Bæjarins besta - 09.06.2011, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892
5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560,
kte@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur
til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Eiga bæjaryfirvöld í
Ísafjarðarbæ að loka
versluninni á Hlíf?
Alls svöruðu 688.
Já sögðu 105 eða 15%
Nei sögðu 583 eða 85%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Norðaustlæg átt 5-10 m/s,
en hvassara norðvestantil.
Rigning með köflum, en
úrkomulítið suðvestantil.
Hlýnar lítið eitt í veðri.
Horfur á laugardag,
sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir austlæga átt
með dálítilli vætu í
flestum landshlutum.
Heldur hlýnandi veður.
Ritstjórnargrein
Meðal tíu áhugaverðustu
Atvinnumálanefnd Ísa-
fjarðarbæjar telur mikilvægt
að sveitarfélagið sjái til þess
að rekin séu tjaldsvæði í öll-
um byggðakjörnum. Nefnd-
in hefur því falið upplýsinga-
fulltrúa bæjarins að kanna
hvers vegna bærinn kemur
ekki að rekstri tjaldsvæðis á
Suðureyri í sumar.
Á Ísafirði eru tvö tjald-
svæði. Í Tungudal er aðal-
tjaldsvæði Ísfirðinga og ann-
að tjaldsvæði er ofan við
Menntaskólann á Ísafirði en
þar er nýtt aðstaða heima-
vistar skólans yfir sumartím-
ann undir sumarhótel Hótels
Eddu. Tjaldsvæði eru líka á
Flateyri og Þingeyri, í Korpu-
dal í Önundarfirði og á Dynj-
anda, að því er fram kemur á
heimasíðu Ísafjarðarbæjar.
Tjaldsvæði séu í
öllum byggðum
Suðureyri.
Daglegar ferðir í náttúruperl-
una Vigur á Ísafjarðardjúpi hefj-
ast 10. júní. Nokkur umferð
ferðamanna hefur þó verið í eyj-
una að undanförnu enda eyjan
vinsæll áfangastaður hjá starfs-
mannahópum og skólafólki snemma
sumars. „Við höfum tekið á móti
nokkrum hópum í maí, að ógleymd-
um ferðamönnum frá skemmti-
ferðaskipunum,“ segir Hugrún
Magnúsdóttir bóndi í Vigur.
„Það er erfitt að sjá fyrirfram
hvernig traffíkin verður þar sem
það er lítið um að fólk bóki með
löngum fyrirvara. Það liggja helst
fyrir bókanir frá skemmtiferða-
skipunum en flest ætla þau bjóða
farþegum sínum upp á ferðir í
eyjuna í sumar,“ segir Hugrún.
Fuglalífið í Vigur er auk annars
náttúrufars eitt helsta aðdráttarafl
Vigur og segir Hugrún fuglalífið
vera í miklum blóma. „Lundinn
er vinsælastur en svo er teistan
líka einstaklega falleg og auk
þess er nóg af æðarfugli og kríu.“
Fréttir hafa borist af slæmu
ástandi lundastofnsins í kringum
Vestmanneyjar en Hugrún segir
það ekki eiga við um lundann í
Djúpinu. „Við höfum ekki orðið
vör við annað en að ástandið sé
gott, allavega er nóg af honum,“
segir hún.
– kte@bb.is
Gott ástand á lundanum í Vigur
,,En það er annað Ísland: hljóðlátt leyndarmál um landshluta sem
litla athygli hefur fengið en hefur í ár vakið hrifningu sem erfitt er að
horfa fram hjá. Staðurinn er Vestfirðir, skringilega skapaður skagi
sem er aðeins tengdur restinni af landinu með mjórri ræmu. Það er
eins einangrað og það er stórkostlegt.“ Með þessum ummælum af
hálfu eins umsvifamesta útgefanda ferðabóka í heiminum, Lonely
Planet, voru Vestfirðir settir á meðal 10 eftirsóknarverðustu staða,
sem ferðalöngum heimsbyggðarinnar stendur til boða.
Hornstrandir hafa árum saman verið griðland þeirra sem komast
vilja burt frá ysi og þysi borgarlífsins og upplifa í senn undur fagra
og hrikalega náttúru; nokkuð sem enginn gleymir. En Vestfirðir eru
annað og meira en Hornstrandir. Heimsókn á Látrabjarg, með vest-
asta odda landsins, Bjargtanga, festist hverjum og einum í minni,
sem þar stígur niður fæti. Stjórnvöldum þótti á sínum tíma ekki taka
að hafa Vestfirði með í ,,hringveginum um Ísland.“ Vestfirðir státa
hins vegar af eigin hringvegi, stóra Vestfjarðahringnum, eins og
hann er stundum kallaður. Út frá honum er hægt að fara ýmsa
smærri hringi eða útúrkróka til fjölda forvitnilegra staða. Fjölbreyti-
leikinn sem blasir við á vestfirska hringveginn er einstakur. Þetta
vita Vestfirðingar manna best og þess vegna leggja þeir ríka áherslu
á að vegakerfinu innan fjórðungsins verði komið í það horf, að boð-
legt þyki.
Vestfirðir, paradís ferðamannsins. Vestfirðingar líkt og aðrir
landsmenn eru meðvitaðir um að ferðaþjónusta er meðal líklegustu
atvinnutækifæra framtíðarinnar. Þeim er líka ljóst að þessi einstaki
landshluti sem þeir búa á hefur alltof lengi verið ,,hljóðlátt leyndar-
mál.“ Útgefendur Bæjarins besta hafa lagt sitt lóð á vogarskálina til
að halda nafni Vestfjarða á lofti. Sautjánda árið í röð er nú komið út
vandað og efnismikið ferðaþjónustublað, VESTFIRÐIR 2011, sem
dreift er á alla helstu áningarstaði ferðamanna, vítt og breitt um
landið. Öll þessi ár hefur verið lögð rík áhersla á vandaða umfjöllun
í máli og myndum um þá staði sem teknir hafa verið til kynningar
hverju sinni. Efling atvinnulífs á Vestfjörðum er allra hagur. Sam-
heldnin um að halda slíku blaði úti ber því vitini.
Erlendum skemmtiferðaskipum með viðkomu á Ísafirði fjölgar ár
frá ári. Sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína vestur. Markmiðið er
að greiða leið þessa fólks um allan fjórðunginn, að það fái með að-
gengilegum hætti notið þess, sem þessi einstaki landshluti hefur upp
á að bjóða.
Bæjarins besta býður alla velkomna til Vestfjarða, hvenær sem er,
í þeirri fullvissu að hver og einn sem hingað kemur í fyrsta sinn bíði
spenntur næstu heimsóknar. s.h.