Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2009, Blaðsíða 23

Bæjarins besta - 09.04.2009, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2009 23 Sælkerar vikunnar eru Helga Margrét Marzellíus- ardóttir og Bigir Örn Sigurjónsson á ÍsafirðiSælkerinn Hátíðarútgáfa af fiski og Mars ostakaka Sælkerar vikunnar bjóða upp á það sem þau segja vera hátíðar- útgáfuna af fiski og kartöflum, besta mat í heimi. Einnig láta þau fylgja með uppskrift að dýr- indis ostaköku með mars sósu. „Matur er ekki fullkomnaður nema með eftirrétti. Hér kemur einn sem ég mun líklega aldrei fá nóg af – veit reyndar ekki með gestina mína. En hver fær nóg af osta- og súkkulaðikökum?“, seg- ir sælkerarnir. Saltfiskur með sól- þurrkuðum tómötum Saltfiskur (u.þ.b. 2 pakkning- ar) Úrvatnaður aðeins betur. Sjá leiðbeiningar neðar. 400 g afhýddar kartöflur 2-3 msk ólífuolía salt, pipar og rósmarín (ég nota samt ekki mikið rósmarín) 1 dós niðursoðnir, saxaðir tómatar ½ dós sólþurrkaðir tómatar (1/2 dl olía úr dósinni) 2-3 tsk tómatþykkni (tomato paste) 1 stk. meðalstór laukur 3-4 stk hvítlauksgeirar 3-4 msk rauðvínsedik 1-2 msk púðursykur Rifinn ostur Kartöflur skornar í sneiðar eða ræmur og settar í eldfast mót, olía sett yfir og kryddað með salti, pipar og rósmaríni. Ofninn forhitaður og bakað við 180° C í 18-20 mínútur. Tómatar, tómataþykkni og sólþurrkaðir tómatar ásamt hluta af olíunni, söxuðum lauk, press- uðum hvítlauk, ediki og púður- sykri sett út í pott og látið sjóða smá stund. Smakkað til og saltað og piprað eftir smekk. Saltfisksflökin skorin niður í 100 gramma bita og raðað ofan á kartöflurnar þegar þær eru til- búnar, sósunni helt fiskinn og kartöflurnar og síðast er osti stráð yfir. Bakað í 11-13 mínútur til viðbótar. Borið fram með góðu brauði og fersku salati. Til að steikja eða baka í ofni er gott að útvatna flökin aðeins betur í ísköldu vatni í 2-4 klst. fyrir eldun (2 ltr. vatn/1 kg. fiskur). Mars ostakakan ½ l rjómi 300 g rjómaostur 200 g flórsykur Haust hafrakex Sex mars súkkulaðistykki Rjómaosturinn og flórsykur- inn þeyttir saman. Rjóminn þeyttur fyrir utan einn dl sem tekinn er frá. Til að koma í veg fyrir misskilning þá er þetta gert í sitthvorri skálinni! Rjómaostar- og flórsykursblöndunni er svo blandað varlega saman við þeytta rjómann og 4 mars stykki eru skorin niður og sett út í. Hafrakex er svo mulið í botn á formi, og blandan sett ofan á kexið. Þetta er svo fryst. Þegar u.þ.b. einn tími er í að rétturinn er borinn fram er hann tekinn úr frystinum. Þá er rjóm- inn sem tekinn var frá, settur í pott ásamt tveimur marsstykkj- um og hitað saman. Þegar kakan er orðin aðeins lausari í sér er mars sósunni hellt yfir og sakar ekki að skreyta með nóg af jarðarberjum! Við skorum á Dagný Her- mannsdóttur á Ísafirði að koma með uppskrift í næsta blað. Fundu tónlistarverk frá Þingeyri Söngleikur var frumsýndur á Þingeyri á laugardag. Verkið heitir Dragedukken og undirtit- illinn er sögulegt leikverk um Þingeyri í denn. Elfar Logi Hann- esson leikstjóri verksins segir verkið eiga sér merkilega sögu. „Það fjallar um lífið á Þingeyri í lok 18. aldar og upphafi þeirra nítjándu. Á þessum tíma var Þingeyri viðkomustaður skipa og aðeins eitt íbúðarhús var á staðn- um, sem var faktorshús. Svo það var mjög fámennt á Þingeyri á þessum tíma. Faktorinn sem þarna bjó hét Andreas Michelsen Steinbach en hann vann fyrst fyrir norska kaupmanninn Henrik Henkel en festi síðan kaup á Þing- eyrarverslun. Veturnir voru langir og dimmir en Andreas fann sér ýmislegt til dundurs, m.a. að semja tónlist. Hann spilaði á fiðlu og samdi m.a. nýja tónlist við norska söng- leikinn Dragedukken. Söngleik- urinn var frumsýndur í Noregi nokkrum árum áður en Andreas flutti til Þingeyrar og semur nýja tónlist við 1812. Mörgum árum síðar, á síðustu öld, finna afkom- endur hans nóturnar á Lands- bókasafninu og þar með sprettur hugmyndin að þessu verkefni. Það þótti mjög merkilegt að finna tónlist sem samin var og flutt á Þingeyri þegar þar bjuggu innan við tólf manns. Það var því draumur þeirra að tónlistin yrði einhvern tímann flutt aftur á Þingeyri. Þannig er þetta verkefni tilkomið en það hefur verið mjög lengi í bígerð en nú með tilstuðlan styrks frá Menningarráði Vest- fjarða erum við loks að koma því á koppinn. Íþróttafélagið Höfrungur stend- ur að verkefninu og nú er komið að stóra deginum. Við erum búin að vera æfa baki brotni. Mjög stór hópur hefur komið að þessu verkefni en við eru með þrettán leikara og átta manna hljómsveit. Þetta er mjög skemmtilegur hóp- ur og allir eru búsettir á Þingeyri fyrir utan einn leikara sem við fengum að láni frá Ísafirði.“ Steinbachbræður vinsælir á Vestfjörðum Henrik Henkel kaupmaður frá Noregi festi kaup á Þingeyrar- verslun árið 1788. Á kaupmanns- árum Henriks Henkel voru bræð- urnir Daniel Michelsen Stein- bach og Andreas Michelsen Steinbach löngum helstu fulltrúar hans hérlendis og stýrðu dagleg- um rekstri á Þingeyri og Flateyri. Bræður þessir voru frá Kóngs- bergi í Noregi en kynnu að hafa verið þýskir að ætterni. Daniel var sannarlega kominn til Þing- eyrar í apríl 1789 og var þá um tvítugt en Andreas, sem var yngri, mun hafa komið síðar. Hann var þó orðinn útibússtjóri á Flateyri í janúar 1797 og þá sagður 21 árs gamall. Daniel, sem kvæntist systur Henkels haustið 1793, var útibússtjóri á Flateyri frá 1792– 1796 en gerðist verslunarstjóri á Þingeyri er Andreas, bróðir hans tók við útibúinu. Sú skipan hélst þó í skamma hríð því 1798 eða því sem næst skiptu þeir bræður um hlutverk og þaðan í frá stýrði Daniel rekstrinum á Flateyri en Andreas sat við stjórn á Þingeyri. Sagnir herma að þeir Stein- bachbræður hafi verið prúð- menni og notið mikilla vinsælda hjá Dýrfirðingum og Önfirðing- um. Daníel andaðist árið 1823 og ári síðar andaðist Andreas, munu margir hafa tregað er hann andaðist tæplega fimmtugur að aldri vorið 1824 og í bréfi rituðu síðar á því ári segir Ebenezer Þor- steinsson sýslumaður hann hafa verið ,,einn þann besta mann“ í allri Ísafjarðarsýslu. Niels M. Steinbach, sonur Andreas, tók við versluninni eftir föður sinn og stýrði henni til 1830. Elfar Logi Hannesson. Frá sýningunni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.