Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Síða 9

Bæjarins besta - 25.09.2008, Síða 9
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 9 „Við Vestfirðingar erum ekki aðeins sérfræðingar í fiskveiðum heldur einnig í verkun og vinnslu. Við eigum framleiðslufyrirtækin í þetta, við höfum þekkinguna hjá fólkinu. Hér er allt til staðar. Það er svo margt til sem við þurfum ekki að byggja upp frá grunni. Nánast það eina sem á skortir hér á Vestfjörðum er hráefnisþátturinn, vegna þess að kvótinn hefur alltaf verið að minnka. Ef við stöndum okkur vel, þá getum við fyllt í þau skörð að minnsta kosti að hluta með fiskeldinu.“ ns mjög erfiður móðursystur minni rétt hjá skólanum, en fór alltaf heim á helgum. En þetta breyttist með bætt- um samgöngum um Óshlíð og síðasta veturinn var ég far- inn að keyra á milli. Sú breyt- ing varð á þeirri leið á þessum tíma, að það þótti ekki lengur tiltökumál að keyra daglega í skólann.“ Dvölin vestanhafs – Seinna lá leiðin til vestur- strandar Bandaríkjanna ... „Já, ég fór út í heim til að afla mér þekkingar. Ég held að það hafi líka aukið mér víðsýni. Við hjónin fórum þá barnlaus til Oregon og dvöld- um þar í tvö ár, þar sem ég var í framhaldsnámi í iðnaðar- verkfræði. Þar myndaðist mikill og góður vinskapur við aðra Íslendinga, sem flestir búa reyndar í Reykjavík eða nágrenni í dag en við hittum reglulega. Ég hef nú oft haft það á orði, að það hafi ekki síður verið mikilvægt að fara utan til náms heldur en prófin sem ég tók. Ég held í rauninni að það sé svo jákvætt fyrir alla að kynnast fleiru en heima- landinu, að það í sjálfu sér sé ekki síður menntun en að sitja á skólabekknum. Þetta gerði okkur mikið gagn. Við ræddum það oft framan af, að allt væri betra heima en í Bandaríkjunum, en eftir að við vorum búin að vera þar eitt ár eða svo tókum við eftir að dæmið hafði eigin- lega snúist við. Þarna eru menn svo skipulagðir í mörg- um hlutum. Á vesturströnd- inni þar sem við bjuggum voru almenn samskipti fólks svo þægileg – vinaleg, mætti segja – að manni leið mjög vel að búa þar. Það sem var ekki síður skemmtilegt var að hitta Vestur-Íslendinga, frændfólk mittt, sem bjó í aðeins nokk- urra klukkustunda fjarlægð. Þegar við fluttum út hafði ég fengið símanúmer til að hringja í, sem ég gerði þegar nokkrir mánuðir voru liðnir. Það stóð heima að okkur var tekið eins og við hefðum verið þar heimagangar frá blautu barns- beini, en faðir minn og húsmóð- irin eru þremenningar. Hún talaði ótrúlega góða íslensku.“ – Framtíð Vestfjarða, ekki bara Bolungarvíkur ... „Þetta er spurning sem maður er með í huga nánast á hverjum degi. Hvert eigum við að stefna? Hvaða mögu- leika eigum við? Það sem mér sýnist vera núna næst okkur í tíma og við eigum að leggja ofurkapp á, það er að ná tökum á þorskeldi. Mér sýnast vera mjög spennandi tímar fram- undan í þorskeldinu. Ef ég ber saman umræðuna núna við það sem var fyrir þremur til fimm árum, þegar menn voru að slíta barnsskón- um í þessari grein – sumir segja kannski að menn séu að því ennþá – þá finnst mér bara alltaf vera svo jákvæðar fréttir sem ég er að heyra af þorskeld- inu. Menn eru að leysa og jafnvel búnir að leysa sum af þeim vandamálum sem voru talin nánast óyfirstíganleg í byrjun. Atriði eins og los í fiskinum, hvað eldisfiskurinn var lausholda, var eitt af stóru vandamálunum þegar menn voru að byrja í þorskeldinu. Þetta eru menn búnir að leysa. Við Vestfirðingar erum ekki aðeins sérfræðingar í fiskveiðum heldur einnig í verkun og vinnslu. Við eigum framleiðslufyrirtækin í þetta, við höfum þekkinguna hjá fólkinu. Hér er allt til staðar. Markaðssetningin er líka til staðar. Það er svo margt til sem við þurfum ekki að byggja upp frá grunni. Nánast það eina sem á skortir hér á Vestfjörðum er hráefnisþátt- urinn, vegna þess að kvótinn hefur alltaf verið að minnka. Ef við stöndum okkur vel, þá getum við fyllt í þau skörð að minnsta kosti að hluta með fiskeldinu. Og það sem meira er, þegar fiskeldið verður orðið í ein- hverju magni, þá getum við farið að laga hráefnisstreymið að vinnslunni. Þá getum við stýrt því að við séum alltaf með glænýjan fisk, einfald- lega slátrað eftir því sem hent- ar, og líka stýrt því hvað við tökum fiskinn stóran í vinnsl- una. Þetta gefur framleiðsl- unni gríðarlega möguleika.“ Fjármagn vantar á svæðið „Ég held að möguleikarnir í fiskeldi hér fyrir vestan séu nánast óþrjótandi og ekki síst hér við Djúp. Ég held að það sé komið að því núna – hér eru frumkvöðlar sem hafa byggt þetta upp og hafa þekk- inguna. Þeir hafa hins vegar ekki bolmagn til þess, tel ég, að fara út í gríðarlegar fjárfest- ingar. Þá væru þeir að hætta of miklu, það væri óvarlegt. Þess vegna er nauðsynlegt að fjárfestar komi þar inn. Hins vegar eru fjárfestar kannski ekki heldur tilbúnir að taka alla áhættuna, og þess vegna er mikilvægt að til séu öflugir fjárfestingarsjóðir sem gætu komið að þessu máli. Ég sæi fyrir mér, ef við horf- um á fiskeldið, að skala það upp þannig að við værum ekki að tala um þúsund tonn, heldur þúsundir og jafnvel tugþús- undir tonna. Segjum að sá sem ætlar í slíkt eldi gæti komið með kannski þriðjung fjár- magnsins, fjárfestir kæmi með annað eins og síðan væri fjár- festingarsjóður sem setti í þetta áhættufjármagn, og þar með væri verkefnið fjármagn- að. Mér finnst vera kominn tími til að vinda sér í þetta mál. Stjórnvöld gætu komið að því með einhverjum hætti að efla slíka fjárfestingarsjóði. Við höfum séð fjármagn streyma í aðra landshluta, sem er af hinu góða, því að fjármagnið sem hefur verið sett í atvinnu- lífið er að skila arði. Fiskeldið er mjög stórt tækifæri sem við eigum að notfæra okkur. Það hefur staðið okkur Vestfirðingum fyrir þrifum að fjármagn hefur ekki verið að koma inn á svæðið í nægilegu magni. Ástæðan er einfaldlega sú, að fjárfestar hafa ekki komið auga á tækifærin hér. Við þurfum að finna leiðir til að gera Vestfirði að aðlaðandi fjárfestingarkosti. Fjármagn- inu fylgja framkvæmdir og framkvæmdunum fólk. Þær aðstæður sem nú eru ríkjandi á fjármálamarkaði eru tíma- bundnar. Þegar þær aðstæður snúast við þurfum við að vera tilbúnir með fjárfestingartæki- færin og laða að okkur fjár- magnið til að treysta hér mannlíf og áframhaldandi uppbyggingu. Í fiskeldinu felst eitt slíkt tækifæri.“ – Hlynur Þór Magnússon. Elías Jónatansson er fæddur í Bolungarvík árið 1959, sonur hjónanna Höllu P. Krist- jánsdóttur frá Ísafirði og Jónatans Einarssonar framkvæmdastjóra í Bolungarvík og odd- vita Hólshrepps í sextán ár (1958-74). Elías lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísa- firði og lauk síðan prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þaðan hélt hann í nám í Bandaríkjunum og lauk MSc.-prófi í iðnaðarverkfræði frá Oregon State University með viðskiptafræði sem aukafag. Fyrstu árin eftir nám vann Elías við verkfræðistörf hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen í Reykjavík. Hann fluttist aftur heim til Bolungarvíkur árið 1988 og hefur búið þar síðan ásamt fjölskyldu sinni. Elías hefur starfað við og stýrt framleiðslufyrirtækjum sem öll tengjast sjávarútvegi eða matvælaframleiðslu á einhvern hátt. Þá hefur hann einnig starfað við ýmis ráðgjafarstörf. Elías hefur setið í bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar frá 2002 og var forseti bæjar- stjórnar kjörtímabilið 2002 til 2006. Hann átti sæti í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga 2002-2006 og í stjórn Íslandspósts hf. frá stofnun 1998 til 2008. Í stjórn Gnár hf. í Bolung- arvík frá 1993 til 2008. Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur 2005-2006, þegar lífeyrissjóðurinn sameinaðist Frjálsa lífeyrissjóðnum. Í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins frá 2007. Þá hefur Elías starfað við ýmis félags- og nefndarstörf í Bolungarvík. Elías er kvæntur Kristínu Guðrúnu Gunnarsdóttur, sem er Ísfirðingur að uppruna, og eiga þau þrjú börn. Elstur er Gunnar Már, 22 ára, Berglind Halla er 16 ára og Erna Kristín er 8 ára. Gunnar er að hefja nám í verkfræði núna í haust, Berglind er í Menntaskólanum á Ísafirði og Erna í Grunnskóla Bolungarvíkur.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.