Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2009, Side 15

Bæjarins besta - 09.04.2009, Side 15
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2009 15 son samdi, en hann er vel þekktur listmálari í Þýskalandi í dag. „Textinn er um stúlku sem vill komast í eitthvað draumaástand og losna úr viðjum vanans. Gera eitthvað nýtt og spennandi, kann- ski eins og ég, sem er alltaf að fást við eitthvað spennandi,“ seg- ir Edda Borg um texta lagsins. Þó tónlistarmönnum sé illa við það, þá koma nokkrir listamenn upp í hugann þegar hlustað er á lag Eddu Borgar. Lagið minnir mann á eitthvað sem Madonna hefði gert á sínum tíma, eða jafn- vel Whitney Houston. Lagið er einstaklega fönkað og dansvænt og syngur Edda Borg af mikilli sannfæringu að hún vilji út, prufa eitthvað nýtt og spennandi, en hún er ekki viss, því hún segist jafnvel vera komin út, eins konar „Útópía“. „Hvert fór lífið“ „Hvert fór lífið, hvar er ég? Andleg heilsa farin villtan veg,“ syngur Reynir Guðmundsson, fyrrverandi söngvari ísfirsku hljómsveitarinnar Ýr, í sjöunda lagi plötunnar, sem er eftir Magn- ús Hávarðarson, gítarleikara í Kan, en textinn er eftir Soffíu Vagnsdóttur. Textinn fjallar um ungan mann sem syrgir látna eiginkonu sína. Lagið er mjög dramatískt og syngur Reynir af mikilli innlifun sem ungi maður- inn sem þráir ekkert heitar en að geta séð konu sína aftur og sagt henni allt sem hann sagði henni ekki. „Þórður“ Þá er komið að hlut bolvísku hljómsveitarinnar Kan á plöt- unni. Lagið nefnist „Þórður“ og fjallar um ungan dreng sem nenn- ir ekki að læra. Hann er einstakur töffari. Herbert Guðmundsson, söngvari Kan, er ljóslifandi sem Þórður í túlkun sinni á drengnum sem skilur ekkert í því að hann þurfi að læra, heldur vill hann mun fremur líta vel út í svörtum fötum og með túperað hár. Kenn- arinn skilur ekkert í Þórði og segir honum ítrekað að hann trúi ekki hversu heimskur Þórður sé að nenna ekki að læra. Hljóðfæra- leikarar Kans syngja part kennar- ans í laginu, en Kan skipuðu á þeim tíma Magnús Hávarðarson gítar, Finnbogi Kristinsson, Sig- urður Jónsson saxófónn, Jónas Björnsson trommur, trompet og raddir, og Pálmi Einarsson sem lék á básúnu í laginu. Lagið er með ódrepandi töff- arariffi og vel útsettum blásturs- leik ofan á það. „Kennarinn með uggandi svip lýsir á mig frati,“ syngur Herbert eftir að Þórður hefur tjáð hlustendum að hann standi á gati vegna lærdómsins. Kennarinn segir Þórði að heilinn í honum sé eins og vatnskanna með gati, ekki mikið álit á þeim bænum, og spurningin er hvort sagan af Þórði sé reynsla Sigurðar Jónssonar, höfundar lagsins, eða um einhvern samferðamann hans. „Allt og ekkert“ „Ef eitt í einu tvisvar, næstum þrisvar er gert. Þá margir myndu telja, að það væri ei vert,“ syngur Guðmundur Hjaltason í öðru lagi Dolby á plötunni, „Allt og ekk- ert“. Það er frekar erfitt að henda reiður á yrkisefni texta lagsins enda syngur Guðmundur: „Um allt og ekkert er þessi stíll“. Lagið er með undirliggjandi bassa sem er í klassískum þriggja hljóma blúsgangi en færist svo í moll- gang er brúin fer af stað. Lagið daðrar við „skagfirska sveiflu“ Geirmundar Valtýssonar en er samt aðeins þyngra en sú sveifla en kemst þó ekki alveg nógu nærri þungri sveiflu Dire Straits til að negla stíl lagsins. En hresst er það og skemmtilegt. „Vorsprautan“ Ef Dolby daðraði við „skag- firska sveiflu“ Geirmundar Val- týssonar, þá skella Rokkbændur af Ingjaldssandi rembingskossi á hana og fara með henni heim af ballinu með laginu „Vorspraut- an“. Lagið er dásamlega einfalt og textinn er eins upplífgandi og hugsast getur. „Kæri vertu kátur, kýldu bara á slátur,“ syngja Rokkbændurnir, og meina það. Lagið er eitthvað sem íslenska þjóðin þarfnast í dag. Boðskapur þess er að gráta ekki glataðan hlut heldur að gera það besta úr stöðunni. Rokkbændur fá mann virkilega til að trúa að vorið sé á næsta leiti með vorsprautu sinni. Rokkbændur skipuðu Birkir Guðmundsson og Árni Brynjólfs- son. Árni orti textann en Þröstur Sigtryggsson á lagið. „Sillapolki“ Að endingu er lag harmo- nikkuleikarans Sigurgeirs „Silla“ Sveinssonar. Lagið sem heitir „Sillapolki“ er einfaldur harmo- nikkuslagari og maður sér í hug- anum ófáa gömludansarana stíga sporið meðan það er spilað. Lagið byrjar á ágætis hraða en svo sýnir Sigurgeir færni sína er hann og undirleikararnir hraða taktinum allverulega í blálokin. Lofsvert framtak Árin hafa kannski ekki farið fögrum höndum um plötuna en hún á mjög góða spretti. Burtséð frá öllu áliti á tónlist hennar verð- ur aldrei af henni tekið, að hún er einstakur minnisvarði þeirrar grósku sem var í tónlistarlífi Vestfirðinga árið 1989. Fram- takið er lofsvert, að sameina vest- firska tónlistarmenn undir einn hatt og koma þeim þannig á fram- færi, framtak sem Vestfirðingar árið 2009 mættu taka sér til fyrir- myndar. – birgir@bb.is Óendanlega skemmtilegur tími Soffía Vagnsdóttir tók virk- an þátt í gerð VestanVinda og átti á þeim tvo texta. Hún segir vinnsluna hafa verið ofboðs- lega skemmtilega. „Ég man bara svo vel eftir því þegar við vorum í stúdíóinu á Leifsgöt- unni hjá Finnboga og vorum að taka þessi lög upp. Það var margt bardúsað á þessum tíma og margir sem komu að og það var svo gaman að hanga í stúdí- óinu, kjafta, drekka kaffi og hlusta og semja. Það er nú svo gleðilegt, að eftir að Hrólli flutti stúdíóið sitt hingað heim til Bolungarvíkur erum við að upplifa svona móment aftur og aftur,“ segir Soffía, og segist hafa upplifað svipaða vinnslu is og fleirum, og svo núna fyrir skemmstu með Lýð og Írisi Og fleira er á döfinni, enda kannski eins gott að nýta tím- ann, ef Stúdíó Vagnsson skyldi nú vera á förum. Þetta er óendanlega skemmti- leg vinna og þyrfti sannarlega að blása í nýja Vestanvinda- plötu, hóa saman vestfirsku tónlistarfólki, hafa tón- og textasmiðju eina góða helgi í Reykjanesi eða á Núpi eða ein- hvers staðar í góðum friði með mat og kvöldstemningu í anda listafólks og nýta svo uppsker- una á nýjan geisladisk. Er það ekki bara málið núna, svona miðað við aðstæður?“ segir Soffía Vagnsdóttir. um svipað leyti í fyrra í Bolung- arvík. „Þá var ég í hljóðverinu hjá Hrólla bróðir í Víkinni með Magga Hávarðar, Benna Sig, systkinum mínum, Gumma Reyn- Vinirnir hlusta enn á plötuna Edda Borg Ólafsdóttir söng lagið „Útópíu“ á plötunni. Hún var á þeim tíma í hljómsveit- inni Módel, sem gerði garðinn frægan í undankeppni Euro- vision með laginu „Lífið er lag“. Hún segist hafa fengið vini sína og samstarfsfélaga til að leika á plötunni en Jóhann Helgason og Eva Ásrún syngja bakraddir í laginu. Vinnsla lagsins var á léttu nótunum og útsetning þess var að mestu gerð í stúdíóinu. „Ég og Frissi Karls gítarleikari höfðum nokkru áður hist til að fara yfir það hvernig lagið ætti að vera byggt upp kaflalega séð. Ég man að Jóhann Ásmundsson bassa- leikari Mezzoforte tók þetta upp í bílskúrnum hjá honum Finnboga sem var í bolvísku Neskaupstað fyrir nokkru hjá Valdísi Brynjólfsdóttur frá Bolungarvík, þá nýútskrif- uðum hjúkrunarfræðingi. Þessi plata var eitthvað sem hún hafði tekið ástfóstri við og var hennar „uppáhald“ og var alltaf spiluð til þess að komast í vest- firska stemmingu og áður en farið var á „djammið“, en hún átti hana bara á kassettu. Eitt- hvað hafði kassettan verið mikið spiluð og farin að láta á sjá, þannig að lögin öll voru orðin hraðari. Ég man hvað mér fannst lagið hljóma eitt- hvað miklu betur svona, aðeins hraðara og hressara. Þannig að það er bara spurning að taka það upp aftur og hafa það hrað- ara,“ segir Edda Borg Ólafs- dóttir. hljómsveitinni Kan,“ segir Edda Borg, og segir marga af vest- firskum vinum hennar hlusta á plötuna enn í dag. „Ég var stödd í heimsókn á Flugu beint frá Holti í hljóðverið Árni Brynjólfsson, bóndi á Vöðlum í Önundarfirði, var í Rokkbændum sem áttu lagið „Vorsprautan“ á plötunni. Þegar Árni er spurður út í plötuna og aðkomu hans að henni eru fyrstu viðbrögð hans: „Já, þú segir nokkuð. Fyrst kemur mér nú í hug hvað 20 ár eru fljót að líða. Reyndar var ég búinn að átta mig á því að ég er víst búinn að spila á böllum í 25 ár samfellt,“ segir Árni. En hvað varðar plötuna kemur fyrst upp í huga Árna hvað honum fannst framtakið hjá Magnúsi Hávarðarsyni vera nokkuð merkilegt. „Við Birkir Þór (Rokkbóndi) veðruðumst töluvert upp við þetta. Það að fara suður í stúdíó gaf okkur vind í seglin. Við flugum beint frá Holti í Önundarfirði til Reykjavíkur og rukum beinustu leið í hljóðverið. Þá var ekki tekið upp á tölvuforrit eins og nú er í öðru hverju húsi. Þetta var töluverður skóli fyrir okkur sveitamennina að sjá hvernig staðið var að svona vinnu, t.d. að taka hvert hljóðfæri upp á sér rás og sönginn líka sér og geta svo blandað eftir á eða „mixað“. Svo man ég það líka að fyrsta upptakan í hljóðverinu skemmdist eða týndist, svo við urðum að fara aftur suð- ur til að endurtaka þetta. En svona í fáum orðum, þetta var bara gaman,“ segir Árni Brynjólfsson. Gerist áskrifendur í síma 456 4560

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.