Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Page 8

Bæjarins besta - 25.09.2008, Page 8
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 20088 „Ég get nefnt hér annað atriði sem er algjört grundvallaratriði í augum okkar Bolvíkinga, en það er áframhaldandi starfsemi sjúkrastofnunar fyrir aldraða á staðnum. Á undanförnum árum hef- ur vistmönnum verið að fjölga, heimahjúkrun að aukast og allar líkur á að þörfin eigi eftir að aukast enn fyrir slíka þjónustu með hækkandi lífaldri Íslendinga. Það er ekki til umræðu í huga okkar Bolvíkinga að sú þjónusta sem er við aldraða í bæjarfélaginu í dag færist úr bænum.“ Fjárhagur bæjarfélagsins m – segir Elías Jónatansson, sem tók við starfi bæjarstjóra í Bolungarvík í vor Talsvert hefur gustað í bæjarpólitíkinni í Bolungarvík á þessu ári. Meirihlutinn sprakk á vordögum og nýr var myndaður jafnframt því sem þar urðu bæjarstjóra- skipti. Við tók Elías Jónatansson verkfræðingur, sem hefur átt sæti í bæjarstjórn frá 2002 og jafnframt verið oddviti sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu. Hann kveðst þó ekki hafa stefnt að stól bæjarstjóra fyrr en við síðustu kosningar. „Nei, ég gerði aldrei ráð fyrir því, hvorki fyrr né síðar, ekki fyrr en þessi staða kom upp. Allt frá ungum aldri fannst mér aftur á móti ekki koma til greina að eiga annars staðar heima en í Bolungarvík og það hefur aldrei breyst. Ég ákvað snemma að leita mér menntunar sem ég myndi síðan nýta í mínum heimahögum. En bæjarstjórastarfið var ekki í huga mér. Í kosningunum 2002 var gengið hart eftir því að ég færi á oddinn í bæjarpólitíkinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem ég og gerði. Jafnframt var óskað eftir því að ég yrði bæjarstjóraefni, því að þá var komið að því að Ólafur Kristjánsson myndi draga sig í hlé og menn vildu stilla upp nýju bæjarstjóraefni í kosningunum til að taka við af honum. En ég var þá í mjög krefjandi starfi, sem ég hafði tekið að mér að- eins tveimur árum fyrr, og ég vildi ekki hverfa frá því til þess að gerast bæjar- stjóri. Eins og margir muna stjórnaði ég sushi-verksmiðjunni Sindrabergi á Ísa- firði, sem var geysilega spennandi verkefni. Fyrirtækið var í þannig stöðu, að það hefði verið mjög afdrifaríkt ef ég hefði yfirgefið það á þessum tíma, og það var ég ekki tilbúinn að gera. Ég fór inn í bæjarstjórnina og var forseti bæjarstjórnar síðasta kjörtímabil en var áfram framkvæmdastjóri Sindrabergs.“ – Átökin innan bæjarstjórn- ar fyrr á þessu ári voru mjög í fréttum. Var þetta að mestu á yfirborðinu eða risti það djúpt? Eru menn kannski sammála í flestum efnum ef grannt er skoðað? „Við erum í sjálfu sér mjög sammála um það hvert við viljum stefna og hvert við vilj- um koma bæjarfélaginu. Á það skortir ekki neitt. Það sem hefur hins vegar skilið á milli þess meirihluta sem er starfandi núna og þess sem var á undan, er að okkur þótti ekki nægilegrar aðgæslu gætt í fjármálum, eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum. Okkur þótti fjár- málastjórnin ekki nógu ábyrg, farið var í miklar fjárfestingar án þess að þær hefðu verið fjármagnaðar á nokkurn hátt. Ég held að allir geri sér grein fyrir því núna að það var óskyn- samlegt. Skuldastaðan fyrir þann tíma var að langmestu leyti til komin vegna félags- lega húsnæðiskerfisins, eða líklega að a.m.k. tveimur þriðju hlutum.“ Með skuldugustu sveitarfélögum „Þær úttektir sem gerðar hafa verið á árum áður á rekstri sveitarfélagsins hafa jafnan sýnt að það hafi verið vel rekið. Fjárhagur bæjarfélags- ins núna er því miður afar erfiður. Afkoman er slæm ef hún er borin saman við af- komu annarra bæjarfélaga, tekjurnar nægja engan veginn fyrir útgjöldunum. Skuldirnar eru líka orðnar of miklar. Því miður erum við með skuldugustu sveitarfélögum landsins á hvern íbúa, sem er óásættanleg staða. Helsta verkefni okkar er að reyna að auka tekjurnar og komast hjá því að þurfa að skerða þjón- ustu. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir því að láta endana ná saman með einhverjum hætti.“ Jarðgöngin breyta miklu – Nú verða jarðgöngin kom- in í gagnið eftir tvö ár eða svo og munu auka öryggi vegfar- enda stórlega. En breytir það einhverju öðru? Breytir það í sjálfu sér einhverju fyrir rekst- ur bæjarfélagsins? „Já, svo sannarlega. Tilkoma ganganna getur orðið gríðar- leg lyftistöng, sérstaklega fyrir Bolungarvík. Auðvitað skipta göngin máli fyrir Ísfirðinga líka og aðra sem um þau fara, en fyrir Bolungarvík er at- vinnusvæðið í raun að stækka um allan helming. Það þýðir að ekki aðeins þeir sem hafa þorað að fara Óshlíðina fram til þessa geti stundað vinnu annars staðar, heldur hver sem er, því hún verður úr sögunni sem farartálmi. Ég hygg að þetta skipti miklu meira máli en margir gera sér grein fyrir. Það eru ekki allir sem vilja ræða það að þeir þori ekki að fara veginn til þess að stunda atvinnu. Ég lít þannig á að atvinnutækifær- um fjölgi svo mikið í Bolung- arvík með tilkomu ganganna, að í rauninni séu þau að marg- faldast vegna þess að við erum að tengjast miklu stærra at- vinnusvæði með öruggum samgöngum.“ Sameina ef íbúarnir vilja það sjálfir – Sameiningarmál eru sí- fellt til umræðu. Hingað til hafa Bolvíkingar ekki léð máls á sameiningu við önnur sveit- arfélög. Nú hefur Kristján L. Möller ráðherra sveitarstjórn- armála viðrað þá hugmynd, að lágmarksfjöldi í sveitarfé- lagi verði þúsund manns. Bolungarvíkurkaupstaður er rétt fyrir neðan það mark. Tel- ur þú heppilegt að sveitarfé- lögin á norðanverðum Vest- fjörðum – Bolungarvíkur- kaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur – sameinist í eitt áður en langt um líður? „Ef það er vilji íbúanna, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þau verði sameinuð. Ég set það sem algert skilyrði að íbúarnir sjálfir vilji samein- ingu og tel að hún eigi að koma innan frá en ekki sam- kvæmt valdboði að ofan. Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar. Alveg fram að því að ákveð- ið var að ráðast í þessar sam- göngubætur með gerð jarð- ganganna hef ég hins vegar alltaf sagt að sameining kæmi ekki til greina – á meðan við hefðum ekki fullkomnar sam- göngur, þá væri sameining ekki inni í myndinni. Núna eru þessar forsendur að breyt- ast og þess vegna finnst mér sameining koma vel til greina af íbúarnir sjálfir vilja. Það eru margir kostir sem fylgja sameiningu sveitarfélaga. Henni fylgja vissulega ókostir líka, svo sem meiri fjarlægð frá miðstöð stjórnsýslunnar. Mér finnst umræðan um sameiningarmálin vera að breytast. Fólk sem fram að þessu hefur alltaf verið and- vígt sameiningu ræðir hana núna frekar hlutlægt en af til- finningasemi. Við megum ekki gleyma því, að á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er ekki nema liðlega tíu mín- útna akstur. Ef til sameiningar kemur, þá er það ekki stjórn- sýsluþátturinn sem skiptir mestu máli. Þegar svona stutt er á milli skiptir minna máli hvar miðstöð stjórnsýslunnar verður.“ Ekki allt sett niður á Ísafirði „Hins vegar væri mjög mik- ilvægt að við sameiningu yrði mörkuð sú stefna, að þegar ný atvinnutækifæri myndast yrði horft til Bolungarvíkur en ekki allt sett niður á Ísafirði. Að- koma stjórnvalda gæti auk fjárhagslegs stuðnings við sameiningu meðal annars fal- ist í því að setja niður starfsemi í Bolungarvík, sem þýddi fleiri ný störf en þau sem töp- uðust við samdrátt í stjórnsýsl- unni. Utanaðkomandi kann að þykja þetta vera aukaatriði, en ég er sannfærður um að það skiptir mun meira máli en margan grunar. Ég segi fyrir sjálfan mig, að mér finnst mik- ilvægt að í Bolungarvík verði litríkt atvinnulíf og þannig tryggjum við miklu betur framtíð staðarins en með al- gjörri sérhæfingu í störfum. Í Bolungarvík erum við með starfsemi eins og Nátt- úrustofu Vestfjarða og Fræða- setur Háskóla Íslands. Þetta eru stofnanir sem eru að vinda upp á sig og þær styðja líka við og hafa stuðning af Há- skólasetri Vestfjarða. Reynsl- an sýnir að þær geta allt eins verið í Bolungarvík eins og á Ísafirði. Fyrir starfsemi af því tagi er engin þörf fyrir að vera í kjarnanum sem hýsir stjórn- sýsluna. Þjónusta sem þarf að vera miðlæg á heima í miðjunni, þ.e. á Ísafirði, en okkar tæki- færi liggja í þjónustu sem þarf ekki að vera miðlæg, eins og sú starfsemi sem ég var að nefna. Hún á einmitt heima í Bolungarvík. Ef sameinað verður, þá verða Ísfirðingar alveg eins og Bolvíkingar að gera sér grein fyrir þessu og horfa á hagsmuni beggja.“ Nýtt húsnæði fyrir sjúkrastofnun „Ég get nefnt hér annað atriði sem er algjört grund- vallaratriði í augum okkar Bolvíkinga, en það er áfram- haldandi starfsemi sjúkra- stofnunar fyrir aldraða á staðn- um. Á undanförnum árum hef- ur vistmönnum verið að fjölga, heimahjúkrun að aukast og allar líkur á að þörfin eigi eftir að aukast enn fyrir slíka þjón- ustu með hækkandi lífaldri Ís- lendinga. Það er ekki til um- ræðu í huga okkar Bolvíkinga að sú þjónusta sem er við aldr- aða í bæjarfélaginu í dag færi- st úr bænum. Þar sem sjúkrahúsið er barn síns tíma og nánast komið á eftirlaunaaldur sjálft þýðir þetta einfaldlega það, að byggja þarf nýtt húsnæði fyrir starfsemina. Það er að minnsta kosti mat þeirra sem ég hef rætt málið við og þekkja til heilbrigðismála, að ekki sé hægt að endurbæta núverandi húsnæði þannig að það upp- fylli þær nútímakröfur sem gerðar eru til aðstöðu fyrir vistmenn og starfsfólk. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga, að jafnan þegar reksturinn hefur verið tekinn út, þá hefur komið í ljós að þar hefur verið gætt mikillar ráðdeildarsemi. Þá er líka rétt að rifja það upp fyrir fólki, að í dag er sami framkvæmda- stjóri fyrir Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur og Heilbrigð- isstofnunina á Ísafirði og ég veit ekki annað en að það hafi gengið ágætlega. Það sem ég er að nefna hér eru grundvallaratriði þegar kemur að umræðu um sam- einingu. Einmitt þeirra hluta vegna er svo nauðsynlegt að umræðan fari fram áður en fólk er knúið til að taka ákvörð- un.“ Stopull frítími í seinni tíð – Lífið fyrir utan starfið, áhugamál ... „Ég hef mjög gaman af því að vera á skíðum. Það hefur verið mitt áhugamál alveg frá því að ég var krakki. Og stundum fer ég í golf, þó að ég sé ekki flinkur. Þeir hlæja nú sjálfsagt félagarnir sem hafa aldrei séð mig á golfvell- inum í sumar. Á seinni árum hef ég tekið upp á því að hjóla. Ég hef gaman af því að fara í hjólatúra og hef stundað það aðeins. Skemmtilegast finnst mér ef ég get stundað áhuga- málin með fjölskyldunni. Ég vil gjarnan geta varið frítím- anum með fjölskyldunni, en því miður verður hún oft út- undan í starfi sem þessu þar sem maður ræður ekki alltaf sínum tíma jafnvel þótt utan hefðbundins vinnutíma sé. Áður en ég tók upp á því að fara í pólitík tók ég þó nokkurn þátt í félagsstarfi, sem minna hefur farið fyrir upp á síðkast- ið. Ég var virkari í Lions- klúbbnum þá heldur en ég hef verið undanfarin ár. Þá var ég í stjórn knattspyrnuráðs meist- araflokks UMFB í nokkur ár, með Magnúsi Hanssyni og fleirum. Eftir á að hyggja, þá finnst mér skemmtilegast að hafa tekið þátt í uppbyggingu knattspyrnuæfingasvæðisins sem ég held að hafi skilað sínu hlutverki mjög vel, en þar sýndu Bolvíkingar í verki hverju er hægt að áorka með sjálf- boðavinnu, ef viljinn er fyrir hendi.“ Menntaskólinn á Ísafirði Elías gekk á sínum tíma í Menntaskólann á Ísafirði og brautskráðist þaðan árið 1979, á síðasta ári Jóns Baldvins og Bryndísar. Hann lætur vel af árunum þar. „Menntaskólinn á Ísafirði var mjög skemmtilegur. Þessi tími fer mér aldrei úr minni. Þá mynduðust vináttubönd sem hafa haldist síðan. Fyrstu veturna bjó ég á Ísafirði og var með herbergi þar, ekki á heimavistinni heldur hjá Helgu

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.