Bæjarins besta - 30.12.2009, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Gott að læra strax
að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér
– spjallað við Matthildi Helga- og Jónudóttur framkvæmdastjóra frá Alviðru í Dýrafirði
og ég segi stundum. Ég fæddist í
sjúkraskýlinu á Þingeyri 4. janúar
1965 en nokkrum dögum seinna
var ég komin heim í Alviðru. Þar
átti ég heima alveg fram á ungl-
ingsár þegar ég varð að fara að
heiman í skóla. Framan af var ég
reyndar í skóla á Núpi og þá gat
maður bara labbað á milli því að
þetta er aðeins steinsnar frá.
Á Núpi komu saman saklausu
sveitabörnin og óþekku vand-
ræðagemsarnir að sunnan. Úr
varð skemmtilegur bræðingur og
þessir hópar lærðu sitthvað hvor
af öðrum. Það var líka oft að
foreldrar mínir tækju að sér og
hýstu þá nemendur sem ekki gátu
farið eftir reglum skólans og voru
reknir en gátu af ýmsum ástæðum
ekki farið heim. Þetta var eins
konar þegnskylduvinna þeirra og
þeim bæði ljúft og skylt. Aldrei
kom til tals að þau fengju neina
greiðslu fyrir. En svona var nú
tíðarandinn, þegar einhver var í
vandræðum, þá var hann einfald-
lega hýstur.
Við erum fimm systkinin sem
ólumst upp heima í Alviðru og
ég er í miðjunni. Svo voru líka
alltaf einhverjir krakkar í sveit
heima á sumrin. Amma bjó þarna
líka en ég man lítið eftir afa mín-
um sem dó þegar ég var mjög ung.
Við vorum látin vinna eins og
krakkar í sveitum. Okkur þótti
það nú ekkert mjög skemmtilegt
en höfðum bara gott af því. Ann-
ars var lífið ljúft. Ég lærði það
strax í æsku að það þarf að koma
hlutunum í verk því að þeir gerast
ekki af sjálfu sér. Það er gott að
vita það alveg frá fyrstu tíð.
Sveitabýli er fjölskyldufyrir-
tæki og það er mikil gæfa að
vera alin upp í slíku umhverfi.
Að ég tali nú ekki um öll dýrin
og fjöllin og fjöruna. Þetta eru
forréttindi, finnst mér, þó að ég
hafi kannski ekki alltaf átt úr
mjög mörgum leikfélögum að
velja. Í sveitinni lærir maður kann-
ski frekar en annars staðar það
sem reynist mörgum erfitt, en
það er að vera einn með sjálfum
sér og kunna að meta það. Fara
bara upp í fjall og setjast á stein
og hugsa sitt eins og allir þurfa
að gera.“
Elti strák til
Reykjavíkur
– Hvert fórstu í skóla þegar
Matthildur Helga- og Jónu-
dóttir hefur í liðlega áratug verið
framkvæmdastjóri netþjónust-
unnar Snerpu á Ísafirði eða tvo
þriðju hluta af starfsævi fyrir-
tækisins. Hún er sveitastúlka að
uppruna, alin upp í Alviðru í Dýra-
firði langt fram á unglingsár og
kann að meta það sem sveitalífið
hafði og hefur að bjóða. Matt-
hildur lauk á sínum tíma stúd-
entsprófi syðra og var um tíma í
Þýskalandi og hugði á nám í
kvikmyndagerð. Hún undi sér
hins vegar ekki vel þar í landi og
kom aftur og settist að á Ísafirði,
í grennd við æskuslóðirnar.
Lengst af var hún einfaldlega
þekkt sem Matthildur Helga-
dóttir. Nú síðari árin ber hún hins
vegar í þjóðskrá nafnið Matt-
hildur Á. Helgad. Jónudóttir
(ekki meira pláss þar fyrir fulla
skráningu sem væri Matthildur
Ágústa Helgadóttir Jónudóttir)
en skrifar sig jafnan Matthildi
Helga- og Jónudóttur. Beint ligg-
ur við að spyrja hvernig á því
standi að hún skráir sig með þess-
um hætti.
„Það hefur verið leyfilegt í
nokkur ár að kenna sig við hvort
heldur föður eða móður eða þau
bæði. Þetta er kannski ekki mikið
notað og einmitt þess vegna
fannst mér það athyglisvert.
Sumarið þegar ég tók þetta upp
varð móðir mín sjötug. Mér
fannst þetta tilhlýðileg gjöf til
móður sem átti allt nema helst
börnin sín vegna þess að þau
voru öll kennd við föðurinn. Svo
fannst mér þetta líka dálítið flott!“
– Þú ert fædd í byrjun janúar.
Ertu stefnuföst og ákveðin eins
og sagt er að steingeitur séu?
„Ég neita því ekki að það er
örugglega til í mér. En svo er þar
auðvitað margt annað líka. Ég
kann nú ekki mikið í þessum
fræðum en ég get verið óttalegur
galgopi líka. Ég fæ margar hug-
myndir og byrja á sumum þeirra
en klára þær ekkert allar. Það er
sérstaklega gott í vinnu að nota
þessa staðfestu en svo er líka
gott að vera mátulega laus í rás-
inni og njóta lífsins.“
Sólarmegin í Dýrafirði
Matthildur er dóttir hjónanna
Jónu Bjarkar Kristjánsdóttur og
Helga Árnasonar, búenda í Al-
viðru í Dýrafirði.
„Sólarmegin í Dýrafirði, eins
Núpsskóla lauk?
„Þá lá beinast við að ég færi í
Menntaskólann á Ísafirði. Ég fór
þar í fyrsta og annan bekk en svo
elti ég nú strák til Reykjavíkur
og hélt áfram og kláraði Mennta-
skólann við Sund. Svo lufsaðist
ég eitthvað áfram í skóla. Þegar
ég var liðlega tvítug fór ég til
Þýskalands og var þar í ár. Ég
ætlaði mér að læra þýskuna fyrst
en fara svo í kvikmyndanám og
verða heimsfrægur leikstjóri eða
kvikmyndatökumaður! En mér
líkaði ekkert allt of vel við Þýska-
land og fann að ég myndi aldrei
halda út að vera þar fjögur ár í
námi.
Fyrir ekki svo mörgum árum
ákvað ég að skella mér í fjarnám
í Háskólanum á Akureyri og ætl-
aði að ljúka viðskiptafræði en
áhuginn dvínaði og ég lauk því
aldrei, fannst líklega frítíminn of
dýrmætur. Galgopinn hefur lík-
lega haft hina staðföstu undir í
námsferlinum, en hver veit hvað
morgundagurinn færir okkur og
ég næ mér kannski á endanum í
einhverja gráðu. Það eru nú allir
með einhverja gráðu í dag og ég
segist vera með BS.D. og þar
stendur D fyrir droppát.“
Landsbankinn og
Ísafjarðarbær
– Starfsferillinn í stórum drátt-
um.
„Þegar ég kom heim frá Þýska-
landi átti ég náttúrlega ekki aur.
Þá kom ég aðeins vestur að heim-
sækja fjölskylduna og Vestfirð-
irnir toguðu alltaf í mig en annars
hafði ég hugsað mér að flytja
austur á firði. Það hljómar kann-
ski undarlega en ég hafði aldrei
komið til Austfjarða og þess
vegna langaði mig að prófa að
flytja þangað. Það hefði verið
lítið mál á móti því að flytja til
Þýskalands.
En það varð aldrei úr því. Ég
fór í Landsbankann á Ísafirði að
taka út síðustu krónurnar mínar
og heyrði þá að þar var verið að
tala um að það vantaði starfmann.
Ég hafði einmitt unnið sumar-
vinnu í Landsbankanum í Reykja-
vík svo að ég munstraði mig í
bankann á Ísafirði og var þar í
nokkur ár og er bara ekkert farin
austur ennþá. Hvort ég flyt nokk-
urn tímann veit ég ekki. Ég hef
auðvitað komið þar sem ferða-
maður síðan.
Þegar ég hætti í Landsbankan-
um fór ég að vinna hjá Ísafjarðar-
bæ sem aðstoðarfjármálastjóri.
Þrátt fyrir fínt starfsheiti ég aðal-
lega bara rukkari. Svo fór ég að
eiga börn og það slítur nú svolítið
í sundur hjá manni vinnutímann
og starfsferilinn. Þá var ég um
tíma hjá Hafsteini Vilhjálmssyni
og svo fór ég í Snerpu fyrir rúm-
um 10 árum.“
Sótti ekki um
starfið hjá Snerpu
– Þú tókst strax við starfi fram-
kvæmdastjóra hjá Snerpu.
„Já, mér var boðið það starf.
Þeir voru eitthvað búnir að vera
að auglýsa en mér datt nú ekki í
hug að sækja um. Svo var það
Fylkir heitinn Ágústsson sem
kom þessu til leiðar. Við höfðum
unnið dálítið saman þegar ég var
hjá Hafsteini. Ég varð reyndar
frekar undrandi. Þó svo að ég
þekkti bókhald og slíkt mætavel,
þá fannst mér ég nú kannski ekki
alveg tilbúin að fara að stjórna
fyrirtæki.“
– Og nú er kominn fullur ára-
tugur.
„Já, það eru komin yfir 10 ár
því fyrirtækið gengur ágætlega.
Fylkir hefur haft eitthvað til síns
máls. Ég hef nú stundum sagt í
gríni, vegna þess að ég get verið
svolítið ráðrík, að starfshamingja
mín aukist í réttu hlutfalli við
völd mín og mér hugnast ágæt-
lega að vera við stjórnvölinn.
Það er svolítið sérstakt að reka
tæknifyrirtæki eins og Snerpu úti
á landi. Þó að ég sé ekki mjög
flokkspólitísk, þá þarf ég að gefa
mér tíma í alls konar pólitískt
pot og lobbýisma til þess að berj-
ast fyrir bættum aðstæðum og að
sá grunnur sem nauðsynlegur er
fyrir öll fyrirtæki sé til staðar. Í
mörg ár hef ég barist fyrir bættu
ljósleiðarasambandi á Vestfjörð-
um og að svokallaðri ljósleiðara-
hringtengingu verði komið á til
að auka öryggi í gagnaflutningi.
Segja má að þetta sé hluti af
því að eiga hér heima, en því
miður búum við á Vestfjörðum
við lakara vegakerfi en nokkur
annar landshluti og rafmagn fer
mörgum sinnum oftar af hér en
annars staðar á landinu. Ég er
einmitt að vinna í nefnd um
afhendingaröryggi raforku á Vest-
fjörðum og það er ljóst að núver-
andi ástand er óviðunandi með
öllu. Annað hvort þarf að virkja
á Vestfjörðum eða byggja upp
tvöfalda tengingu inn í fjórðung-
inn.
Það er mikilvægt að við sofn-
um ekki á verðinum og látum
bjóða okkur að vera annars flokks
þegnar á Íslandi. Við eigum ekki
að kalla það ölmusu eða aðstoð,
við viljum einfaldlega að skatt-
peningar okkar séu notaðir til
uppbyggingar á Vestfjörðum. Í
gegnum tíðina hafa mikil verð-
mæti skapast hér á Vestfjörðum
og við eigum vel inni fyrir mynd-
arlegri uppbyggingu. Málunum
hefur verið frestað of lengi, mikið
hefur verið talað en nú er komið
að því að fara að vinna.“
– Kaffihúsið Langi Mangi við
Aðalstræti á Ísafirði kemur við
sögu hjá ykkur hjónunum.
„Já, ég skautaði nú yfir það
áðan, að maðurinn minn var
ástæðan fyrir því að ég settist að
til frambúðar hérna fyrir vestan.
Ég kynntist Gumma Hjalta þegar
ég var að vinna hérna í bankan-
um. Ég ætlaði bara að vera ör-
stutt. Það var hann sem hélt í mig
hérna.
Við opnuðum síðan bygginga-
vöruverslunina Gvend á Eyrinni,
sem reyndar fór ekki nógu vel.
Ég var í sjálfu sér ekkert mikið í
þessu fyrirtæki því að á þeim
tíma áttum við lítil börn og ég
var að vinna hjá Hafsteini, þannig
að Gummi var að mestu aleinn í
því basli.
Svo kaupum við Langa Manga
árið 2005 og vorum hálfpartinn
nörruð út í það eins og gengur.
Við ákváðum síðan seinnipart
sumars 2008 að loka honum en
þá var Gummi veikur og líka var
óvissa með framhaldið á rekstrin-
um. Við reyndum að selja en það
þorði enginn að kaupa.
Þó að þessi fyrirtækjarekstur
okkar hafi ekki gengið allt of
vel, þá hefur þetta gefið manni
heilmikla reynslu. Flest í kring-
um Langa Manga var líka óskap-
lega skemmtilegt. Að vísu fyrir
utan þennan óskiljanlega ofsa í
einum nágranna!“
Tók það nærri sér að skulda
„Maður kynntist svo mörgu
fólki og þetta var svo mikið ævin-