Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 17

Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 17
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 17 Önundur Hafsteinn Páls- son, tónlistarmaður og upp- tökumaður á Flateyri stendur fyrir margmiðlunarnám- skeiði fyrir unglinga í sumar og í haust. Önundur fékk á dögunum fyrsta hópinn til sín til þess að prufukeyra verkefnið sem er styrkt af Menningarráði Vestfjarða. „Þetta er margmiðlunar- námskeið, en ekki í hinum venjulega skilningi. Við er- um að vinna með marga miðla. Við notumst við ljós- myndir, video og teikningar. Námskeiðið snýst um að búa til teiknimyndir í bland við þetta allt. Það má því í raun segja að þetta séu úrklippu– teiknimyndir,“ segir Önund- ur. Margmiðl- un á Flateyri Önundur Pálsson. Jónas Helgason, formaður Æð- arræktarfélags Íslands og bóndi í Æðey í Ísafjarðardjúpi segir nið- ursveiflu á japönskum fjármála- markaði valda því að eftirspurn eftir æðardúni hefur minnkað um helming. Nokkrir framleiðendur hérlendis sætti sig við mikla verð- lækkun til að selja afurðir sínar. „Við höfum á engan hátt notið neins af gengisbreytingunni sem hefur orðið vegna kreppunnar hér heima,” segir Jónas Helgason í samtali við vísir.is, en hann kveð- ur eftirspurn eftir æðardúni hafa tekið að dala þegar fyrir hrunið. Í fyrra hafi aðeins verið selt um eitt og hálft tonn af æðardúni miðað við um þriggja tonna fram- leiðslu í góðu ári. Á meðan safnist upp birgðir. Jónas játar því að meðal æðar- dúnsframleiðenda sé nokkur gremja í garð þeirra úr hópnum sem láti útflytjendur hafa dún til að selja ytra á mikið lægra verði en tíðkast hafi. Dæmi séu um að kílóið af dúni hafi verið selt á 40 til 45 þúsund krónur í fyrra. Fyrir hrunið hafi verðið verið allt að 115 þúsund krónur en það svarar til 115 milljóna króna fyrir hvert tonn. Verðfallið nú er þannig afar mikið í erlendum gjaldmiðlum. „Það er staðreynd að hér eru aðilar sem nýttu sér það að lækka verðið í erlendri mynt til að geta frekar selt dúninn sem þeir voru með. En það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þó að verð lækki svona þá auka menn ekkert söluna,“ segir Jónas. Á bilinu 260 til 270 félagar eru nú í Æðarræktarfélagi Íslands en dúnn finnst að sögn Jónasar á um 400 jörðum. Mestur sé dúnn- inn á Vesturlandi, sérstaklega við Breiðafjörð. – kristjan@bb.is Eftirspurn eftir æðardúni minnkar Jónas Helgason, formaður Æðarræktarfélags Íslands og bóndi í Æðey í Ísafjarðardjúpi segir niðursveiflu á japönskum fjármálamarkaði valda því að eftirspurn eftir æðardúni héðan hefur minnkað um helming.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.