Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.12.2009, Page 9

Bæjarins besta - 30.12.2009, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 9 týri. Það má ekki alltaf setja pen- ingamælikvarðann á allt sem maður gerir. Það skemmtilegasta og innihaldsríkasta sem maður gerir er oft það sem kostar fyrir- höfn eða fórnir. Sá sem þorir ekki að láta vaða lendir aldrei í ævintýrum. Allir hafa gott af því að lenda stundum í háska. Að lenda í svolitlum peningavand- ræðum – auðvitað á ekki að segja svona í miðri kreppu – gerir manni gott líka. Þegar fólk er farið að sjá upp úr svartnættinu, þá finnur það hvað það hefur lært mikið. Þú ert ekki innistæðan á reikningnum þínum, þú ert ekki skuldin. Þú ert ekki endilega verri manneskja þó að þér hafi ekki tekist að láta eitthvert fyrirtæki blómstra. Þú ert að reyna að gera þitt besta. En þegar ég lenti í þessum málum, þá hugsaði ég ekki svona. Ég tók það óskaplega nærri mér að skulda. Mér fannst það alveg rosalegt. Nánast glæpsamlegt. En svo rann það upp fyrir mér að það er ekki svo. Ég hef það stund- um á tilfinningunni þegar ég hlusta á umræðuna um Icesave og kreppuna, að þeir sem garga hvað hæst um kjörin sem Íslandi bjóðast og meðferðina á okkur, að þetta er fólk sem hefur aldrei verið í þeirri aðstöðu að þurfa að skríða í bankann sinn. Ekki vit- andi hvort það að sé nokkur leið út úr vandanum, og ef hún er til, þá er hún alltaf á verstu hugsan- legu kjörum. Við þannig aðstæður verður bara að taka því sem að manni er rétt. Sá sem er lítill og á í vand- ræðum er ekki að semja á jafn- réttisgrundvelli við þann stóra. Það eru sömu lögmálin í gangi í svona krísum á milli landa og þegar einstaklingur lendir í fjár- hagsvandræðum.“ Jafnréttismálin eru rauði þráðurinn – Femínistinn Matthildur ... „Hún er svolítið grimm stund- um. Ég held að ég hafi bara alltaf verið femínisti. Í sveitinni var náttúrlega frekar hefðbundin verkaskipting milli kynja. Jóna Björk móðir mín er reyndar ein af þeim konum sem hafa verið ófeimnar að tjá sig og standa uppi í hárinu á köllunum þó að hún hafi kannski aldrei kallað sig femínista. Á þeim árum þegar ég var að alast upp voru þessi mál kraum- andi, kvennafrídagurinn og allt í kringum hann. Þá var ég stödd í Reykjavík en fékk ekki að fara niður í bæ og er enn svolítið súr yfir því. Ég held að það sé bæði persónuleikinn og aðstæðurnar í kringum mig sem hafa gert mig að femínista. Ég hef nánast alla tíð skipt mér eitthvað af jafnrétt- ismálum, bæði leynt og ljóst. Ég skrifa stundum femíniska pistla eða kem fram sem Hr. Matthild- ur, en þann titil tók ég mér þegar umræðan um það hvort starfs- heitið ráðherra væri boðlegt konu stóð sem hæst. Ég gekk í Femínistafélagið strax og það var stofnað. Ég starf- aði hér með Kvennalistanum þegar hann bauð fram til bæjar- stjórnar hér á Ísafirði þó að ég væri ekki á lista og hafi aldrei verið í framboði. Ég hef ekki áhuga á pólitísku amstri á þann hátt. Ég hef áhuga á pólitík en ég hef ekki áhuga á því að praktísera hana þó að ég hafi vissulega skoðanir á hlutunum. Það má í raun segja að flest sem ég geri og segi tengist fem- ínisma á einhvern hátt. Ef fólk á annað borð temur sér jafnréttis- hugsun er hún ekki eitthvað sem það notast ekki við nema stund- um. Ég hef tekið þátt í opinberri umræðu um jafnréttismál og það er líklega rauði þráðurinn í mínu lífi.“ Óbeisluð fegurð „Fyrir nokkrum árum stóð ég fyrir Óbeislaðri fegurð ásamt nokkrum félögum mínum, en það var háðsádeila á fegurðarsam- keppnir og þessa óraunverulegu fegurðarstaðla sem markaðsöflin leggja á okkur mannfólkið. Manneskja en ekki markaðsvara, sögðu rauðsokkurnar í gamla daga, og það er enn í fullu gildi. Þetta var eitt það skemmtileg- asta og lærdómsríkasta sem ég hef tekið þátt í. Sannir femínistar geta að sjálfsögðu ekki hugsað sér að græða á fegurðarsam- keppnum og því fór allur ágóði til styrktar Sólstöfum. Það má segja að þessum femíniska gjörn- ingi sé ekki enn lokið því ég hef farið nokkuð víða til að halda fyrirlestra um málið og sýnt heimildamyndina sem gerð var um undirbúninginn og keppnina. Allt frá húsi Sameinuðu þjóðanna í New York til Menntaskólans á Ísafirði. Heimildamyndin sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir hjá Krummafilm framleiddi fer væntanlega í sölu og dreifingu í vetur og Sólstafir munu njóta góðs af afrakstrinum sem endra- nær.“ Fjölskyldan Eiginmaður Matthildar er Ís- firðingurinn Guðmundur Hjalta- son. Þau eiga saman tvö börn, Einar Braga og Birtu, sem eru núna á unglingsaldri. Hann er í Menntaskólanum en hún er að klára Grunnskólann. „Fyrir átti Gummi tvær stelpur, Heiðu Dögg og Helgu Kristínu, sem báðar eiga börn og fóstur- börn. Þetta er það sem kallað er teygjufjölskylda og þannig er ég komin með sjö barnabörn þó ég sé ekki orðin 45 ára. Ég segi að þetta séu grædd börn sem maður fær ókeypis inn í lífið og að ég eigi fjögur börn með Gumma en tvö þeirra líka með öðrum kon- um. Ég get verið mikil fjölskyldu- manneskja og við systkinin hitt- umst mikið. Við búum öll hér á svæðinu nema einn bróðir sem flutti fyrir nokkrum árum norður á Akureyri. Átakið Börnin heim var mikið í umræðunni hér fyrir nokkrum árum og það er merki- legt að þá bjuggum við öll fimm systkinin hér í Ísafjarðarbæ. For- eldrar okkar hefðu átt að fá viður- kenningu fyrir þetta afrek, skjöld á húsið eða eitthvað álíka.“ Gönguferðir og mósaík „Til að slaka á og njóta lífsins fer ég gjarnan í góðar gönguferðir og á það jafnvel til að hlaupa. Sérstaklega er gott að hlaupa eða ganga úr sér daglegt stress og kenndi mér undirstöðuatriðin. Í sumar fór ég að fikta við að gera mínar eigin glerflísar undir hand- leiðslu glerlistakonunnar Ólafar Davíðsdóttur í Brákarey. Síðan hef ég mölvað flísar og límt. Safna að mér öllum flísum sem ég kem höndum yfir, hvort sem þær eru notaðar eða nýjar. Var til dæmis svo lánsöm að komast yfir gömlu þakflísarnar af Al- þingishúsinu og þær bíða þess að verða að einhverju sérstöku. Það gengur stundum á ýmsu í stofunni heima þegar ég er með stórt mósaíkverk í vinnslu og það brestur á með hljómsveitaræf- ingu hjá Gumma. Við þurfum því að koma okkur upp góðri vinnuaðstöðu og dreymir um listhús hér á Ísafirði þar sem listamenn geta haft vinnustofur og aðstöðu.“ ekki spillir hvað stutt er upp í næsta fjall eða niður í fjöru. Það jafnast fátt á við það að setjast niður og njóta útsýnisins eftir að hafa gengið eða prílað upp á fjallstopp. Ég sit gjarnan með kaffibollann á grjótgarðinum á bak við Ölduna þar sem ég bý og hugsa mitt. Kalla þennan stað Kaffi Grjót. Snæfjallaströndin blasir við, hvort sem ég sit í grjót- inu eða við eldhúsgluggann, og hafið færir mér nýtt málverk á hverjum degi. Á björtum sumar- nóttum kemur sólin upp um klukkan þrjú og þá er varla nokk- ur leið að slíta sig frá dýrðinni. Ég var svo lánsöm að fá list- ræna hæfileika í vöggugjöf og þörfin fyrir að skapa eykst með árunum. Fyrir nokkrum árum kynntist ég mósaíklistakonunni Alexandra Argunova og hún Ljósm: Ágúst G. Atlason.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.