Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Side 5

Bæjarins besta - 25.09.2008, Side 5
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 5 Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt að láta kanna möguleika á því að mennta- mála- og samgönguráðuneyt- in geri úttekt á samstýringu tónlistar- og grunnskóla sveit- arfélagsins. Þá skal vera tekið tillit til fjárhagslegs ávinnings en horft jafnframt til gæða þjónustu. Var það ákveðið í kjölfar þess að Soffía Vagns- dóttir bæjarfulltrúi K-listans lagði fram eftirfarandi bókun: „Fyrir nokkrum árum lagði ég fram tillögu um að sam- stýra tónlistar- og grunnskóla. Til þess að liðka fyrir þeirri framkvæmd sagði ég upp stöðu minni sem tónlistar- skólastjóri. Tækifærið var ekki nýtt þá. Í 45. grein nýrra grunn- skólalaga er nú opnað á þann möguleika að samstýra leik- skólum, tónlistarskólum og grunnskólum í sveitarfélög- um,“ segir í bókun Soffíu. Þar segir einnig: „Með tilliti til þeirrar erfiðu fjárhagsstöðu sem nú er í sveitarfélaginu geri ég að tillögu minni að gerð verði úttekt á því hvort hægt sé að taka upp samstýringu á tónlistar-, leik - og grunnskóla Bolungarvíkur. Þessi úttekt verði gerð í nánu samráði við samgöngu- og menntamála- ráðuneytið. Komi til samstýr- ingar verði tryggt að hvergi verði slegið af kröfum eða gæðum í menntun og þjón- ustu.“ – thelma@bb.is Kanna möguleika á samstýr- ingu tónlistar- og grunnskóla Frá Bolungarvík. Orðin þreytt á mótbyrnum „Ég er orðin þreytt á þeim mótbyr sem hugmyndir um atvinnuuppbyggingu fá ef þær eru ekki unnar af rétta fólk- inu,“ segir Soffía Vagnsdóttir, athafnamanneskja, skólastjóri og bæjarfulltrúi í Bolungarvík í grein sem hún birtir á bb.is. Eins og fram hefur komið er samningur á milli Kjarna- búðar, fyrirtækis Soffíu og systkina hennar, og Kingfish- er reisen, eins af stærstu ferða- þjónustuaðilum í Evrópu, um sölu stangveiðiferða í Bolung- arvíkur í uppnámi vegna þess að fyrirtækið fær ekki úthlutað lóðum vegna deiliskipulags- vinnu. „Ég undrast það áhuga- leysi sem bæjarbúar sýna. Hvers vegna láta þeir ekki í sér heyra um það verklag sem viðhaft er varðandi afgreiðslu mála hjá bæjaryfirvöldum? Eða eru kannski allir búnir að gefast upp? Hér er eytt millj- örðum króna í opinberar fram- kvæmdir við garð, göng og höfn,“ segir Soffía. Kjarnabúð hugðist ráðast í framkvæmdir og uppbygg- ingu fyrir verkefnið fyrir tæpar 300 milljónir á næstu þremur árum. Strax á næsta ári áttu tíu hús að vera tilbúin en sala í þessa menningartengdu Hinir árlegu minningar- tónleikar um hjónin Ragnar H. Ragnar og Sigríði Jóns- dóttur verða haldnir í Hömr- um næsta sunnudag kl. 15, en sá dagur er einmitt af- mælisdagur Ragnars. Minn- ingartónleikarnir eru nú haldnir í 21. sinn en Ragnar lést árið 1987 og Sigríður sex árum síðar. Tónleikarnir nú eru með miklum hátíðar- brag. Þar kemur fram Kamm- ersvetin Ás, sem lagt hefur áherslu á tónlist frá barokk- tímanum og leikur á upp- runaleg hljóðfæri. Flytjendur í sveitinni að þessu sinni eru þau Martin Frewer, fiðla og víóla, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, tenor gamba og sópr- an, Svava Bernharðsdóttir, víóla,Sigurður Halldórsson, selló, tenor gamba og pic- colo selló og Dean Ferrell violone (kontrabassi) og basse de violon (selló stærð). Á efnisskránni eru Branden- borgarkonsert nr. 6 eftir Bach, tvær einsöngskantöt- ur eftir Bach og kvintettar eftir Fischer og Boccherini. Aðgangseyrir er 1.500 kr., 1.000 kr.fyrir lífeyris- þega en ókeypis fyrir skóla- fólk 20 ára og yngra. – thelma@bb.is Styttist í minn- ingartónleikana ferðaþjónustu á að hefjast í haust. Hætta var á að samn- ingurinn félli úr gildi ef ekki fengjust tilskilin leyfi í tíma. „Það er sárara en tárum tekur að upplifa þau átök sem hafa fylgt því sem verið er að reyna að gera, og fullyrðingar um hrokafullar hótanir hins þýska ferðamálafrömuðar um 16 klst. “hótunarfyrirvara” eru út úr korti. Maðurinn hafði beðið svara í tæpa 5 mánuði í gegn- um sitt samstarfsfólk hér. Hins vegar þegar hann var orðinn úrkula vonar, tók hann þá ákvörðun að koma að hitta bæjaryfirvöld. Hans orð voru hins vegar þau að hann hefði vonast eftir því að fá einhver skýrari svör, áður en hann yfir- gæfi Bolungarvík aftur, degi eftir fundinn. Svo var því mið- ur ekki,“ segir Soffía. Eins og greint hefur verið frá sagði Soffía í Kastljósi að önnur sveitarfélög hefðu farið á fjörurnar við hana um að koma með verkefnið til þeirra. Sveitarstjórar þeirra sveitarfé- laga sögðust hins vegar ekki hafa sent formlegt boð um slíkt. „Verst finnst mér svo að blanda þeim ágætu sveitarfé- lögum inn í sem nefnd hafa verið í tengslum við verkefn- ið. Fréttaflutningur gaf til kynna að um hreinar lygar hefði verið að ræða af minni hálfu. Það eru ekki sveitarstjórnirnar sjálfar sem vinna endilega að slíkum samningaviðræðum, heldur fulltrúar, einstaklingar eða fyrirtæki úr þessum sveit- arfélögum. Uppsetning frétt- arinnar var með þeim hætti að ætla mætti að tilgangurinn hefði verið sá einn að rýra mig trausti. Þeir einstaklingar sem við okkur hafa talað frá þessum sveitarfélögum vita að orð mín eru sönn.“ Soffía segir að hefðu sér dottið í hug þau eftirköst, sem það að gera heiðarlegar til- raunir til atvinnuuppbygging- ar í Bolungarvík, hafa haft í för með sér hefði hún látið það vera, og vekur athygli á því að síðan henni og systkin- um hennar tókst að landa samningi við fyrirtækið Ósafl vegna þjónustu við jarðganga- menn, hefur hver hindrunin rekið aðra. „Gera bæjarbúar sér grein fyrir að í tengslum við samninga okkar vegna verkefna á svæðinu eru hér nú starfandi 32 Slóvenar, 3 Austurríkismenn, 2 Pólverjar, 12 aðkomumenn að sunnan, 25 heimamenn og að auki vinna nú 8 manns í tíma- bundnum störfum og 5 í fram- tíðarstörfum hjá fyrirtækjum systkinanna? Þessi stóri hópur (rúmlega 50 manns fyrir utan heimamenn) borðar nú hér og sefur og innan skamms mun hann hefja útsvarsgreiðslur til Bolungarvíkur vegna þess að samningnum var landað hing- að,“ segir Soffía. – thelma@bb.is „Það er orðið ansi þreytandi ástandið hjá mér,“ segir Pálína Pálsdóttir íbúi Grundargötu 2 á Ísafirði. Pálína á þar við sparkvöll á skólalóð Grunn- skóla Ísafjarðar sem var form- lega opnaður fyrir stuttu. Pál- ína segir sparkvöllinn hafa verið reistan í óþökk íbúa í nágrenni skólans. Að hennar sögn fór framkvæmdin ekki undir grenndarkynningu og fengu því íbúar í nágrenni sparkvallarins ekki að mót- mæla formlega framkvæmd hans. Hún segir aðeins sjö metra skilja að enda vallarins og svefnherbergisglugga íbúð- ar hennar. Hún segir ónæðið sem fylgir boltasparki nem- enda skólans á lóðinni valdi henni gífurlegu ónæði. Nú þegar hafi ein rúða brotnað vegna þess og gróður sem er í garðinum fyrir utan heimili sitt sé allur traðkaður niður. „Það vekur furðu mína hversu lág girðingin er sem á að vernda húsið sem ég bý í fyrir boltasparki. Boltarnir svífa margir hverjir yfir hana og bað ég um að hún yrði hækkuð hið fyrsta en hef ekk- ert svar fengið frá Ísafjarðarbæ eins og er um hvort það verði gert. Hér áður fyrr var Grunn- skóli Ísafjarðar tryggður fyrir skemmdum sem urðu vegna leik barna skólans. Þá brotn- uðu rúður í húsum nágrenni skólans ítrekað vegna bolta- leiks nemenda við mark sem snéri að íbúðum á skólalóð- inni. Var þá starfsmaður hjá Grunnskóla Ísafjarðar sem skipti um rúður. Nú er ástand- ið ekki svo gott. Nú síðast þegar brotnaði rúða í íbúð minni þá var ég svo lánsöm að drengurinn sem varð fyrir því óhappi að sparka bolta í rúðuna kom til mín og baðst afsökunar á því. Þá var það á ábyrgð föður hans að skipta um rúðu en hefði ég ekki vitað hver braut rúðuna hefði ég þurft að bæta tjónið sjálf,“ seg- ir Pálína sem gerir sér fulla grein fyrir að það sé og verði mikill atgangur á skólalóð við heimili sitt en vill þó að frá- gangi sé þannig sinnt við sparkvöllinn að ekki verði skemmdir á eignum íbúa. Sparkvöllur veldur ónæði Frá vígslu sparkvallarins við Grunnskóla Ísafjarðar. Fjölbýlishúsið að Grundargötu 2 sést í baksýn.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.