Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.2011, Side 10

Bæjarins besta - 09.06.2011, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Kostur að þekkja sjúklingana orðnir vel þjálfaðir og rútíneraðir, svo þetta gengur nú yfirleitt mjög vel. En eins og í öllum skurð- lækningum fær maður líka drama- tísk tilfelli og erfið, sem ganga kannski ekki alltaf eins og maður ætlaði sér,“ segir hann. „Ég ákvað að reyna þessa grein, enda átti sér stað mjög ör þróun í henni á þessum tíma. Ég var í þrjú og hálft ár í hjartaskurðlækningum og var þá farinn að gera allar aðgerðir sjálfstætt,“ segir Þor- steinn frá. Framtíðaráform hans tóku hins vegar á sig breytta mynd í kjölfar tilviljanakenndrar og fólskulegr- ar árásar sem hann varð fyrir skömmu síðar. Engin eftirsjá í augnmissinum Framtíðaráform hans tóku hins vegar á sig breytta mynd í kjölfar tilviljanakenndrar og fólskulegr- ar árásar sem hann varð fyrir skömmu síðar. „Árið 1989 fór ég til Hollands til þess að taka lokaáfanga í æða- skurðlækningum. Þar varð ég fyrir árásinni. Við vorum að koma heim á hótelið okkar, fimm félagar sem vorum þarna á þessu námskeiði. Þá ráðast á okkur fimm ungmenni á götu úti - á stórri brú þarna í Amsterdam. Þar var allt fullt af fólki, en þeir hlaupa að okkur og ráðast á okkur og slá okkur alla,“ segir Þorsteinn frá. Sjálfur varð hann verst úti. „Ég var eitthvað óheppinn. Ég sá að það stefndi eitthvað að mér, snéri mér við og vissi ekki fyrr en ég sínu. „Ég var svo hér á Ísafirði 1978-79 en fór svo til starfa á slysadeild Borgarspítalans í eitt ár, í hálfgerðri námsstöðu sem kölluð var superkandídat. Hugur minn stefndi alltaf til skurðlækn- inga á einn eða annan hátt,“ út- skýrir hann. Þaðan tók Þorsteinn stefnuna á Þýskaland, sem ekki heldur var algengt hjá læknanemum, sem flestir fóru til Svíþjóðar eða Bandaríkjanna. „Mig langaði að vera aðeins öðruvísi,“ segir hann og brosir við. Þorsteinn fékk stöðu í Aalen, 70.000 manna bæ rétt austan við Stuttgart. „Hann er í schwaebischen Alp, svebísku Ölpunum. Þar býr þjóðflokkur sem heitir Schwaben, eða Svabar. Það er afskaplega vinnusamt fólk, tryggt, sparsamt og aðhalds- samt. Það eyðir aldrei um efni fram og gerir bara það sem það hefur efni á. Það var mjög gott að vera hjá þeim. Þeir segja það um sjálfa sig að þeir séu í sjálfu sér Skotar, en hafi verið reknir þaðan sökum nísku,“ segir Þor- steinn frá og hlær. Hann dvaldist í Aalen í þrjú ár. „Ég vann á tiltölulega stórri skurðdeild, með hundrað og þrjá- tíu rúm. Hún þjónustar náttúru- lega miklu stærra svæði en bara bæinn sjálfan. Þarna var skorið mikið og alla daga, svo ég fékk mikla reynslu á skömmum tíma. Svo mikla að ég taldi mig alveg hafa efni á því að fara á háskóla- klíník. Þar fer maður nefnilega í biðröð og verður að vinna sig upp. Híerarkían er mjög mikil og ef maður er alveg óreyndur þarf maður kannski að vera þar í þrjú, fjögur ár áður en maður fær að gera eitthvað sjálfur. En ég naut þess að hafa þessa reynslu, svo ég komst tiltölulega fljótt að. Ég notaði tímann líka í vís- indavinnu og lauk þarna doktors- prófi. Ég kláraði almennar skurð- lækningar og ákvað í kjölfarið að fara í hjartaskurðlækningar,“ útskýrir hann. Í eyrum leikmanns hljóma hjartaskurðlækningar nokkurn veginn eins og það flóknasta sem nokkur maður getur tekist á hendur. Þorsteinn er ekki endi- lega sammála því. „Ég veit það ekki. Hjartaskurðlækningar eru auðvitað mjög krefjandi grein. Þetta eru vandasamar aðgerðir og í þeim er oft um líf og dauða að tefla. En tækninni hefur fleygt geypilega fram og menn eru Þorsteinn segir hafa verið afar gott og skemmtilegt að vaxa úr grasi á Ísafirði þess tíma. „Ég held nú reyndar að það sé það ennþá. En við höfðum allt - fjöruna og hlíðina og svo vinnu- svæði fullorðna fólksins til við- bótar. Við höfðum slippinn, verk- stæðin, rækjuverksmiðju, íshús, fiskimjölsverksmiðju... Þarna þvældumst við um og fylgdumst með. Ég held að maður hafi skynjað lífið miklu betur en börn gera í dag, sem hafa ekki þetta aðgengi og þessa návist við at- vinnuvegina og sjá hvað er að gerast. Í dag verja þau tíma sínum öðruvísi, sem er kannski bara tímans tákn,“ segir Þorsteinn. Hann var sjö ára þegar hann ákvað að leggja læknisfræðina fyrir sig. „Faðir félaga míns og jafnaldra, Hannesar Hafsteins- sonar, eignaðist hund árið 1958 og þá sagðist Hannes ætla að verða dýralæknir. Þá sagði ég, „Já, þá verð ég læknir.“ Svo var ég þeirri ákvörðun trúr!“ rifjar hann upp og hlær við. Þorsteinn tók landspróf á Ísa- firði og eitt ár í menntaskóla, en að því loknu hélt hann til Reykja- víkur til að stunda nám við MR. „Það var nú frekar óvenjulegt, langflestir fóru til Akureyrar. Ég fer kannski ekki alltaf sömu leið og aðrir,“ segir hann og brosir við. „Ég átti líka afa og ömmu í Reykjavík sem buðu mér að vera. Það var afskaplega gott að vera hjá þeim, gömlu hjónunum, og eiginlega viðbótarþroskaskeið. Þar kom maður inn á heimili eldra fólks sem þurfti að hugsa um og taka öðruvísi tillit til en maður hafði gert heima, og ég held að það hafi gert mér mjög gott,“ segir Þorsteinn, sem bjó hjá afa sínum og ömmu í fimm ár. Þau höfðu flust til Reykjavík- ur rúmum áratug áður. „Afi minn, séra Þorsteinn Jó- hannesson, var prófastur og prestur í Vatnsfirði í Djúpi, frá 1927 til 1954. Þá fluttust þau suður og hann fór að starfa í stjórnarráðinu og síðar Seðla- bankanum. Hann var starfandi þar þegar ég fór suður,“ útskýrir hann. Hugurinn stefndi til skurðlækninga Þorsteinn lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1977 og hélt þá til Akureyrar á kandídatsári Þorsteinn Jóhannesson gefur sér tíma til að taka á móti blaða- manni á skrifstofu sinni á sjúkra- húsinu á Ísafirði. Á ríflega tutt- ugu árum sínum í starfinu sem yfirlæknir hefur Þorsteinn vænt- anlega öðlast betri þekkingu á Ísfirðingum en flestir aðrir. Hann fagnaði sextugsafmæli sínu ný- verið og tók vel í þá bón blaða- manns að líta yfir farinn veg á þeim tímamótum, eins og margra manna er siður. Hann segir hér frá uppvextinum í barnaparadís- inni á Hlíðarveginum, náminu í Þýskalandi, árásinni sem varð til þess að hann varð að breyta fram- tíðarplönum sínum og ánægjunni sem hann hefur af starfinu. Ólst upp í barn- margri götu Þorsteinn er fæddur á Ísafirði, í „læknisgötunni“. „Göturnar höfðu allar sín eigin heiti. Læknisgatan er Mjallargata. Næsta gata, Mánagata, var svo Spítalagata, því þar var fyrsti spítalinn byggð- ur á Ísafirði árið 1896. Læknis- gatan hét hins vegar eftir Þorvaldi Jónssyni sem þar bjó, en hann var héraðslæknir frá 1863 og dó árið 1917, að mig minnir, á Ísa- firði,“ útskýrir Þorsteinn. „Ég fæddist í Læknisgötunni, í húsi afa míns og ömmu - Magn- úsar Jónssonar, sem var skipstjóri hérna og Hannesínu Bjarnadótt- ur, sem var húsmóðir og verka- kona. Fyrstu tvö árin mín bjó ég niðri í Aðalstræti, en frá árinu 1953 bjó ég á Hlíðarveginum og ólst þar upp,“ segir Þorsteinn frá. Á þeim árum var Hlíðarvegurinn afar barnmörg, og fyrir vikið mjög lífleg, gata. „Ég taldi þetta saman fyrir nokkrum árum og ég held að við höfum verið fimmtíu og átta púkar, frá Bæjarbrekku að Hallabrekku. Þetta var alveg ótrúlegt. Á þessu svæði held ég í dag að séu innan við tíu börn,“ segir hann. Þorsteinn ólst upp hjá foreldr- um sínum, Jóhannesi Þorsteins- syni, sem er enn á lífi, og Sjöfn Magnúsdóttur, sem er látin. „Við systkinin vorum fimm í allt. Það er frekar barnmörg fjölskylda, en ætli hún hafi nú ekki bara verið venjuleg miðað við hvernig þetta var. Fólk átti yfirleitt frá þremur og upp í átta börn,“ segir hann frá og brosir við. Ákvað framtíðina 7 ára

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.