Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 2

Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Þrjú skemmtiferðaskip heimsóttu Ísafjörðu um helgina. Á myndinni sést skemmtiferðaskipið Maasdam við bryggju. Annríki í ferðaþjónustunni Þrjú skemmtiferðaskip heim- sóttu Ísafjörðu um helgina. Á laug- ardagsmorgun kom skemmti- ferðaskipið Mv Ocean Princess til Ísafjarðar. Skipið er um 30 þús. brúttótonn að stærð og far- þegar skipsins eru að mestu enskumælandi. Fóru þeir í ferðir á vegum Vesturferða um svæðið en mikill fjöldi farþega skipsins lagði leið sína til Hesteyrar að þessu sinni, en ásamt þeirri ferð er m.a. boðið upp á ferð í Vigur og í rútuferðir um svæðið. Á sunnudagsmorgun komu tvö skip. Ber þar helst að nefna skipið Maasdam sem siglir undir holl- ensku flaggi þó svo að flestir farþegar skipsins hafi verið frá Bandaríkjunum. Skipið er í stærri kantinum og tekur um 1.200 far- þega auk áhafnar. Annar gestur dagsins var skemmtiferðaskipið Princess Danae sem lá við ankeri á Prestabugtinni meðan að Maas- dam lá við bryggju á Sundahöfn. Farþegafjöldi þessa tveggja skipa var að vonum mikill og má segja að Ísafjörður hafi verið fullur að ferðamönnum á sunnudag. Far- þegar skipanna fóru einnig í ferð- ir á vegum Vesturferða en margir skoðuðu sig um á eigin vegum og virtu fyrir sér bæinn og íbúa þess. Skemmtiferðaskipið Le Boreal kom síðan á mánudag til Ísafjarð- ar. Skipið tekur um 300 farþega og er um 10 þús. brúttótonn að stærð. Skipið er allt hið glæsi- legasta þrátt fyrir að vera með minni skipum sumarsins. Skipið Ítalskt, sérsmíðað og inniheldur m.a. stóran sýningarsal, veitinga- staði og líkamsræktarsal. Ocean Princess heimsótti Ísafjörð á laugardag. Le Boreal við bryggju.Princess Danae kom í annað skiptið til Ísafjarðar í sumar. Gerð varnargarð seinkar vegna mistaka Framkvæmdir við snjóflóða- varnargarðinn í Traðarhyrnu í Bolungarvík hafa tafist vegna mistaka sem ekki er vitað hver ber ábyrgð á. Síðastliðið haust tók að hrynja úr bakhlið snjó- flóðavarnargarðsins, sem snýr að Traðarhyrnu, og var í kjölfarið ákveðið að stöðva framkvæmd- irnar. Verktakafyrirtækið Ósafl ehf., dótturfélag Íslenskra aðal- verktaka, sér um framkvæmdir á varnargarðinum sem er hannaður af Eflu ehf. Að sögn Einar Hrafns Hjálmarssonar, aðstoðarstaðar- stjóra Ósafls í Bolungarvík, veld- ur tjónið því að garðurinn verði ekki tilbúinn fyrr en á næsta ári en verklok voru áætluð í haust. „Mér finnst líklegt, þó það eigi eftir að semja um það, að fram- kvæmdirnar dragist vegna þessa fram á næsta sumar.“ Einar Hrafn segir að úttekt standi nú yfir á því af hverju tjónið varð. Þá standi yfir vinna við að fjarlægja grindurnar sem hrundu við fallið. Þegar það var tjónið varð var búið að binda um 15% grindanna í garðinum. Einar segir að ekki hafi orðið meira tjón frá grjóthruninu í október í fyrra. Á DV-vefnum er haft eftir Óskari Valdimarssyni, forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, að ekki sé vitað hver ber ábyrgð á tjóninu en framkvæmdirnar hafa tafist um tvo til þrjá mánuði. Grindurnar sem eru notaðar til að binda garðinn voru keyptar frá ítölskum framleiðanda, Offic- ine Maccaferrie. Framkvæmdir við varnargarð í Bolungarvík voru stöðvaðar.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.