Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2009, Qupperneq 14

Bæjarins besta - 09.04.2009, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2009 Tvítugir VestanVindar „Á Vestfjörðum hittist, svo sem víða annars staðar á landinu, fólk að afloknum löngum vinnudegi þar sem tilefnið er að sinna margvíslegum áhugamálum. Samgönguleg einangrun fjölmargra byggðarlaga kallar á að hver og einn leggi sitt af mörkum til að auðga félags-, menningar- og skemmtanalíf staðanna. M.a. eru stilltir saman strengir, samið og sungið svo undir tekur í hömrum og björgum. Hljómplatan VestanVindar er árangur þessa áhugastarfs og gefur góða mynd af dægurtónlist, iðkun og flutningi hennar á Vestfjörðum. Hér er um að ræða hugljúfa hljóm- plötu, sem vekur upp gamlar minningar og er áhuga- verð áheyrnar. Ég hvet Vestfirðinga og landsmenn alla til að eignast þessa hljómplötu. Hún er góð vinar- og tækifærisgjöf, góð kveðja frá Vestfjörðum, og kærkomin eign í plötusafnið.“ Svo hljóða upphafsorð Ólafs Kristjánssonar, þáverandi bæjarstjóra Bolung- arvíkur, um plötuna VestanVindar sem gefin var út af stúdíó Bjartsýni árið 1989 og fagnar 20 ára afmæli í ár. Stúdíó Bjartsýni var rekið af bolvísku hljómsveit- inni Kan á Leifsgötu 12 í 101 Reykjavík. Að Leifsgötu 12 bjó Finnbogi Kristinsson, bassaleikari Kan, og í bílskúrnum rak hljómsveitin Kan hljóðverið. Megas tók m.a. upp plötuna Loftmynd í stúdíóinu. Magnús Hávarðarson, gítarleikari Kan, átti hugmyndina að plötunni og er sagður vera aðalsprautan á bak við gerð hennar. Plötuumslagið skartar glæsilegri teikn- ingu Jóns Hallfreðs Engilbertssonar á Ísafirði. Teikn- ingin er mjög táknræn fyrir plötuna því með henni var í raun verið að setja vestfirska tónlistarmenn í samband við þjóðina. Á plötunni er að finna ellefu vestfirsk lög með hljómsveitum og tónlistarfólki á borð við Dolby frá Ísafirði, Æðruleysi frá Patr- eksfirði, Sigga Björns frá Flat- eyri, Rúnar Þór frá Ísafirði, Septu frá Bolungarvík, Eddu Borg frá Bolungarvík, Reyni Guðmunds- son frá Ísafirði, Kan frá Bolung- arvík, Rokkbændur af Ingjalds- sandi og Sigurgeir Sveinsson frá Ísafirði. Á plötunni er að finna ýmsa færustu hljóðfæraleikara landsins í dag, og eftirminnileg er frásögn Soffíu Vagnsdóttur af ungum söngvara sem söng inn á lag Septu. Þegar Soffía er spurð um kauða segir hún: „Ég man bara eftir því að annað hvort Finnbogi Kristinsson eða Hebbi (Herbert Guðmundsson) sagðist kannast við strák sem hafði komið í stúdíóið eitthvað áður og hann væri örugglega fáanlegur til að syngja í þessu lagi fyrir mig. Ég áttaði mig nú ekki á því fyrr en nokkru síðar, eiginlega löngu eftir að lagið var tekið upp, að það var Stefán Hilmarsson, sem í dag er minn mesti uppáhaldssöngvari og sá sem hefur þroskast hvað mest af íslenskum dægurlagasöngvur- um,“ segir Soffía um unga söngv- arann sem léði rödd sína í laginu „Ég ein“ með Septu. „Vetrarþankar“ Platan hefst á lagi hljómsveit- arinnar Æðruleysi frá Patreks- firði. Lagið heitir „Vetrarþankar“ og er rólegt og bjartsýni er und- irrót texta lagsins. Söngvarinn og trommarinn Sigurður Ingi Pálsson syngur um vetrartíð en minnir hlustandann á að þrátt fyrir myrkur og válynd veður kemur sumarið brátt aftur með birtu og betri tíð. Lagið, sem er eftir Sigurð, er með bjartsýnum „lalala“ parti og sér maður Sigurð fyrir sér syngja vorið inn. Bassa- leik annaðist Hilmar Árnason, gítarleikurinn er í höndum Stef- áns Stefánssonar og Gústaf Gúst- afsson lék einnig á bassa sam- kvæmt plötuumslaginu. „Breytt í bítið“ „Breytt í bítið“ er næst á plöt- unni með ísfirsku hljómsveitinni Dolby, en hana skipuðu þeir Hilmar Valgarðsson trommu- leikari, Alfreð Erlingsson hljóm- borðsleikari, Jón Hallfreð Engil- bertsson gítarleikari og Guð- mundur Hjaltason söngvari og bassaleikari. Lagið, sem er eftir Alfreð og Jón Hallfreð, er líkt og snýtt út úr rifjum meðlima bresku hljómsveitarinnar Duran Duran og hressist platan öll við það lag. Blásturshljóðfæri og taktur sem var mjög einkennandi fyrir 9. áratuginn fær mann til að hreyfa sig, en lagið fjallar þó um ungan mann sem kann ekki að dansa og fyrstu orðin sem Guðmundur syngur eru: „Ég kann ekki að dansa, reyni, finn þó engan takt. Í örvæntingu stansa, langar ei en reyni þó samt.“ Allur undirleikur er til fyrir- myndar og um blásturshljóðfæra- leik sjá Jónas Björnsson heitinn, sem lék oft á tíðum með Rúnari Þór, og Sigurður Jónsson, sem lék með Milljónamæringunum um tíma. „Við Drekkingarhyl“ Lag númer þrjú „Við Drekk- ingarhyl“ er eftir Flateyringinn Sigurð Björnsson. Þar syngur hann um konur sem var drekkt í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Lagið skartar einstaklega flottum munnhörpuleik Eddie Rya og er ekki ósvipað laginu „A Horse With No Name“ með America. Um bassaleik sér Björn Vil- hjálmsson, Steingrímur Guðmunds- son strýkur trommurnar og Siggi Björns leikur á gítar. „Leiðin undir regnbogann“ „Leiðin undir regnbogann“ eftir Rúnar Þór er næsta lag. Rún- ar syngur um grýtta leið sem þarf að ferðast til að komast undir regnbogann. Mjög dreymið lag eftir Rúnar sem hefur bjartsýnan blæ yfir sér en textinn er frekar heimspekilegur. „Hvar endar allt, hverfur það allt?“ syngur Rúnar, og er einn fyrsti íslenski tónlistar- maðurinn sem talar illa um sólina í popplagi með orðunum: „Brenn- heit sólin blindar mig, illkvittin og gul“. Það má nánast fullyrða að lagið hafi fengið mestu út- varpsspilunina, því Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður í Popplandi á Rás 2, hefur verið einkar duglegur að spila lagið gegnum tíðina. „Ég ein“ „Ég ein“ með Septu er næsta lag. Lagið syngur Pálína Vagns- dóttir og fjallar það um konu sem textahöfundur lagsins, Soff- ía Vagnsdóttir, þekkir vel enn í dag. Konan stóð í þeim sporum á þeim tíma þegar lagið var samið, að maðurinn hvarf að heiman og hún vissi ekki hvar hann var. Hún var þó viss um ást hans og þannig ímyndaði Soffía sér hún sæti heima og biði en hann væri víðs fjarri, en langaði heim. „Og það rættist svo síðar, þau eru hamingjusöm saman í dag,“ segir Soffía Vagnsdóttir um hjóna- kornin. Í laginu spyr Pálína ítrekað hvar maðurinn hennar sé og Stef- án Hilmarsson svarar til baka þannig að Pálína verður enn ráð- villtari hvar elskhugi hennar sé niðurkominn. En hún er þó bjart- sýn og bíður og vonast eftir hon- um og veit að þau tilheyra hvort öðru, en er þó hnípin og grætur í myrkrinu. Hrólfur Vagnsson á lagið og leikur á hljómborð, bróðir hans Haukur slær trommur í laginu, Kristinn Sævarsson leik- ur á saxófón og Magnús Hávarð- arson leikur á gítar. „Útópía“ Lag númer sex á plötunni er „Útópía“ með Eddu Borg Ólafs- dóttur. Lagið er einstaklega vel spilað og framúrstefnulegt, enda engir aukvisar sem ljá því hljóð- færaleik sinn. Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari og Jóhann Ás- mundsson bassaleikari koma að laginu, en þeir stofnuðu hljóm- sveitina Mezzoforte sem er heims- fræg enn í dag. Kjartan Valde- marsson leikur á hljómborð og eiginmaður Eddu Borgar, Björn Sveinbjörnsson, slær bassann. Edda Borg segist ekki botna í texta lagsins sem Jón Þór Gísla-

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.