undan- farin ár. „Ég lít svo á að mörg undanfarin ár hafi alltaf verið uppákomur og eftirmál. Um- gengi og umgjörð þessarar ferðar hefur verið með þeim hætti að ég vil ekki bendla skólann við slíkar ferðir. Nem- endur skólans verða að fara að taka sig á hvað þetta varð- ar,“ segir Jón Reynir. „Ég vil ekki að foreldrar unglinga sem eru ekki orðnir 18 ára geti skrifað upp á leyfi til þess að fara í ferðir sem eru ekki undir annarri yfirskrift en að fara á fyllerí“. Jón Reynir segir að það hafi ekki dugað til að hafa herta gæslu eins og hafi verið reynt áður. „Þrátt fyrir kennarafylgd og nánast gjörgæslu með lög- reglu- og björgunarsveitar- mönnum voru samt nemendur sem voru drukknir og einnig þeir sem höfðu aldrei drukkið áður og þurfti að senda þá heim í lögreglufylgd. Til þess að hægt sé að halda svona ferð verðum við að sjá breyt- ingu í hegðun nemenda til batnaðar, og ég hef fulla trú á því,“ segir Jón Reynir. „Þetta kemur okkur afar spánskt fyrir sjónir,“ segir Brynjólfur Óli Árnason for- maður NMÍ. „Sérstaklega vegna þess að í upphafi skóla- árs þegar við settumst niður með stjórn skólans og rædd- um þessa ferð, mælti hann með því að við færum frekar í Reykjanes heldur en á aðra staði. Þannig að það var ekki að heyra í honum að hann ætlaði að slá óvissuferðina af þá,“ segir Brynjólfur. „Það er mikill pirringur í nemendum skólans vegna þessa og út af busuninni og við bíðum átekta með hvað hann bannar næst. Verður það kannski Skrall- ið?,“ segir Brynjólfur. Hætt við óvissuferð NMÍ vegna slæms orðspors nemenda skólans Vatnsútflutningsfyrirtæki hafa sprottið upp í ýmsum landshlutum á síðustu árum . Öðru hverju berast fréttir af undirbúningi vatnsútflutnings frá Hafnarfirði, Fjarðabyggð og Rifi á Snæfellsnesi og jafn- vel fleiri stöðum en fremur lítið hefur heyrst af gangi mála hjá Brúarfossi ehf. sem hygg- ur á vatnsútflutning frá Ísa- firði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, veit hins vegar ekki til annars en undirbúningurinn gangi samkvæmt áætlun. „Við gerð- um samning við Brúarfoss í mars síðastliðnum og sam- kvæmt honum hefur fyrirtæk- ið tíma til loka apríl 2010 til þess að komast í full afköst í vatnsútflutningi. Fyrirtækið hefur níu mánaða svigrúm frá því að samningurinn var und- irritaður til að leggja fram áætlanir um uppbyggingu svo að við getum tekið tillit til þeirra við endurskoðun á okk- ar aðal- og deiliskipulagi. Við þurfum auðvitað nokkuð rúm- an tíma til að breyta gildandi skipulagi. Enn bendir ekkert til annars en að áætlanir Brú- arfoss standist enda þurfa þeir ekki að leggja fram áætlanir sínar samkvæmt framansögðu fyrr en um áramót“, segir Hall- dór. „Forsvarsmenn Brúarfoss hafa greint okkur frá því að fyrirtækið hafi fengið húsnæði við Sindragötu á Ísafirði þar sem búið er að leggja inn sér- staka mjög afkastamikla vatns- lögn á kostnað fyrirtækisins. Jafnframt er fyrirtækið komið með starfsmann í hlutastarfi á Ísafirði og hefur gefið okkur þær upplýsingar að stefnt sé að því að fyrsta tilraunasend- ingin fari utan jafnvel í þess- um mánuði. Ef við miðum okkur við aðra staði, þá hefur undirbúningur að vatnsút- flutningsverkefninu á Rifi sta- ðið í fjögur-fimm ár og hefur dregist um líklega tvö-þrjú ár frá því sem áætlað var, þannig að það er komið langt á eftir áætlun“, segir Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar. Hann kveðst hins vegar ekki þekkja gang þessara mála í Fjarðabyggð eða í Hafnar- firði. – htm@snerpa.is Undirbúningur vatnsútflutn- ings frá Ísafirði á áætlun Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar mundar hér pútterinn. Nýr púttvöllur á Torfnesi á Ísafirði var formlega vígð- ur á föstudag. Við opnunina fluttu Björn Helgason, for- maður púttvallarnefndar, Halldór Hermannsson, for- maður Félags eldri borgara á Ísafirði, og Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar ávörp. Að vell- inum koma Golfklúbbur Ísafjarðar, Félag eldri borg- ara og Ísafjarðarbær. Um er að ræða stærsta púttvöll sinnar tegundar á landinu. Völlurinn er um 80 metrar á lengd en framkvæmdir hófust síðasta haust. Staðsetning vallarins þyk- ir til fyrirmyndar, en hann er bæði miðsvæðis og ná- lægt sjúkrahúsinu og dval- arheimilinu Hlíf, að ekki sé minnst á leikskólann. Pútt- völlurinn hefur lengi verið á dagskrá og stóð til að byggja hann fyrir þremur árum, en vegna annríkis iðnaðarmanna var verkinu frestað. – thelma@bb.is Nýr púttvöllur vígður á Torfnesi Nýr púttvöllur var vígður á Torfnesi á föstudag. Kristján Möller, samgöngu- ráðherra segir ljóst að strand- flutningar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar geti ekki staðið undir sér nema með styrk frá ríkinu að undangengnu út- boði. Eins og greint hefur ver- ið frá hefur Eimskip hafið strandsiglingar til Ísafjarðar en um er að ræða tilrauna- verkefni til þriggja mánaða. Kristján segir ánægjulegt að þessi tilraun sé hafin. Undan- farin ár hafa strandsiglingar verið stopular; nokkur fyrir- tæki hafa reynt fyrir sér með þær, einkum milli Reykjavík- ur og Vestfjarða, en horfið frá þar sem flutningarnir hafa ekki staðið undir sér. Vöruflutningar um land allt hafa færst á flutningabíla og umferð þeirra orðið mikil á vegakerfinu. Undan því hefur verið kvartað, bæði vegna mikils vegaslits og vegna slysahættu. Kristján Möller segir talsverðan áhuga vera fyrir að taka aftur upp strand- siglingar, ekki síst vegna álagsins á vegi og umferð og hann hefur átt fundi með full- trúum skipafélaganna. Frá þessu segir í fréttum Svæðis- útvarps Vestfjarða. – thelma@bb.is Strandsiglingar geta ekki staðið undir sér nema með styrk frá ríkinu Reykjafoss skip Eimskipa við bryggju á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.