Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.2011, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 09.06.2011, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Við skólaslit Grunnskólans á Ísafirði í Ísafjarðarkirkju var blásið til sérstakrar dagskrár. Sáu þær Málfríður Arna Helgadóttir og Melkorka Ýr Magnúsdóttir úr 9. bekk um kynningu atriða. Það var glæsilegur hópur 10. bekkinga sem kvaddi skólann með tónlistaratriðum og þakkaði kennurum sínum og starfsmönn- um skólans samfylgdina. Regína Sif Rúnarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nemenda 10. bekkjar. Skólastjórnendur ávörp- uðu nemendur og veittu viður- kenningar fyrir hæstu meðaleink- unn í 8. og 9. bekk. Í 8. bekk varð Svanhildur Sævarsdóttir hæst og í 9. bekk Kristín Harpa Jónsdóttir. Þá veitti Rótarýklúbburinn sér- stök verðlaun fyrir ástundun og framfarir í 8., 9. og 10. bekk. Aðalsteinn Ólafsson hlaut þau verðlaun í 8. bekk, Þormóður Eiríksson í 9. bekk og Tómas Jóhannsson í 10. bekk. Í 10. bekk var það Rannveig Hjaltadóttir sem hlaut verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn, auk þess sem hún fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ís- lensku, stærðfræði og dönsku, en dönskuverðlaunin eru veitt af danska menntamálaráðuneytinu. Þá hlaut Rannveig einnig viður- kenningu í íþróttum ásamt Patr- eki Þór Agnarssyni, en þau verð- laun voru gefin af Stúdíó Dan. Vigdís Pála Halldórsdóttir hlaut viðurkenningu í samfélags- fræði, Hildur Hálfdánardóttir í náttúrufræði og Salóme Katrín Magnúsdóttir í ensku. Freyja Rein Grétarsdóttir hlaut bók að gjöf frá sænska ríkinu, en það styrkir sænskukennslu í íslensk- um skólum með bókagjöf. Kvenfélagið Hlíf gaf viður- kenningar fyrir verk og listgrein- ar. Viðurkenningu fyrir skapandi vinnubrögð í listavali hlaut Eva Lind Smáradóttir, viðurkenningu fyrir skapandi vinnubrögð í tex- tílmennt hlaut Salóme Katrín Magnúsdóttir, viðurkenningu fyrir framfarir, snyrtimennsku og vinnubrögð í heimilisfræði hlaut Skúli Pálsson, viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í tæknimennt hlaut Alex Elfarsson og viðurkenningu fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í mynd- mennt hlaut Líf Indíana Sveins- dóttir. Til fjölda ára hefur Ísfirðinga- félagið í Reykjavík gefið pen- ingagjöf til minningar um Hanni- bal Valdimarsson. Þessi viður- kenning er veitt nemendum í 10. bekk fyrir virka þátttöku í félags- starfi. Í ár hlutu þrír nemendur viðurkenningu Ísfirðingafélags- ins, þau Fanney Dóra Veigars- dóttir, Martha Þorsteinsdóttir og Þórir Karlsson. – thelma@bb.is Fjöldi viðurkenninga veittur við skólaslit GÍ 2,5 milljónir til nýbúafræðslu Heildarúthlutun framlags vegna nýbúafræðslu á fjár- hagsárinu 2011 til Ísafjarðar- bæjar nemur 2.530.000 krón- um. Var það tilkynnt bæjar- yfirvöldum í bréfi frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga, þar sem fram kemur að sjóðurinn hafi tekið nemendaskrá til endurskoðunar á grundvelli upplýsinga frá kennsluráð- gjafa í nýbúafræðslu. Með tilvísun til þessa er sveitarfélaginu veitt framlag vegna 23 nýbúa. Framlagið greiðist með jöfnum mánað- arlegum greiðslum. Tilkynn- ing Jöfnunarsjóðs um þetta var lögð fram til kynningar í bæjarráði Ísafjarðarbæjar og send fræðslunefnd til upplýs- ingar. Óska eftir rökstuðningi Sigurlína Jónasdóttir og Kristín Ósk Jónasdóttir hafa óskað eftir rökstuðningi vegna ráðningar sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar en þær voru báðar meðal umsækjenda. Minnisblöð með beiðni þeirra voru lögð fram á bæjarráðs- fundi í síðustu viku og var bæjarstjóra falið að svara er- indinu Daníel Jakobsson bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar kvaðst hafa búist við að óskað yrði eftir rökstuðningi og yrði hann gefinn mjög bráðlega. Jón Reynir Sigurvinsson, skóla- meistari Menntaskólans á Ísa- firði, segir það hafa verið mikið fagnaðarefni þegar Kennarasam- band Íslands og samninganefnd ríkisins skrifuðu undir kjara- samning til þriggja ára. „Það er ekkert sem truflar meira skóla- starf og kemur í veg fyrir um- bætur en karp um kjör kennara og verkfallsaðgerðir,“ sagði Jón Reynir í ræðu sinni við skólaslit MÍ. Þar sagði hann einnig að Menntaskólinn á Ísafirði hafi að mörgu leyti gegnt lykilstöðu í atvinnu- og menningarlífi Ísa- fjarðar og nágrennis. „Fjölbreytt námsframboð og atvinnulíf eru þeir þættir sem þurfa að haldast í hendur ásamt góðum samgöng- um milli þéttbýliskjarna, sem fyrst og fremst koma í veg fyrir að fólk hrekist úr dreifðum byggðum landsins.“ Út eru komnar niðurstöður rannsókna á líðan og starfsum- hverfi framhaldsskólakennara, sem voru unnar af Guðrúnu Ragnarsdóttur lýðheilsufræð- ingi, framhaldsskólakennara og kennslustjóra í Borgarholtsskóla, í samstarfi við Félag framhalds- skólakennara. Jón Reynir skóla- meistari nefndi, að í úttekt sem gerð var sérstaklega fyrir Mennta- skólann á Ísafirði voru dregin saman jákvæð atriði sem eru ein- kennandi í samanburði við um 900 kennara í 30 framhaldsskól- um landsins sem þátt tóku í þess- ari könnun. Þar segir m.a. að kennurum við MÍ takist að halda góðum vinnuaga í kennslustund- um, þeir telja sig hafa meira svig- rúm til að sinna fjölbreyttum kennsluháttum, upplifa frekar gagnkvæma virðingu á milli nemenda og kennara og eru já- kvæðari en almennt gerist. Í skýrslu Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands, sem út kom í desember, er greint frá niður- stöðum spurningakönnunar um starfshætti framhaldsskóla og viðhorf starfsfólks, sem er hluti af rannsóknarverkefninu Skil- virkni framhaldsskóla. Í níu af nítján markmiðum um skóla- starfið telja kennarar MÍ að þeim takist betur að meðaltali að ná fram markmiðum sínum, eins og t.d. að: Undirbúa nemendur fyrir háskólanám í sérstökum greinum og undir ákveðið starf. Stuðla að menntun sem er sniðin að þörfum atvinnulífsins. Stuðla að alhliða þroska og góðri sjálfsmynd og tryggja vellíðan nemenda í skólanum. Einnig telja kennarar MÍ sig stuðla að aukinni tillitsemi og félagshæfni nemenda. Þá segir Jón Reynir Sigurvins- son skólameistari, að í svörum kennara í starfsmannasamtölum hjá hafi komið fram hjá þeim öllum, að styrkleiki skólans sé fyrst og fremst fámennið og hin mikla nánd kennara við nem- endur og samfélagið hér vestra. Veikleikinn er einnig fámennið og sú íbúaþróun sem verið hefur marga undanfarna áratugi í fjórð- ungnum. – thelma@bb.is Fámennið bæði styrkleiki og veikleiki Menntaskólans Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari við skólaslit Menntaskólans á dögunum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.