Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2009, Side 4

Bæjarins besta - 09.04.2009, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2009 Maðurinn á sviðinu og bak við tjöldin Hnífsdælingurinn Þröstur Ól- afsson er vélstjóri, áhugaleikari og varaformaður Litla leik- klúbbsins á Ísafirði. Hann flutti til Vestfjarða árið 1985 eftir að hafa slitið barnsskónum í Laugar- neshverfinu í Reykjavík. Hann kynntist konunni sinni, Guð- björgu Drengsdóttur, á Ísafirði eftir að faðir hans, Ólafur Ög- mundsson, mæltist til að hann flytti vestur árið 1985. Síðan þá hafa hjónakornin verið búsett á svæðinu ásamt börnum sínu, Gyðu Kolbrúnu, Karlottu Maríu og Dreng Ólafi, og fengist við ýmis störf. Þröstur hefur farið mikinn í leiklistinni og kom fyrst inn í stjórn Litla leikklúbbsins árið 1999. Þröstur hafði þá aldrei komið nálægt neinu tengdu leiklist og segist hafa verið frekar lítið menningarsinnaður fyrir þann tíma. Lengst af hér fyrir vestan var hann þá á sjó, eða í tólf ár, á Orra ÍS 2, Kofra ÍS 41 og á Fagranesinu síðustu þrjú árin sem það var á Ísafirði. Þröstur lék fyrst nautið í Bú- kollu árið 1998 í útileikhúsi í Neðstakaupstað á Ísafirði en árið eftir lék hann Bill Sykes í söng- leiknum Ólíver, sem var hans fyrsta stóra leiksýning. Eftir það heltók leiklistarbakterían Þröst og þegar mest var að gera hjá honum í leiklistinni var hann í þremur áhugaleikfélögum í einu. – Hafði leikarinn ávallt blund- að í þér? „Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En ég hef ofsalega gaman að því að upplifa viðbrög- ðin úr sal þegar leiksýning tekst vel til. Ef þú sérð tár á hvarmi eða heyrir innilegan hlátur, þá er tilganginum náð. Þetta verður ákveðin fíkn eftir að maður upp- lifir þetta og ég þurfti alltaf meira og meira,“ segir Þröstur. Þröstur segist ekki vera feim- inn að upplagi, ekkert meira en gengur og gerist. Hann hefur sinnt veislustjórn og er ekki feim- inn við að tala fyrir framan fólk. „Þegar ég byrjaði í þessu leik- listarbrölti, þá fann ég þörf fyrir að verða mér úti um leiklistar- menntun. Ég er með svo metnað- arfullan hugsunarhátt, að ef mað- ur ætlar að bjóða fólki upp á eitthvað, þá verður maður að hafa eitthvað á bak við sig,“ segir Þröstur, en hann fer í þriðja sinn í vor að Húsabakka í Svarfaðar- dal á leiklistarnámskeið sem heit- ir Röddin í leikhúsinu. Hann segir leiklistarnámið hafa hjálpað sér mikið. „Á sviði er ekki sama hvernig þú hagar þér. Þú leikur alltaf fram í sal og snýrð ekki baki í áhorfendur á meðan þú flytur textann, nema leikstjóri sé búinn að ákveða ann- að. Skýrmæli er tekið fyrir og svo er kennt að maður verði að taka á móti leiknum, ef eitthvað er sagt við þig á sviði, þá verður þú að vera vakandi og bregðast við leik mótleikara. Síðan lærir maður leikreglurnar baksviðs, hvernig þú átt að haga þér bak- sviðs,“ segir Þröstur, og segir leikhúsið vera harðan húsbónda. „Það er mjög sérstakt fólk sem gefur sig í þetta, þetta er yfirleitt fólk sem forgangsraðar lífinu þannig að leikhúsið verður númer eitt og allt annað kemur á eftir. Þó svo að fjölskyldan eigi ávallt að vera í forgangi, þá á fólk til að gjörsamlega drukkna í þessu. Maður hefur oft verið aðfram- kominn í leikhúslífinu, en kikkið við þetta er svo mikið, þannig að það gefur manni til baka fyrir allt erfiðið,“ segir Þröstur. – Á þessum tíu árum sem þú hefur fengist við leiklist á Ísafirði, hefur þú upplifað miklar hæðir í leikhúslífinu og jafnframt miklar lægðir? „Já, það var mikið líf í kringum Söngvaseið og svo hófst þessi eilífa barátta hjá aðstandendum Edinborgarhúsins við að klára húsið. Það var eilítill vergangur á Litla leikklúbbnum á þeim tíma. En merkilegt nokk, eftirminni- legustu sýningarnar sem ég hef tekið þátt í síðustu tíu ár hafa annars vegar verið í Félagsheim- ilinu í Hnífsdal og hins vegar í Sundatanga á Ísafirði. Í Sunda- tanga sýndum við á sama tíma og Menntaskólinn á Ísafirði sýndi Gretti. Svo þegar Edinborgarhúsið var klárað tók tíma að komast í gang. Við vöknuðum svolítið upp við illan draum að við sátum ekki ein að húsinu og þurfti smá að- lögun að fyrirkomulaginu í starf- semi hússins.“ – Finnst þér Edinborgarhúsið ekki hafa stuðlað að meiri menn- ingu á Ísafirði? „Jú, svo sannarlega, þetta er um „Við heimtum aukavinnu“ hafa staðið sig svakalega vel. Mér hefur heyrst á þeim að þær ætli að stefna á listnám og það er hið besta mál.“ – Svo ertu að taka þátt í nýrri sýningu eftir Dario Fo sem heitir „Við borgum ekki, við borgum ekki“ og leikur þar hlutverk Gio- vannis. Hvort finnst þér skemmti- legra að vera starfsmaður við sýningu líkt og þú varst í „Við heimtum aukavinnu“ eða að leika sjálfur? „Sko, ef ég á að segja í fullri hreinskilni hvort mér finnst skemmtilegra, þá er það auðvitað að leika í sýningunni, og ástæðan er mjög einföld. Þegar þú ert í einhverju sem er ólaunað, þá eru launin þín kikkið sem þú færð af því að vera á sviðinu og fá við- brögðin, klappið og hrósið. Það er ekki til nein sýning þar sem er ekki fullt af fólki sem vinnur baksviðs og það fólk fær litla athygli fyrir sína vinnu. Það er mjög miður, að þeir sem eru að setja upp sýningarnar fá yfirleitt ekki mikla umfjöllun, þeir hrein- lega falla í skuggann af leikurun- um. Kannski eðlilega, því áhorf- andinn verður ekki var við þetta fólk. Því ætti í allri umræðu um leikhúslíf að vera meiri umræða um fólkið á bak við tjöldin.“ – Hvernig sérðu fyrir þér fram- tíðina í leiklistinni á Ísafirði? Heldur þú að hún eigi sér bjarta framtíð? „Það fer svo mikið eftir því hvernig samfélagið plumar sig út úr þessari kreppu. Ísafjarðar- bær hefur sýnt okkur velvild gegnum árin með styrkjum, en ég sé það ekki alveg í hendi mér að það gangi núna. En í staðinn má nefna að við höfum leitað til Menningarráðs Vestfjarða eftir styrkjum og fengið einn fyrir „Við heimtum aukavinnu“ og lítum til þeirra í von um áfram- haldandi gott samstarf.“ Að lokum vill Þröstur senda öllum þeim sem hann hefur unnið með á þessum tíu árum sínar innilegustu þakkir fyrir gott sam- starf. Og ekki má heldur gleyma öllum þeim hundruðum áhorf- enda sem hafa stutt Litla leik- klúbbinn með því að sækja sýn- ingar. „Hafið okkar bestu þakkir fyrir góða aðsókn, sjáumst í leik- húsinu,“ segir Þröstur Ólafsson. komið til að vera, og ef eitthvað er, þá á þetta bara eftir að eflast. Það er nánast hver klukkustund nýtt í húsinu á daginn undir alls kyns menningarstarfsemi.“ – Núna er mikil vakning í Litla leikklúbbnum, tvær sýningar á einu leikári, ertu ekki ánægður með það? „Jú, þessi vakning er af hinu góða, að sjálfsögðu. Við settum auglýsingu í BB um daginn þar sem við auglýstum eftir fólki til að ganga til liðs við klúbbinn. Við hvetjum alla til að hafa sam- band við einhvern í stjórn Litla leikklúbbsins og það verður tekið vel á móti öllum, allt frá grunn- skóla og upp úr. Margir af þeim krökkum sem ég hef leikið með eru í leiklistar- námi eða listanámi í dag. Tvær menntaskóladömur sem ég hef verið að vinna með núna í kring-

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.