Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2009, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 09.04.2009, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2009 Neyðarlínan og Sjálfstæðisflokkurinn Umboðslaus Bloggið Stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hefur samþykkt að fara í samstarf við Fjórðungs- samband Vestfirðinga við að gera sértæka byggðaáætlun fyrir Vest- firði. „Það er mikill áhugi hjá stjórninni á því að skoða og end- urgera þessa vestfirsku lands- hlutaáætlun eins og við viljum kalla hana“, segir Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri Atvest. Vinna við áætlunina hefst nú þegar og að sögn Þorgeirs verða lagðar áherslur á sérstöðu Vestfjarða, til að mynda í sjávarútvegi og greinum sem tengjast þeirri at- vinnugrein. „Bæði Atvinnuþró- unarfélagið og Fjórðungssam- bandið eiga talsvert af undirbún- ingsefni sem við getum nýtt við gerð áætlunarinnar og við reikn- um með að geta lagt áætlunina fram fljótlega í haust.“ Ákveðið var að ráðast í gerð landshlutaáætlunarinnar í kjölfar kynningar á byggðaáætlun sem Byggðastofnun vinnur nú að fyrir árin 2010-2013, en þar þóttu sér- tækir hagsmunir og sérstaða Vestfjarða ekki koma nógu skýrt fram. Stjórn Fjórðungssam- bandsins hafði þá þegar bókað ákvörðun sína um að hefja þessa vinnu. „Byggðaáætlun nýtur ekki virðingar og ferlið í kringum gerð hennar er ekki nægilega skýrt. Okkur fannst því ráðlegast að gera okkar eigin áætlun þar sem sérstaða landshlutans kemur skýrt fram“, segir Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri AtVest. – thelma@bb.is Landshlutaáætlun verði klár í haust Sjö sýningar verða á árvissu leiklistarhátíðinni Act alone í ár en stjórn hátíðarinnar er nú að leggja lokahönd á dagskrána. Ákveðið hefur verið að setja upp tvær erlendar sýningar en unnið er að því að velja úr íslensku sýningunum. „Við stefnum af því að vera búinn að negla allt niður fljótlega eftir páska“, segir Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórn- andi og frumkvöðull hátíðarinn- ar. Úr nógu er að velja en vel á fjórða tug umsókna bárust. Sýn- ingin fer fram í sjötta sinn dagana 14.-16. ágúst í sumar. Gaman er að geta þess að Act alone mun vera með smá upphit- un í júlí því þá verður opnuð Einstök sýning á Gíslastöðum í Haukadal, þar sem einleikjum á Íslandi verður gerð skil á fjöl- breyttan hátt. Sýningin mun standa í hálfan mánuð og verða nokkrar sýningar á einleikjum í tengsl- um við sýninguna. Í haust mun Einstök sýning fara svo á flakk. Sjö sýningar á Act alone Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sparisjóða, segir stefnt að því að sex til átta sparisjóðir verði starfandi á landinu. Sýn sambandsins sé sú að 1-2 sjóðir verði starfandi á suðvesturhorni landsins og landshlutasparisjóð- irnir verði 4-6 talsins. Nú eru starfandi sparisjóðir hér á landi fjórtán með mun fleiri útibú. Þeg- ar flestir sparisjóðir voru starf- ræktir voru þeir 63 talsins, að því er fram kom á fundi með forsvarsmönnum Sambands ís- lenskra sparisjóða. Guðjón og Gísli Jafetsson kynntu mikilvægi þess að ríkið kæmi til móts við sparisjóðina við endurreisn ís- lensks fjármálakerfis. Bentu þeir á að neyðarlögin heimili 20% eiginfjárframlag ríkisins. Miðað við eigin fé sparisjóðanna í árslok 2007 jafngildi 20% framlag um 25 milljörðum króna. Guðjón benti á að fleira þyrfti að koma til. Eins og aðrar fjár- málastofnanir þyrftu sparisjóðir að ná samkomulagi við sína lána- drottna. Þá hvöttu þeir til jafn- ræðis í aðgerðum stjórnvalda milli sparisjóða og annarra fjár- málastofnana sem nú séu undir verndarvæng ríkisins. Þannig hefur samband íslenskra spari- sjóða talað fyrir því að ríkið mæti hugsanlegum umfangsmiklum útlánatöpum og afskriftum á sama hátt hjá sparisjóðum og rík- isbönkum. Einnig að ríkið standi undir „viðbótarframlögum spari- sjóðanna í Tryggingasjóð inni- stæðueigenda vegna loforða stjórnvalda um að taka sér hluta af tjóni erlendra innlánsþega við- skiptabankanna, svo sem vegna Icesave,“ eins og segir í glærukynn- ingu sem dreift var á fundinum. Sparisjóðum fækki Sparisjóður Bolungarvíkur. Fyrir áramót hamraði Stein- grímur Joð mikið á því að ríkis- stjórnin hefði ekki umboð til að takast á við ástandið. Þessi sami Steingrímur hefur nú setið um- boðslaus í minnihluta stjórn sem studd er af handónýtum Fram- sóknarflokk. En samt hefur Steingrímur ekki komið nokkrum sköpuð- um hlut í framkvæmd. Formaður þess sama Framsóknarflokks sér nú mikið eftir öllu saman, enda ekki skrítið. Allar hugmyndir þeirra eru skotnar niður með það sama af ríkisstjórnarflokkunum. En það sem að ríkisstjórninni hefur fundist mest aðkallandi, fyrir utan að reka Davíð að sjálfsögðu, er að þvinga í gegn um þingið þetta stjórnarskrármál. Það á að gera þrátt fyrir að þetta sé minnihluta- stjórn. Ekkert gerist hins vegar í málefnum sem skipta máli. Á sama tíma er verið að greiða út tvo milljarða úr ríkissjóði í atvinnuleysis- bætur. 20 þúsund manns eru atvinnulaus, 10 þúsund börn eiga annað foreldrið án atvinnu og 600 börn eiga báða foreldranna atvinnulausa. Samt hefur ekkert gerst á síðustu tveimur mánuðum til að laga ástandið. Ingólfur Þorleifsson http://golli.blog.is Getur einhver sagt mér hvers vegna í ósköpunum Neyðarlínan ohf. lagði 300 þúsund krónur í kosningasjóð Sjálfstæðisflokks- ins fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar? Þetta kemur fram hjá ríkis- endurskoðun sem birti í fyrsta sinn útdrætti úr reikningum stjórn- málaflokka. Þegar opinberun á bókhaldi stjórnmálaflokka var til umfjöllunar á alþingi þá vakti athygli að sjálfstæðiflokkurinn reyndi að koma í veg fyrir að þessi lög yrðu samþykkt. Rökin voru m.a. þau að mörg fyrirtæki vildu geta styrkt „sinn“ stjórnmálaflokk án þess að það væri opinberað. Neyðarlínan er í eigu landsmanna og því er undarlegt að þetta opinbera fyrirtæki skuli styrkja einn stjórnmálaflokk umfram aðra. Eignarhald á Neyðarlínunni ohf. er þannig að Reykjavíkurborg á 10.5%, Ríkissjóður á 73,6% Landsvirkjun á 7,9% og Orkuveita Reykjavíkur á 7.9%. Í stjórn neyðarlínunnar sátu þegar styrkurinn var veittur, fulltrúar Reykjavíkurborgar, dómsmálaráðuneytis, sam- gönguráðuneytis og fjármálaráðuneyti. Þessum ráðuneytum var öllum stýrt af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu Alþingis- kosningar. Ætli ÖSE viti af þessu? Bryndís Friðgeirsdóttir – http://bryndisfridgeirs.blog.is Mistök Dæmin um mistök hjá Neyðar- línunni eru mörg. Kannski einna frægast þegar lögregla og björg- unarsveitir ruku upp á Skóla- vörðuholt í Reykjavík með gúm- bát og kafara samkvæmt útkalli Neyðarlínunnar. Þá hafði starfsmaður þar mis- heyrt og misskilið lítillega þegar tilkynnt var um slys við Höpfn- ersbryggju á Akureyri. Hann tók það svo að bíll hefði farið í sjóinn við Hallgrímskirkju - Höpfnersbryggja og Hallgrímskirkja hljóma að vísu dálítið svipað. Sá skilningur stóð alveg þangað til björgunar- sveitir og kafarar höfðu leitað af sér allan grun um bíl í sjónum við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti - voru með allt á þurru, ef svo má segja. En sé það svo, að Neyðarlínan reyni að bjarga Sjálfstæðisflokknum jafnvel þótt hann sé ekki í neinni neyð, hvað þá núna? Oft var þörf en nú er nauðsyn. Hlynur Þór Magnússon – http://hlynur.eyjan.is/

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.