Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Síða 15

Bæjarins besta - 25.09.2008, Síða 15
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 15 Horfur á föstudag: Suðlæg átt og rigning, einkum S- og V-lands. Snýst í norðvestanátt um kvöldið. Hiti 7-13 stig. Horfur á laugardag: Vestlæg átt og léttir til, en skúrir eða slydduél í fyrstu NA-lands. Kólnandi veður. Horfur á sunnudag: Hæglætis veður, yfirleitt þurrt og bjart. Hiti 5-10 stig, en víða næturfrost í innsveitum. Helgarveðrið Hópurinn með Katri nútímadanskennara en hún er mjög þekkt í heimalandi sínu Finnlandi og er mjög virtur dansari. Ballettferð til Finnlands Sex stúlkur sem nema ball- ett hjá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar fóru í sumar í dans- ferð til Finnlands. Margt dreif á daga þeirra á meðan ferð þeirra stóð, til að mynda fóru þær á námskeið, sáu danssýn- ingar og tóku þátt í einni sýn- ingu sem fór fram á torgi í miðbæ Koupio. Blaðamaður ræddi við þær Salóme Katrínu Magnúsdóttur, Rannveigu Jónsdóttur, Sólveigu Maríu H. Aspelund, Kristínu Hálfdán- ardóttur og Erlu Sighvatsdóttir um dansinn og ferðina. Einn ferðalanganna, Hanna Lára Jóhansdóttur, var fjarverandi þar sem hún var stödd í Ung- verjalandi þegar viðtalið fór fram. „Við fórum í daga a ferð til Finnlands og dvöldum í Kou- pio sem er skammt frá Hel- sinki. Við fórum á tvö nám- skeið í djazz og nútímadansi og sáum þrjár sýningar. Einn- ig sýndum við einu sinni á stóru torgi þar sem oft voru söng- eða dansatriði og þar voru seldir ávextir og alls kon- ar. Við vorum með íslenska fánann og þetta var mjög gaman.“ – Hver var hápunktur ferð- arinnar? „Ég myndi segja að há- punkturinn hafi verið síðasta danssýningin, hún var svo flott og allt öðruvísi en hinar tvær. Þar var sýnd blanda af nútíma og klassísku, allt mjög fágað“, segir Rannveig og hinar taka undir með henni en flissa svo að segja að það hafi líka staðið upp úr hversu mik- ið hafi verið verslað. „Afgreiðsludömurnar í búð- unum voru farnar að kveðja okkur og segjast sjá okkur aftur á morgun við vorum svo miklir fastakúnnar þarna. Mömmur okkur fóru með okkur og þær voru nú alveg jafn skæðar í verslunarleið- angrinum og við. Meðan við vorum í danstímum voru þær á búðarrápi. – Hvernig kom það til að þið fóruð í þessa ferð? „Síðustu tveir danskennarar hafa verið Finnar og því vaknaði áhugi á því að fara til landsins. Fyrrum kennari okk- ar Henna Riikka Nurmi fylgdi okkur eftir alla ferðina, en hún býr í Helsinki. Við höfum allar verið frá upphafi í ballettinum, eða frá því að kennsla hófst 2001. Við vorum allar saman í tímum en svo splundraðist hópurinn þar sem mikill ald- ursmunur er á okkur. Þess vegna var mjög gaman að fara í þessa ferð saman,“ sögðu stelpurnar við blaðið. Stúlkurnar ásamt Hennu þar sem að við erum fyrir utan ráðhúsið í Koupio og erum nýkomnar af sviðinu sem að við vorum að dansa á. Sælkeri vikunnar er Jolanta Högnason á Ísafirði Kryddaðar fiskibollur og spænsk ostaterta Sælkeri vikunnar býður upp á kryddaðar fiskibollur í ofni og spænska ostatertu. Jolanta mælir með því að bera fiski- bollurnar fram með sopnum hrísgrjónum og fersku salati Kryddaðar fiskibollur, gratíneraðar í ofni 600 g ýsuflök, beinhreinsuð og roðflett 2 egg 1 dl rjómi 2-4 msk hveiti 2 msk maizena mjöl 1 skalott laukur skorinn í bita ½ -1 chilipipar, kjarna- hreinsaður og skorinn í bita ½ græn paprika, skorinn í bita 1 lítið búnt steinselja 2 tsk jurtasalt Hvítur pipar úr kvörn Olía til steikingar Látið allt matvinnsluvélina og keyrið þar til það er orðið vel hakkað saman. Athugið að bæta smá hveiti saman við ef farsið er of blautt. Saltið vel og piprið að smekk. Mótið fiskibollurnar úr farsinu með skeið og lófa. Steikið á pönnu. Látið forsteiktar bollurnar í eldfast fat. Sósa 1-2 laukur, saxaðir 1-2 gulrætur, skornar í ten- inga 1-2 sellerístönglar, skornir í teninga 3-6 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 1 msk ólífuolía 2 ½ dl fisk- eða kjúklinga- soð 1 dl rjómi Maizena mjöl til að þykkja 2 eggjarauður 2 dl rifinn ostur Salt og pipar úr kvörn Léttsteikið grænmetið í víð- um potti. Hellið soðinu og rjómanum yfir og þykkið með maizenamjöli. Saltið og piprið að smekk. Látið rjúka aðeins úr sósunni. (Gott er að byrja á sósunni og láta rjúka á meðan verið er að steikja bollurnar.) Þegar sósan hefur kólnað að- eins er eggjarauðunum bætt út í ásamt rifna ostinum. Hrær- ið saman, hellið yfir fiskiboll- urnar og bakið í 180 gráðu heitum ofni í 20-30 mínútur eða þar til gullinbrún húð hefur myndast ofan á sósunni og bollunum. Spænsk ostaterta Kexbotn ½ pakki hafrakes 20 g smjör 25 g sykur Myljið kex í matvinnsluvél og bætið sykri út í. Bræðið smjör og blandið því saman við með höndunum. Setjið í botn á 26 sm springformi. Fylling 340 g rjómaostur 2 stk egg 1 stk vanillustöng 100 gsykur Hrærið rjómaost með sykri. Skafið fræin innan úr vanillu- stönginni og blandið saman við og síðan eggjum, einu í einu. Hellið yfir kexbotninn og bakið við 180 °40-50 mín. Toppur 220 g sýrður rjómi 100 g sykur ½ stk vanillustöng, fræ Jarðarber í skraut Kljúfið vanillustöng og skafið úr henni fræin. Hrærið sýrðum rjóma, sykri og van- illufræjum saman og setjið yfir ostakökuna kalda. Skreyt- ið með ferskum jarðarberjum. Ég skora á Sóley Arnórs- dóttur á Ísafirði að verða næsti sælkeri vikunnar. Umferðar- og hegningarlagabrotum fjölgar Umferðarlagabrotum fjölgaði mikið í ágúst á Vestfjörðum miðað við sama tíma í fyrra. 96 brot voru framin í um- dæmi lögreglunnar í síðasta mánuði á móti 68 í fyrra en árið 2006 voru þau101. Þá fjölgaði hegningarlagabrotum einnig mikið milli ára en 25 slík brot voru framin í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í ágústmánuði í ár á móti 10 fyrir ári síðan, en árið 2006 voru hegningarlagabrotin 15 talsins. Ekkert fíkniefnabrot var framið í umdæminu í ágúst, í fyrra voru þau sex og tvö árið 2005. Tölurnar eru fengnar úr afbrotatölfræði lögreglunnar fyrir september sem hefur verið birt á vef ríkislögreglustjóra. Rétt er að geta þess að við samantekt tölulegra upplýsinga eru tilgreind öll brot sem tilkynnt voru lögreglunni að frátöldum þeim sem reynast við nánari athugun ekki vera brot.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.