Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Side 4

Bæjarins besta - 25.09.2008, Side 4
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 20084 Verkefnastaða steypufyrir- tækisins Ásel hefur verið góð í sumar að sögn Grétars Helga- sonar framkvæmdastjóra. Eru þeir að leggja lokahönd á verk við Grunnskóla Patreksfjarðar sem er stórt og mikið og hefur staðið yfir síðan síðasta sumar. „Svo unnum við að hellulagn- ingu við Grunnskóla Ísafjarð- ar í sumar. Við erum að bíða eftir að það viðri vel svo við getum klárað að leggja tartan- efni við skólann,“ segir Grétar. „Það minnkar núna verk- efnastaða okkar eins og gefur að skilja á þessum árstíma. Við keyrum á fáum starfs- mönnum yfir vetrartímann. Þá erum við að undirbúa okkur fyrir næsta sumar með því að steypa hellur fyrir verkefnin sem við ráðumst í“, segir Grét- ar. „Við erum í samstarfi við BM-Vallá í sambandi við Bol- ungarvíkurgöng en við sjáum um að harpa fyrir þá efni og koma því til Bolungarvíkur. Í vetur verðum við í Félags- heimili Bolungarvíkur að vinna verk þar að innan dyra. Þannig að það er nóg að gera hjá Ás- el,“ segir Grétar. Góð verkefna- staða hjá Ásel Athafnasvæði Ásels ehf., á Ísafirði. Nýbygging Grunnskólans á Ísafirði var formlega afhent við hátíðlega athöfn á fimmtu- dag í síðustu viku. Við athöfn- ina afhenti Garðar Sigurgeirs- son hjá Vestfirskum verktök- um, Þorsteini Jóhannessyni, formanni bygginganefndar framtíðarhúsnæðis Grunn- skólans á Ísafirði lyklana að húsinu, sem hann afhendi síð- an Halldóri Halldórssyni, bæj- arstjóra Ísafjarðarbæjar, sem færði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra GÍ, lyklana með formlegum hætti. Margir voru saman komnir til að verða vitni af þessum tímamótum. Birna Lárusdóttir forseti bæj- arstjórnar stjórnaði athöfninni og sagði þessi áfangi ætti sér langan aðdraganda en góðir hlutir gerðust hægt. Í boði voru ýmis tónlistaratriði, m.a. fjöldasöngur þar sem allir við- staddir voru beðnir um að taka hraustlega undir í laginu Í faðmi fjalla blárra. Einar Ólafsson arkitekt fór yfir hönnun hússins og fólk gat skoðað sig um. Þá var nýr flygill afhentur skólanum, en hann er gjöf frá þeim Margréti Hreinsdóttur og Þorsteini Jóhannessyni. Framkvæmdir við bygginguna hófust í júní 2006 og þá hafði tengibygging milli gamla skólans og barna- skólans verið rifin. Þeim lauk nú í september. Nýbyggingin sem um ræðir er um 1.800m² að stærð á tveimur hæðum og á að hýsa kennslu í sérgrein- um. Kostnaður var um 500 milljónir. – thelma@bb.is Nýbygging GÍ formlega afhent Margir bæjarbúar lögðu leið sín aí skólann til að verða vitni að þessum merku tímamótum. Hér eru Sunna Hreinsdóttir og Agnes Ósk Marzellíusardóttir, nemar við GÍ, að syngja fyrir viðstadda. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar færði Olgu með formlegum hætti lyklana að húsinu. Við þetta tækifæri færði Þorsteinn Jóhannesson og Margrét Hreinsdóttir skólanum flygil að gjöf.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.