Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Qupperneq 3

Bæjarins besta - 25.09.2008, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 3 Rafvirki/ rafveituvirki Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til fjölbreyttra starfa í vinnuflokki OV á Ísa- firði. Störfin felast meðal annars í almenn- um nýframkvæmdum og viðhaldi á rafbún- aði dreifi-, aðveitu- og kyndistöðva, upp- setningu og viðhaldi iðntölvustýringa í að- veitu- og kyndistöðvum, uppsetningu og viðhaldi á há- og lágspennubúnaði og reglubundnu eftirliti með fjölbreyttum stýri- búnaði veitunnar auk annarra tilfallandi starfa við rafveitur. Menntunarkröfur: Sveinspróf í rafvirkjun eða rafveituvirkjun. Reynsla af störfum við rafveitur er æskileg, en ekki skilyrði. Nauðsynlegt er að viðkom- andi geti unnið sjálfstætt sem og í hóp. Ófaglærður starfs- maður í vinnuflokk Orkubú Vestfjarða leitar að duglegum einstaklingi sem hefur gaman af að takast á við fjölbreytt verkefni. Störfin felast meðal annars í vinnu við nýlagnir og viðhald, jafnt innanbæjar sem og í sveitum og ferða- lögum um fjöll og firnindi til vinnu við línur og strengi, jafnt að sumri sem vetri. Við- komandi þarf að hafa gaman af útiveru og ævintýrum. Meirapróf og vinnuvélaréttindi er kostur en ekki skilyrði. Hæfniskröfur: Hæfileg lífsreynsla og almenn skynsemi. Viðkomandi mun fá þjálfun í starfi, jafnt í viðhaldi innanbæjarkerfa sem og í línu- vinnu. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt sem og í hóp. Nánari upplýsingar veitir verkstjóri í raf- veituflokki Orkubús Vestfjarða á Ísafirði, Henrý Bæringsson í síma 450 3202 og 894 0899. „Við erum bara að reka okk- ar fyrirtæki alveg eins og við höfum gert síðan 1941. Auð- vitað erum við búnir að fara í gegnum ótal gengisbreytingar upp og niður á þeim tíma“, segir Einar Valur Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Hrað- frystihússins Gunnvarar hf. þegar hann er spurður um áhrifin af falli krónunnar á reksturinn. Margir hafa talið að gengishrunið hafi gósentíð í för með sér fyrir útgerðina og útflutning á fiski og fisk- afurðum. „Auðvitað aukast tekjur fyrirtækisins, en þó sér- staklega tekjur sjómannanna þar sem mjög aukinn olíu- kostnaður svo og annar kostn- aður fellur allur á útgerðina. Að því leyti fara hagsmunir fyrirtækisins og sjómanna saman. Landverkafólkið nýtur hins vegar ekki góðs af þessu. En við skuldum náttúrlega í erlendum gjaldmiðlum og skuldirnar hækka að sjálf- sögðu hjá okkur eins og allir vita“, segir Einar Valur. „Við fylgjumst auðvitað með umræðunni í þjóðfélag- inu um gjaldeyrismálin. Vand- inn er sá að við verðum að afla meira en við eyðum. Það er grundvöllurinn í rekstri bæði hjá fyrirtækjum og ein- staklingum. Við reynum að haga seglum þannig. Þess vegna er dálítið gaman að fylgjast með evru-umræð- unni. Það er eins og menn telji að við það eitt að taka upp evru muni allt lagast. Eins og einhver sagði: Það breytir engu um líðan sjúklingsins hvort hann er mældur með Fahrenheit eða Celsíus, sjúk- dómurinn verður ennþá til staðar – við höfum eytt meiru en við höfum aflað. Vissulega er ágætur skriður hjá okkur sem stundum út- flutning núna, en við höfum áhyggjur af ástandinu. Við erum í samfélagi þar sem öll- um þarf helst að líða nokk- uð bærilega. Við höfum líka miklar áhyggjur af því að það skuli ekki mega veiða nema 130 þúsund tonn af þorski. Það eru hinar stóru áhyggjur. Þetta veldur því að við getum ekki aflað þjóðarbúinu meiri tekna. Við hefðum viljað gera betur, höfum til þess tæki og tól. Við vitum að það munar um þann gjaldeyri sem sjávar- útvegurinn aflar, auk þess sem talið er að hvert eitt starf í sjávarútvegi skapi þrjú önnur, því má ekki gleyma. Ég hef hamrað á þessu við bankamenn og sérfræðinga – það er ekki nema ár síðan Við- skiptaráð var að tala niður til sjávarútvegsins. Þeir voru að hneykslast á því að menn skyldu voga sér að skjóta hval – með því væri verið að spilla fyrir útrásinni. En menn verða að átta sig á því að það hefði aldrei orðið nein útrás ef ekki hefðu verið stundaðar fisk- veiðar og hvalveiðar við Ís- land. Ég er hræddur um að menn hafi farið fram úr sér í þessum efnum“, segir Einar. Segir ástandið í gengismál- um ekki ganga til lengdar Aðsóknin að Byggðasafni Vestfjarða eykst nokkuð Aðsókn að Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði var heldur meiri í sumar en í fyrra, að sögn Jóns Sig- urpálssonar forstöðu- manns. „Síðustu ár hefur aðsóknin verið heldur að aukast. Fyrir nokkrum árum stóð gestafjöldinn í stað og jafnvel var einhver fækkun milli ára en núna er þetta heldur upp á við“, segir hann. Hlutföllin milli innlendra og erlendra gesta eru nánast jöfn og hefur svo verið um árabil. Engar byltingar eru vænt- anlegar á safninu fyrir ferðamannatíðina á næsta ári. „Við reynum hins vegar alltaf að bæta ein- hverju við á hverju ári og koma með nánari útfærsl- ur á því sem við erum með. Við leggjum sérstaka áherslu á sjávarútvegs- þáttinn í safninu og mun- um halda því áfram, bæði hvað varðar bátana og saltfiskvinnsluna.“ Veitingareksturinn í Tjöruhúsinu gamla hefur sett skemmtilegan svip á svæði Byggðasafnsins í Neðstakaupstað á Ísafirði. Hann hefur um árabil verið í höndum hjónanna Magnúsar Haukssonar og Ragnheiðar Halldórs- dóttur og segist Jón Sig- urpálsson eindregið vona að svo verði áfram á næsta ári. „Þau hafa byggt þetta upp og hlotið alþjóðlega athygli og viðurkenningu fyrir“, segir Jón Sig- urpálsson. – htm@snerpa.is Byggðasafn Vestfjarða er til húsa í Neðstakaupstað. Fjallabræður þóttu standa sig frábærlega á tónleikum þeirra á Tónlistardeginum mikla á Ísafirði á laugardag. Má það þakka góðri undirbúningsvinnu sem þeir lögðu á sig fyrir tónleikana. Þeir byrjuðu á því að hittast á Vagninum á Flateyri þar sem farið var yfir mikilvæg málefni fyrir tónleikana. Síðan var boðið upp á kjötsúpu og nýmjólk til að hlaða inn allri þeirri nauðsynlegu karlmennsku sem þarf til að flytja Fjallabræðralögin. Mældist hún vel fyrir og var haft á orði að krafturinn sem henni fylgdi nægði til að flytja fjöll. Svo hoppaði allur kórinn upp í rútu sem flutti þá beint í hljóðprufu í Edinborgarhúsið á Ísafirði. Fullt var út úr dyrum í Edinborgarhúsinu þegar Fjallabræður hófu upp raust sína. Fluttu þeir sitt eigið efni við mikið lof áhorfenda og leiddu svo gesti í fjöldasöng á lagi Magnúsar Þórs Sigmunds- sonar „Ísland er land þitt“. Að tónleikunum loknum var aftur haldið á Vagninn á Flateyri þar sem Fjallabræðrabandið lék fyrir dansi fram á rauða nótt. – birgir@bb.is Fjallmyndarlegir á sviði

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.