Bæjarins besta - 09.06.2011, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011
Tvær stjórnsýslukærur
Innanríkisráðuneytinu hafa
borist tvær stjórnsýslukærur á
hendur Ísafjarðarbæ vegna
ráðningar sviðsstjóra Skóla- og
tómstundasviðs. Samkvæmt
heimildum BB eru það Sigur-
lína Jónasdóttir og Kristín Ósk
Jónasdóttir sem leggja fram
kærurnar en hvorug þeirra vildi
tjá sig um málið þegar blaðið
hafði samband.
Jóhannes Tómasson, upp-
lýsingafulltrúi innanríkisráðu-
neytisins, segir kærurnar hafa
borist ráðuneytinu 24. og 25.
maí. Hann segir að það taki
ráðuneytið fáeinar vikur, jafn-
vel nokkra mánuði, að kveða
upp úrskurð. „Fyrsta skrefið
er að gefa hinum kærða kost á
að svara kærunni efnislega. Ef
eitthvað nýtt kemur upp í svar-
inu er kærendum einnig gefinn
kostur á að svara til baka. Þetta
ferli getur því tekið nokkra
mánuði,“ segir Jóhannes.
Ungmenni læri
algeng útistörf
Vinnuskóli Bolungarvíkur er
hafinn og stendur til 29. júlí.
Hann er fyrir unglinga sem eru
fæddir árin 1994 til 1997 og
verkstjóri í sumar er Trausti
Bernódusson. Markmiðið er að
skólinn sé fræðandi og upp-
byggjandi og ungmennin læri
hin algengu útistörf.
Verkefni Vinnuskólans eru
fjölbreytt og víða um sveitarfé-
lagið. Aðallega er unnið við
græn og opin svæði innanbæj-
ar, við bæinn sjálfan og um-
hverfi hans. Helstu verkefni
eru hreinsun á bæjarlandi og
umhverfi þess, almenn um-
hirða grænna svæða, viðgerðir
ýmiskonar, málningarvinna og
margt annað.
„Við viljum minna bæjarbúa
á að taka tillit til ungmenna
meðan á skólanum stendur,“
segir í tilkynningu frá Sigurði
Friðgeir, umhverfisfulltrúa Bol-
ungarvíkurkaupstaðar.
Besti blússöngvar-
inn á Norðurlöndunum
Tónlistarmaðurinn Mugison
fær fullt hús stiga hjá tónlistar-
vefnum undertoner.dk fyrir
tónleika sína á Spot-hátíðinni í
Árósum sem haldin var um
fyrri helgi. „Mugison er án efa
besti blússöngvari Norður-
landa. Ef ekki væri fyrir Muddy
Waters, Sonnyboy Williamson
og tvo eða þrjá til viðbótar
væri hann sá besti,“ segir gagn-
rýnandi Undertone, sem gaf
Mugison sex stjörnur af sex
mögulegum. Það er besti dóm-
ur sem veittur var flytjanda á
hátíðinni.
„Mugison rokkaði einn með
gítarinn og sannaði að rokk og
ról snýst ekki um oddmjó stíg-
vél og svartan klæðnað. Mugi-
son var í lafandi buxum með
axlabönd en samt hef ég ekki
séð svona mikið af rokki síðan
ég sá Keith Richards á risaskjá
á Parken,“ segir ennfremur í
dómnum.
Matreiðslumeistarinn Atli
Ottesen hefur fest kaup á Vagn-
inum á Flateyri sem hann hefur
reyndar rekið í rúmlega eitt ár.
„Þá kom ég hingað fyrst og hef
verið búsettur á Flateyri síðan.
Ég kann afskaplega vel við mig
hér á Flateyri og þegar mér bauðst
að kaupa staðinn hugsaði ég mig
ekki tvisvar um og greip tæki-
færið,“ segir Atli.
Hann útskrifaðist sem matreið-
slumeistari fyrir tíu árum og hefur
komið víða við. „Ég var nemi á
veitingastaðnum Sommelier og
lauk þar samningnum mínum.
Svo vann ég eitt ár á Sjávarkjall-
aranum þegar hann var opnaður.
Þaðan lá leiðin til Grænlands þar
sem ég starfaði í eldhúsinu á
Hótel Hans Edge í Nuuk. Þá vann
ég á veitingastaðnum Coq d’arg-
ent í London, sem er háklassa
franskur veitingastaður, en þar
var ég í rúmt ár áður. Áður en ég
kom hingað vestur sá ég um eld-
húsið á Kaffi Óliver í Reykjavík.“
Atli segir marga réttina á mat-
seðli Vagnsins eiga uppruna sinn
í Önundarfirði. „Ég vil vinna sem
mest með hráefni héðan úr firð-
inum. Meðal annars verður boðið
upp á önfirskt lambakjöt frá
Kirkjubóli í Valþjófsdal. Ferskur
fiskur verður líka í aðalhlutverki
enda ekki langt að sækja fiskinn
á bryggjuna. Þá verður hægt að
fá reyktan svartfugl sem veiddur
var hér í fjarðarmynninu í vor,“
segir Atli.
„Frá því ég kom hingað vestur
hefur áhugi minn á bæði stang-
veiði og skotveiði stóraukist og
það hefur m.a. opnað augu mín
fyrir því hversu mikil matarkista
Vestfirðir eru. Það er ólíkt skemmti-
legra að elda mat þegar maður
veit hvaðan hann kemur og enn
betra þegar maður hefur aflað
hans sjálfur. Stefnan er að færa
veitingastaðinn frekar í þessa átt
enda reglulega gaman þróa þetta
áfram.“
Vagninn er sjálfsagt þekktari
fyrir böll og tónleika en mat og
veitingar, en Atli segir að staður-
inn verði áfram rekinn sem
skemmtistaður og öldurhús.
„Vagninn er kannski sérstak-
lega þekktur meðal tónlistar-
manna á Íslandi enda hafa fyrri
eigendur verið duglegir að fá þá
til að spila á staðnum. Auðvitað
ætla ég að viðhalda þessari hefð
enda skapast hér alveg frábær
stemmning á böllum. Á þessu
eina ári sem ég hef staðið á bak
við barinn hef ég ekki í eitt skipti
þurft að vísa fólki út vegna vand-
ræða. Þetta er í raun alveg sérstakt
fyrirbæri,“ segir Atli Ottesen.
– kte@bb.is
Nýr eigandi að Vagninum
Mikið af rusli hefur verið losað á Suðurtanganum á Ísafirði.
Losa garðaúrgang
víða í sveitarfélaginu
Nokkuð hefur borið á því að
fólk losi sig við garðaúrgang á
víðavangi. Meðfylgjandi mynd
sýnir hvar slíku hefur verið sturt-
að við útsýnispallinn á Skarfa-
skeri í Hnífsdal. „Það kann að
vera að fólk fari þessa leið af því
það telur að greiða þurfi fyrir
losunina hjá móttökustöðinni
Funa. Það er hins vegar misskiln-
ingur því öll losun garðaúrgangs
er gjaldfrjáls,“ segir Einar Péturs-
son hjá verktakafyrirtækinu
KNH. „Þetta er því óþörf sparn-
aðarleið.“
Einar segir sorphirðuna og
flokkunina að öðru leyti ganga
vel. „Það er þó ástæða til þess að
árétta, að gler má alls ekki fara í
flokkunartunnuna því það getur
skapað hættu fyrir starfsmennina.
Glerið á að fara með almennu
heimilissorpi og það er urðað
með því,“ segir Einar Pétursson.
Garðaúrgangur sem losaður hefur verið við Skarfasker.