Bæjarins besta - 09.06.2011, Side 13
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 13
Vegagerðin hefur óskað eftir
tilboðum í endurbætur á rafkerfi
jarðganganna undir Breiðadals-
og Botnsheiði. Um er að ræða
endurnýjun á iðntölvum í öllum
stjórnskápum auk nauðsynlegra
breytinga á skápunum og inn- og
útgangseiningum sem verða í nær
öllum neyðarsímaskápum með
reglulegu millibili í öllum leggj-
um ganganna. Einnig felst verkið
í endurbótum á neyðarsímaskáp-
um, blikkljósum, lokunarbóm-
um, dreifiskápum, varaafli og til-
færslu á fjarskiptaskápum (TETRA)
og uppsetningu á loftnetum.
Verkinu skal að fullu lokið 15.
mars 2012. Útboðsgögn eru seld
hjá Vegagerðinni á Dagverðardal
á Ísafirði og í Borgartúni 7 í
Reykjavík. Skila skal tilboðum á
sömu stöðum fyrir kl. 14 þriðju-
daginn 28. júní og verða þau
opnuð þar kl. 14.15 þann dag.
Rafkerfið endurbætt
Langadalsá, Laugardalsá og
Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi eru
að verða uppbókaðar í sumar.
Að því er fram kemur á vef fyrir-
tækisins Lax-á sem hefur árnar á
leigu eru eingöngu örfá holl eftir.
„Árnar okkar þrjár í Djúpinu hafa
átt auknum vinsældum að fagna
undanfarin ár – enda verið fanta-
góð veiði þar vestra,“ segir á vefnum.
Vatnsstaða lítur vel út í ánum.
Einnig gefur skýrsla Veiðimála-
stofnunar tilefni til bjartsýni en
hún spáir góðu veiðisumri. Fyrsta
hollið mætir í Laugardalsá 15.
júní og viku seinna verður opnað
fyrir veiði í Hvannadalsá og
Langadalsá.
Árnar í Djúpinu að
verða fullbókaðar
Reksturinn í Einarshúsi í
Bolungarvík þetta sumarið er
kominn á fullan skrið. Tals-
verður gestagangur hefur verið
undanfarnar vikur og hafa sjó-
stangaveiðimenn verið tíðir
gestir í mat og drykk og einnig
í gistingu. Opið verður alla
daga vikunnar í sumar og á
matseðli verður boðið upp á
fiskrétti í bland við kjötrétti
og hrefnukjöt sem hefur slegið
í gegn á matseðlinum það sem
af er sumri. Einnig verður hægt
að fá vöfflur Völusteins fyrir
utan hnallþórur af ýmsu tagi
með kaffinu.
Gistiheimili var opnað á
efstu hæð hússins í vor en þar
eru fimm herbergi með hand-
laug og glæsilegri setustofu þar
sem hægt er að njóta anda lið-
inna tíma. Öll endurgerð húss-
ins hefur miðast við að halda í
gamla tíma og varðveita sög-
una. Um þessar mundir er verið
að vinna að sögusýningu um
íbúa hússins og stefnt að því
að fyrsti hluti hennar verði til-
búinn innan skamms.
Gistiheimili opn-
að í Einarshúsi
Útséð um eggjatöku á Hornströndum
„Tíðin hefur leikið okkur grátt
þetta vorið. Norðaustanáttin hef-
ur verið ríkjandi allan maí og þá
er hvergi hægt að lenda bát undir
björgunum,“ segir Tryggvi Guð-
mundsson lögmaður á Ísafirði,
sem um árabil hefur stundað
eggjatöku á Hornströndum. „Ég
fór norður eftir með Einari Val
til að freista þess að komast í
björgin en við urðum frá að
hverfa vegna þess að þar var
haugasjór og hvergi lendandi.
Þetta hefur verið það slæmt að
ég hitti Arnór Stígsson, sem ólst
upp á Horni, og hann sagði að
tíðin hefði ekki verið leiðinlegri
síðan 1943. Þetta er allavega í
fyrsta skipti í nokkra áratugi sem
ég hef ekki komist í björgin,“
segir Tryggvi.
Hann er ekki langur tímaramm-
inn sem menn hafa til að sækja
egg í björgin. „Þetta er tiltölulega
stuttur tími. Varpið byrjar í kring-
um 20. maí og fyrst verpir fuglinn
í skútum og þræðingum neðar-
lega í bjarginu. Viku seinna geta
menn sótt ný egg uppi við brún-
ina. Eftir rúmlega viku er svo allt
orðið ungað og það er ekki fyrir
nema allra hörðustu Hornstrend-
inga að borða eggin stórstropuð.“
Tryggvi segir að eggjatakan
hafi farið hratt minnkandi á und-
anförnum árum. „Núna í seinni
tíð tökum við ekki nema upp
undir þúsund egg, sem er rétt
nóg fyrir mann sjálfan auk vina
og ættingja. Þetta er eiginlega
deyjandi atvinnugrein og þeir eru
ekki margir sem stunda þetta í
dag. Björgin eru engu að síður
almenningur og öllum er frjálst
að sækja þangað egg. Aðstaðan
er hins vegar nokkuð hrikaleg og
því ekki mikið framboð af mann-
skap í verkið. Áður fyrir var þetta
stóriðnaður, fjöldi fólks kom sam-
an og árlega voru tekin allt upp í
70 þúsund egg. Engu að síður sá
ekki högg á vatni enda milljónir
fugla sem verpa í bjarginu.“
Vegna veðurs hafa menn ekki komist í eggjatöku á Hornströndum þetta vorið.