Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 25.09.2008, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 200814 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Smáauglýsingar Til sölu eru fjögur nýleg 13" nagladekk. Verð kr. 8000. Uppl. í síma 698 1850. Til leigu er 3ja herb. rúmgóð íbúð á jarðhæð í Skipholti í Reykjavík. Fæst leigð með hús- gögnum. Uppl. gefur Guðmund- ur í síma 899 8819. Til sölu er Nissan X-trail árg. 2003, ekinn 95 þús. km. 4X4, sjálfskiptur, með krók, köstur- um, loftkælingu o.fl. Einnig nýj- um stigbrettum og dekktum filmum. Rúmgóður og þægileg- ur bíll sem eyðir litlu. Tilboð 1,5 millj. og gott 100% lán áhvílandi frá Lýsingu. Upplýsingar í síma 843 0028. Til leigu er 3ja herb. íbúð að Aðalstræti 20 (ofan við Ríkið). Uppl. í síma 893 4604. Til sölu er sjónvarpsskápur, uppþvottavél, skrifborð, DVD spilari og ryksuga. Uppl. í síma 893 4604. Til leigu er lítið 64m² einbýlis- hús í Hnífsdal. Húsið leigist til 1. júní og er fullbúið húsgögn- um og húsbúnaði. Uppl. í síma 869 4566 (Erna). Til leigu er 70m², 2-3ja herb. íbúð. Laus strax. Uppl. í síma 694 9913. Til sölu er Pajero sport árg. 06. Sumar- og vetrardekk fylgja. Húddhlíf og gluggahlífar. Góð- ur bíll. Uppl. í síma 861 2265. Til sölu eru tvö Queen size rúm. Uppl. í síma 869 4838. Til sölu er NMT sími með ferða- einingu og loftneti. Verð kr. 10 þús. Uppl. í síma 895 4115. Mig bráðvantar Hoover þvotta- vél. Á ekki einhver eina slíka í geymslunni? Uppl. gefur Gréta í síma 456 4998 eða 869 6396. Til sölu er Mitshubishi Motero árg. 2001, ekinn 110 þús. km. Sumar- og vetrardekk. Uppl. í síma 861 4681. Bifreið óskast að verðmæti 500 þúsund til 1. milljón. Uppl. í síma 897 6795. Er með pláss fyrir fellihýsi, hjól- hýsi og húsbíla í einangruðu og þurru húsnæði. Uppl. í síma 895 7131 (Siggi) og 893 8269 (Ómar). Til leigu er stúdíóíbúð á Ísafirði. Fullbúin húsgögnum og hús- búnaði. Hentar vel fyrir einstakl- inga eða par. Íbúðin er laus. Uppl. gefur Gunnar í síma 899 4901. Vantar lítið píanó eða píanettu til kaups eða láns. Uppl. gefur Magnús í síma 844 7153. Óska eftir rúmi 120 cm á breidd og hornsófa, ódýrt eða gefins. Má vera gamalt. Uppl. í símum 456 4093 eða 841 1813. Það er mun ódýrara að vera áskrifandi að BB heldur en að kaupa það í lausasölu. Gerist áskrifendur með því að hringja í síma 456 4560. Alls svöruðu 1.043. Já sögðu 471 eða 45% Nei sögðu 572 eða 55% Spurning vikunnar Telur þú tímabært að Súðavík og Bolungarvík sameinist Ísafjarðarbæ? Ekki þörf á grenndarkynningu Jóhann Birkir Helgason forstöðumaður tæknideildar Ísafjarðarbæjar segir sparkvöllinn við Grunnskóla Ísafjarðar ekki hafa þurft að fara undir grennd- arkynningu vegna þess að ekki var verið að breyta skipulagi lóðarinnar sem hann var settur á. „En varðandi girðinguna sem á að vernda húsið fyrir ónæði vegna boltaleiks nemenda þá er hún fjögurra metra há. Ég hefði talið að það ætti að duga en ef svo er ekki verðum við að skoða hvað við getum gert til að vernda húsin betur í umhverfi sparkvallarins,“ segir Jóhann. Dagskráin hófst með ferð tónlistartrukksins um bæinn. Kærleiksríkur og gleðilegur dagur Mikil hátíðarhöld fóru fram á Ísafirði á laugardag er 60 ára afmæli Tónlistarfélags Ísa- fjarðar og Tónlistarskóla Ísa- fjarðar var fagnað. „Ég er al- veg himinlifandi með hvernig til tókst. Ég á ekki alveg í fórum mínum lýsingarorð yfir það hversu einstaklega vel heppnaður dagur þetta var. Þetta var svo kærleiksríkt og mikil gleði í öllu, svo margir Dagskránni var slúttað á glæsilegri flugeldasýningu. þátttakendur og fólk svo til í þetta allt“, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, skipuleggjandi dagsins. Dagurinn hófst með tónlistartrukksins um bæinn með skólalúðrasveitina sem blés inn veisluna. Þá bauð Music-Aid flokkurinn gestum og gangandi í miðbæ Ísafjarð- ar upp á lifandi hljóðfæraleik. Sögusýning í boði Glitnis var opnuð í Hömrum en þar er saga Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarfélag Ísafjarðar sögð í máli og myndum. Um kvöldið safnaðist margmenni saman á Silfurtorgi og söng saman afmælislag hátíðarinn- ar Á vængjum söngsins. Því næst var haldið í Edinborgar- húsið þar sem Fjallabræður þöndu raddböndin áður en dagskránni var slitið með magnaðri flugeldasýningu á Pollinum. „Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn. Það var ein- vala frábært lið sem lét þetta verða svona flott eins og raun ber vitni. Ég fann mjög sterkt fyrir því hvert sem ég leitaði hvað það er mikill hlýhugur gagnvart skólanum“, segir Anna Sigríður. – thelma@bb.is Þakkir Við þökkum öllum vinum okkar á Íslandi fyrir ykkar miklu hjartahlýju, hjálp og samúð sem við höfum fundið mikið fyrir á þessum erfiða tíma eftir andlát unnusta míns, Bogu- slaw, sem lést af slysförum í Mjóafirði. Patrycja, Ewa og Andrzej Lopacinscy. Fólk safnaðist saman á Silfurtorgi og söng saman afmælislagið.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.