Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.2011, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 09.06.2011, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 11 fékk eitthvað í andlitið. Hann var með lykil í hendinni sem fór í augað á mér og blindaði mig,“ segir Þorsteinn, sem segir tíma- bilið sem þá fór í hönd hafa verið nokkuð erfitt. „Ég fór í þrjár að- gerðir þarna á eftir þar sem reynt var að bjarga þessu, en það var ekkert hægt að gera. Augað var eyðilagt,“ segir Þorsteinn, sem neitar því ekki augnmissirinn hafi reynst honum nokkuð þungbær. „Þetta var svolítið erfitt. Ég fór náttúrulega aftur á minn gamla vinnustað og var þar í níu mánuði. Ég tók til við mitt gamla starf og það gekk, en bara með miklu álagi og mikilli áreynslu. Ég sá fram á að það væri ekkert sniðugt að halda því áfram. Ég fékk þá stöðu á Landsspítalanum, hálfa á hjartaskurðdeild og hálfa á almennri og var þar í eitt ár,“ út- skýrir Þorsteinn, sem segir miss- inn hafa haft áhrif á dýptarskyn. „Þegar maður tapar öðru aug- anu sér maður í rauninni alveg jafn vel, sjónsviðið þrengist að- eins, en dýptarskynið minnkar hins vegar því maður sér ekki í „stereó“. Fyrir vikið var ég lengur að öllu í aðgerðunum. Þegar mað- ur er svo kominn með hreyfing- arnar í vöðvaminnið fer þetta aft- ur að virka betur, en mér fannst það ekki vera nein réttlæting - enda höfðum við fullt af öðrum góðum mönnum á að skipa á Íslandi. Ég söðlaði þess vegna bara um,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið haldinn neinni eftirsjá eftir að framtíðaráform hans tóku þessa beygju segir Þorsteinn svo ekki vera. „Ég ætlaði mér auðvit- að allt annað og var kominn á þessa ákveðnu braut þarna úti. Ég hefði ekkert endilega komið heim. Á þessum tímapunkti var þetta svolítið sárt, því þá fannst manni þrjú og hálft ár í námi vera farin í súginn. En það er náttúrulega engan veginn rétt - á þessum árum safnaði ég heil- mikilli reynslu sem ég bý auð- vitað að áfram. Eftir á að hyggja er engin eftirsjá eftir þessu, því ég er mjög ánægður með að hafa komið hingað á Ísafjörð og sest hér að,“ segir hann. Hefur engan hrakið í burtu Þorsteinn hélt heim til Ísafjarð- ar og tók við stöðu yfirlæknis á sjúkrahúsinu árið 1990, eftir að hafa starfað á Landsspítalanum í eitt ár. „Reyndar kom ég hingað vestur nokkrum sinnum til að leysa af. Á þessu tímabili var því miður bölvað ástand í læknamál- um hérna. Það voru hér miklar deilur á milli lækna. Ástandið varð að lokum til þess að þeir voru allir látnir fara,“ segir Þor- steinn frá. „Kannski var það ekk- ert slæmt, því þegar ég kom hing- að var það að alveg hreinu borði. Það þurfti hins vegar að fá mann- skap hingað og þó ég segi sjálfur frá hefur það alltaf gengið vel. Við höfum verið fullmönnuð eiginlega allan þann tíma sem ég hef verið hér,“ segir Þorsteinn. Hann er fyllilega meðvitaður um að hann hafi á stundum verið umdeildur. „Auðvitað hef ég ver- ið umdeildur. Menn hafa líka vænt mig um að ég hreki fólk í burtu héðan. Það hefur heyrst og sést á síðum dagblaða. Það er alls ekki rétt. Hins vegar er ég þeirrar gerðar að ef mér finnst menn ekki vinna vinnuna sína læt ég þá kannski heyra það. En ég hef ekki hrakið nokkurn mann í burtu,“ segir Þorsteinn ákveð- inn. Nú síðast hafa þær fregnir að Finnbogi Oddur Karlsson, sem hefur starfað við Heilbrigðis- stofnunina í tæpt ár, verið á margra vörum. Þorsteinn stað- festir að Finnbogi muni láta af störfum í júní, enda hafi hann verið ráðin til eins árs og þeim ráðningartíma sé lokið. „Það er allt gert í sátt og sam-

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.