Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.12.2009, Qupperneq 14

Bæjarins besta - 30.12.2009, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 gegnum LINSUNA Vegna síaukins áhuga al- mennings á ljósmyndun, hefur Bæjarins besta ákveð- ið að birta í vetur valdar myndir eftir hina fjölmörgu áhugaljósmyndara á Vest- fjörðum. Þeir sem vilja leyfa lesendum blaðsins að sjá verk sín er bent á að senda þær í prentgæðum á net- fangið bb@bb.is ásamt stuttum texta og ljósmynd af höfundi. Annar vestfirski áhugaljósmyndarinn til að sýna ljósmynd eftir sig er Ágúst G. Atlason á Ísafirði. Ísafjörður: „Þann 12. desember 2008 bankaði Jón Björnsson upp á hjá okkur Nínu, alveg stjörnuvitlaus, því þá var tunglið nær jörðu en það verður næstu 6000 eða 60.000 árin (spyrjið Jón ef nákvæmnin skiptir máli). Mikill rosa- baugur fylgdi með. Ég hljóp út í frostið og gleymdi bæði yfirhöfnum og þrífæti. Ég náði samt þokkalega óhreyfðri mynd með því að kasta mér í Túngötuna, sem veitti mér stuðning, í tæpar tvær sekúndur meðan myndatakan fór fram. Myndin var tekin á nýju fínu Canon-vélina mína sem Nína var nýbúin að gefa mér í afmælisgjöf. Myndin var tekin 12.12, kl. 22:23:21.“ Allir geta lært að lifa með sykursýki Stefán Pálsson er ungur og efnilegur íþróttamaður. Hann hefur bæði látið að sér kveða í hlaupum og á skíðum. Þegar Stefán var sautján ára greindist hann með sykursýki. Hann hefur þó ekki látið það aftra sér að vera með ólæknanlegan sjúkdóm og heldur ótrauður áfram í íþróttum samhliða námi við Menntaskól- ann á Ísafirði. „Ég hef æft skíði síðan vetur- inn 1999-2000 og hef samhliða því verið að hlaupa, en samt aðal- lega á sumrin og haustin. Ég hef tekið þátt í Óshlíðarhlaupinu, Vesturgötunni og Reykjavíkur- maraþoninu. Það síðastnefnda hefur undanfarin ár verið það sem maður stefndi að áður en skíðin tóku yfir á haustin. Núna er ég reyndar ekki að æfa skíðin að ráði en er að þjálfa krakka 9- 12 ára hjá Skíðafélagi Ísfirðinga. Ég æfi svo bara fyrir mig, svo sér maður til seinna í vetur hvort maður keppi um Íslandsmeistara- titil eða ekki. Ég ætla samt að taka þátt í næsta landsmóti því að þetta er síðasta árið þar sem ég get keppt í unglingaflokki þar sem ég er 19 ára.“ – Hefurðu alltaf verið mikið í íþróttum? „Já, alltaf, ég æfði fótbolta þeg- ar ég var lítill og upp á síðkastið hef ég verið í handbolta. Var nú reyndar ekkert að æfa handbolta af viti en það var gaman að vera með og fíflast með hinum. En annars hef ég ekki verið að æfa neitt að ráði nema skíði og hlaup. Ég hef þó mikinn áhuga á flestum íþróttum og hef stundað þær að einhverju leyti.“ – Setur sykursýkin ekkert strik í reikninginn hvað varðar íþrótta- iðkun þína? „Ég greindist í lok nóvember 2007 og þá breyttist allt. Ég þarf að huga vel að því hvernig ég undirbý mig fyrir keppni og hvernig keppnin sjálf muni reyna á mig. Maður þarf að huga að blóðsykri því ef ég fæ sykurfall gæti það haft áhrif á árangur, einnig ef ég er of hár í sykri fyrir og í keppni. Maður þarf því að vera vel undirbúinn og hafa til staðar orkudrykk sem ég get fengið mér á meðan á keppni stendur ef mér fer að líða eitthvað undarlega. Þetta var erfitt fyrsta mánuðinn á meðan ég var að venjast þessu en þetta verður sífellt auðveldara. Ég greindist í nóvember og um áramótin á eftir fór ég í skíða- ferðalag út til Noregs. Þar lærði ég að mestu leyti hvernig ég ætti að höndla þetta. Þá sá ég um þetta með aðstoð fararstjóranna. En svo lærist þetta bara með tím- anum. Ég gat ekki hugsað mér að hætta í íþróttum enda var ég bara sautján ára og alveg á fullu á skíðunum. Maður þurfti því bara að læra á þetta til að geta haldið áfram.“ Ekki til lækning – Hvernig voru viðbrögð þín við því að greinast með alvarleg- an sjúkdóm svona ungur? „Það breytti mjög miklu, það er erfitt þegar maður er á þessum aldri og allir í kringum mann að borða og drekka það sem þá lang- ar í og maður getur það ekki. En það venst. Ég er búinn að lifa með sykursýki í tvö ár og búinn að venjast því, svona verður bara lífið og maður verður bara að taka því. Rosalega margir vita ekkert hvað sykursýki er, hvernig sjúk- dómurinn virkar og af hverju fólk fær sykursýki. Fyrst eftir að ég greindist var ég alltaf að svara spurningum í skólanum um þetta. En sannleikurinn er sá að það er ekki vitað af hverju þetta stafar og því er ekki til lækning við sjúk- dómnum. Kannski finnst lækn- ing eftir einhver ár en maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Sykursýki er sá sjúkdómur þar sem einna hröðustu framfarirnar í læknavísindum fara fram. Fyrir ekki svo mörgum árum þurftu þeir sem voru með sykursýki að notast við venjulegar sprautur en í dag er þetta orðið mun þægi- legra og boðið upp á penna og dælur eins og ég er með. Ég stilli dæluna eftir því hversu mikinn skammt ég vil og hún sér um að sprauta mig á klukkutíma fresti. Maður er því ekki eins heftur og í byrjun þegar ég þurfti að vera með penna og stóra tösku með pennum og nálum meðferðis. Og hver veit nema einhvern daginn þurfi maður bara að taka eina pillu eða hafa staut inni í sér sem virkar sjálfkrafa.“ Stoppar ekki lífið að greinast með sykursýki Stefán þarf að gæta vel að öllu sem hann innbyrðir. „Það stoppar ekkert lífið að greinast með sykursýki, það geta allir lært að lifa með þessu. Auð- vitað breyttist allt og ég þurfti algjörlega að breyta mataræðinu. Nú tel ég hversu mikið magn af kolvetni ég borða en ég þarf að sprauta mig með insúlíni á móti kolvetninu. Mataræðið hefur nú eiginlega bara breyst til góðs. Maður hætti að borða ruslmat, gos og nammi og þess háttar. Ég drekk bara kristal, sódavatn og zero gosdrykki. Þegar maður er orðinn vanur þessu skiptir það engu. Ég borðaði heldur ekki það mikið nammi að það hefði nein rosaleg áhrif. „Það er nánast kolvetni í öllu, til að mynda er brauð nánast ein- göngu kolvetni. Þegar líkaminn innbyrðir kolvetni breytir hann því í sykur sem hækkar blóðsyk- urinn og ég þarf því að sprauta mig með insúlíni til að vega upp á móti því.“ Matarvenjur heimilisins hafa færst til betri vegar í kjölfar sjúk- dómsgreiningar Stefáns. „Mataræðið breyttist að ein- hverju leyti hjá fjölskyldunni, við hættum til dæmis að mestu að borða hvítt brauð þar sem gróft brauð hefur mun betri áhrif á blóðsykurinn. Auðvitað getur mataræði heimilisins ekki ein- göngu stjórnast af mér en það er tekið tillit til þess að ég get ekki borðað hvað sem er.“ Hömlur á mataræðinu komu þó ekki í veg fyrir að Stefán

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.