Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.2011, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 09.06.2011, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 lyndi að mér vitandi. Finnbogi er hér núna að ganga frá sínum hlutum og pappírum. Hann gerir það og fer svo héðan sáttur, að því er ég held. Hann segir mér það. Við tölum mjög hreinskiln- islega saman, enda er það best. Þó að kannski sjóði á keipum stundum er það mikið hreinskipt- ara og mikið eðlilegra,“ segir Þorsteinn. „Ég hef mjög ákveðnar skoð- anir á málefnum. En þó ég hafi málefnalegar skoðanir persónu- geri ég þær ekki. Ég reyni að láta þær ekki hafa áhrif á álit mitt á persónunni. Maður verður að að- skilja persónu og starf og það hef ég alltaf reynt að gera,“ segir Þorsteinn. Gott að þekkja sjúklingana Það er auðvelt að gera sér í hugarlund að það geti reynst snúið að starfa sem læknir í ekki stærri bæ en Ísafjarðarbæ, þar sem læknirinn þekkir sjúklingana og sjúklingarnir hann. Þorsteinn segir það hins vegar aldrei hafa reynst sér erfitt. „Það er nú alltaf sagt að það verði enginn spámaður í sinni heimabyggð, sem er kannski rétt. Mér hefur aldrei fundist erfitt að starfa hér, en ég hugsa að sumu fólki hafi kannski fundist það erfitt þegar ég kom hingað fyrst ungur maður - eða, ekkert svo ungur, ég var um fertugt. Ég held að á vissan hátt sé það bara kost- ur. Maður þekkir fólkið og veit nokkurn veginn að hverju maður gengur,“ segir Þorsteinn, sem kveðst hafa búið að mjög góðri þekkingu á fólki í bænum - að minnsta kosti helmingi bæjarins. „Þegar ég var níu ára gerðist ég umboðsmaður fyrir Vikuna ásamt öðrum dreng hérna í bæn- um. Við skiptum bænum með okkur. Ég þekkti þess vegna alla eyrina vestan við Silfurgötu, Hafnarstrætið og allt frá Halla- brekku inn á Seljalandsveg. Þarna fór ég um í hverri viku og seldi blaðið, kom við í hverju húsi og kynntist heilmörgu fólki. Það var líka fullt af fólki sem þekkti mig frá þessum tíma,“ segir Þorsteinn og brosir við. „Það hafði reyndar alltaf loðað við mig að ég hafi verið uppivöðslusamur sem krakki. Það viðurkenni ég ekki. Ég var bara lifandi og gáskafull- ur, en aldrei neinn villingur. Ég var uppátektasamur, en það var aldrei til að meiða eða slasa eða skemma,“ segir hann og brosir við. Aðspurður hvernig starf hans sem yfirlæknis skiptist, hvort mikill tími fari til að mynda í að sinna ýmsum stjórnunarerindum, þarf Þorsteinn ekki að hugsa sig lengi um. „Ég held að mitt starf með fólki sem leitar til okkar með bráða- sjúkdóma, króníska sjúkdóma og ýmiss konar vandamál sé alveg örugglega 100-120% af minni vinnu. Það sem ég þarf svo að taka á í stjórnun, sem ég vil nú helst ekki skipta mér mikið af, bætist þar ofan á,“ segir hann. „Ég er alls ekki að kvarta, ég er afskaplega ánægður með þetta starf mitt og hef varla einn einasta dag kviðið því að fara í vinnuna. Hins vegar hef ég oft verið lam- aður að kveldi þegar maður lendir í einhverjum hörmungum, eins og í Súðavík og á Flateyri. Ég fór á báða staðina. Maður vissi nátt- úrulega ekki þegar maður fór í vinnuna hvað beið manns. En ég hef á hverjum morgni vaknað glaður og hlakkað til að fara í vinnuna. Það held ég að segi heilmikið um vinnustaðinn, fólkið sem ég vinn með og fólkið sem leitar til okkar,“ segir Þor- steinn. Í karlkyns félags- skap utan vinnu Þegar vinnan gerir ekki tilkall til tíma og athygli Þorsteins nýtur hann þess að verja tíma með fjölskyldu sinni. „Ég er tvíkvænt- ur. Ég átti í fyrra hjónabandi einn son, Jóhannes, sem nú starfar í fjármálageiranum á Wall Street í New York. Hann á fjölskyldu, konu og tvær dætur. Með seinni konu minni, Margréti Hreinsdótt- ur, á ég tvö börn. Magnús Þórir er ellefu ára og Þuríður Kristín er níu ára. Auðvitað eru þau stær- sta áhugamálið, fjölskyldan,“ segir Þorsteinn. „Þess utan á ég mjög góða vini. Við hittumst reglulega á veturna, einu sinni í viku í gufu. Þar fáum við útrás fyrir þjóð- málin og þar spinnast skemmti- legar umræður um það sem hæst ber í samfélaginu á hverjum tíma. Sitt sýnist hverjum, en þetta er afskaplega góður hópur,“ segir Þorsteinn frá. Hann hefur einnig sungið í karlakór í tíu ár. „Það er líka hlutur sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Við æfum tvisvar í viku og ég kem alltaf skemmtilegri og betri maður heim eftir hverja æfingu,“ segir Þorsteinn, sem að auki er félagi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar. „Það er að verða eini Rótarý- klúbbur á landinu þar sem konur eru ekki meðlimir - okkur hefur tekist að verja þetta vígi okkar,“ segir hann og brosir út í annað. „Ég vinn á vinnustað þar sem stærstur hluti samstarfsfélaganna eru konur. Þess vegna sæki ég utan vinnunnar í félagsskap þar sem ekki endilega eru konur. Í gufunni eru bara karlmenn, enn sem komið er, í karlakór eru bara karlar, þó stjórnandi og undir- leikari séu konur, og svo er það Rótarý,“ segir hann. Hann hefur að auki mjög gam- an af íslenskri náttúru og fuglalífi. „Ég þekki fuglaflóruna á Íslandi vel. Ég er líka veiðimaður, stunda sjófuglsveiði og geng til rjúpna. lítið fylgi og bara einn mann, sé alltaf í oddastöðu. Ég hef alltaf verið þeirrar meiningar að það sé miklu hreinlegra að kjósa einn flokk til ábyrgðar, ekkert sam- krull, og svo er honum þá bara refsað eftir fjögur ár ef hann stendur sig ekki. Með samsteypu- stjórnum er alltaf hægt að kenna hinum um og aldrei verður neinn einn dreginn til ábyrgðar,“ segir Þorsteinn. Hann hlaut ekki kosn- ingu í það skiptið, en tók þó sæti í bæjarstjórn eftir að annar maður af listanum fluttist úr bænum. „Ég var þess vegna í átta ár í pólitíkinni. Eftir það hef ég bara starfað í bæjarmálaflokki sjálf- stæðismanna á Ísafirði en ekki verið mjög aktífur þannig séð og ekki skipt mér mikið af,“ segir Þorsteinn og hugsar sig um. „Það var eiginlega upp úr þessu sem ég fór í karlakórinn. Það voru mjög góð og skemmtileg skipti! Ég er mjög ánægður með þau - að fara úr pólitíkinni í karlakór- inn,“ segir hann og brosir. „Hugsaðu til dæmis um fólkið sem er núna í bæjarstjórn. Ég finn til með því. Það eru engir peningar til og allt sem þau gera er umdeilt og óvinsælt. En svona er þetta, þau gefa kost á sér og mér finnst það virðingarvert - að fólk gefi færi á sér í þetta,“ segir Þorsteinn. Er þetta þá vanþakklátt starf? „Ég segi það kannski ekki beinlínis. Sjálfur lærði ég að minnsta kosti heilmikið á því, þroskaðist mikið og bý að þeirri reynslu í ýmsu. Ég sé alls ekki eftir þessum tíma,“ segir hann. Alltaf á leiðinni til Þýskalands Samhliða starfi sínu sinni Þorsteinn hlutverki þýsks ræðis- manns á Ísafirði og hefur gert frá árinu 1993. „Sá sem var þýskur konsúll hér á undan var Úlfur Gunnarsson, sem var einmitt yfir- læknir á spítalanum hér. Hann lærði líka að hluta til í Þýskalandi og talaði þýsku - ég hugsa að það hafi líka ráðið því að ég var kjör- inn hérna. Ég hafði búið í Þýska- landi í tæp tíu ár og var þokkalega talandi,“ segir Þorsteinn, sem segist þó ekki hafa mikil tengsl við Þýskaland í dag - önnur en þau sem hljótast af ræðismanns- starfinu. „Það er lítið, fyrir utan þá fé- laga mína sem þar búa. Ég er nú reyndar alltaf á leiðinni að heimsækja þá en það dregst alltaf einhvern veginn. Minn akkilles- arhæll er að ég á erfitt með að komast frá. Ég get ekki farið frá öðruvísi en það sé einhver sem leysir mig af,“ segir Þorsteinn. „Ég sé fram á að það bjargist í sumar, svo ég komist frá í þrjár vikur. Það gerir mikið fyrir mann,“ segir hann að lokum, áður en hann snýr sér aftur að verkefn- um dagsins og blaðamaður þakk- ar fyrir sig. – Sunna Dís Másdóttir. Ég fer oft í göngutúra, bæði á fjöll og annað og hjóla. Við hjón- in erum líka í gönguhópi sem heitir Hallgrímur bláskór. Við förum alltaf í eina ferð á ári með bakpoka og tjöld. Reyndar er hópurinn nú eitthvað að linast - fólk er farið að sleppa tjöldunum og fara í trússferðir. Það er nú ekki alveg minn stíll, en ég verð víst að sætta mig við vilja meiri- hlutans,“ segir hann glettinn. „Við höfum gengið mikið á Hornströndum, svo höfum við verið að fikra okkur á Suður- landið líka. Í sumar ætlum við að ganga Laugaveginn. Í þessum hópi eru níu pör og hann er af- kaplega samstilltur og skemmti- legur. Þetta er mikið söngfólk og gleðifólk, svo kvöldvökurnar eru mjög skemmtilegar hjá okkur,“ segir hann frá. Skipti á pólitík og söng Þorsteinn var á árum áður afar áberandi í bæjarpólítikinni, sem hann fór fyrst í árið 1994. „Líf mitt er svolítið kaflaskipt. Þarna ákvað ég að fara í pólítik, ungur maður. Er það ekki þannig að menn halda að þeir geti breytt einhverju og gert eitthvað betur en aðrir?“ segir hann og brosir við. „Ég hellti mér í pólítík og tók skólamálin sérstaklega fyrir. Sem oddviti fór ég inn sem formaður skólanefndar og reyndi að hafa þar góð áhrif. Ég hef nefnilega þá trú að skóla- og menntunarmál séu það sem mikilvægast er hverju samfélagi. Þegar maður eignast börn kemst maður að því að framtíð manns sjálfs skiptir í raun engu máli, heldur bara að koma börnunum á legg og búa þau undir framtíðina. Þar geta skólamálin spilað veigamikla rullu,“ segir Þorsteinn. Þegar afskipti hans af pólítik hófust stóð sameining sveitarfé- laganna fyrir dyrum, og hún gekk í gegn tveimur árum eftir að hann fór inn í bæjarstjórn. „Ég var áfram oddviti sjálfstæðismanna í því. Árið 1998 ákvað ég að reyna að fá uppstokkun á listann. Mig minnir að það hafi verið þrjár konur í þremur efstu sætum, karlmaður í fjórða og ég í því fimmta. Ég vildi allt eða ekki neitt - ef ég næði kjöri værum við í hreinum meirihluta,“ segir Þorsteinn, sem er þeirrar skoð- unar að hreinar meirihlutastjórnir séu betur til þess fallnar að stýra bæjarfélögum. „Það er voðalega erfitt að einn flokkur, með kannski tiltölulega

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.