Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.2011, Síða 16

Bæjarins besta - 09.06.2011, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Stakkur skrifar > Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og mál- efnum hafa oft verið um- deildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðar- menn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stofnaði brúðuleikhús á Flateyri Í Sveinshúsi á Flateyri, elsta íbúðarhúsi þorpsins, býr lista- konan Malgorzata Nowak, iðu- lega kölluð Mao. Hún fluttist til Flateyrar fyrir rétt rúmu ári, eftir að hafa búið í Reykjavík í nokkur ár og er hvergi á förum. Síðustu mánuði hefur hún unnið að spennandi verkefni ásamt skóla- börnum á miðstigi Grunnskóla Önundarfjarðar, en þau hyggjast frumsýna brúðuleikrit á Sjó- mannadaginn. Vildi kynna krökk- unum leikhúslíf Mao hefur sjálf komið að ýms- um skapandi verkefnum í gegn- um tíðina, tekið þátt í gjörning- um, hannað búninga, stíliserað og margt fleira. Brúðuleikhúsið setti hún á fót gagngert til þess að leyfa krökkum í Önundarfirði að kynnast skapandi starfi, en með henni í verkefninu eru þau Anna Jónína, Lísa, Helena, Karó- lína Júlía, Tómas og Þór. „Hugmyndin kviknaði eigin- lega fljótlega eftir að ég kom hingað síðasta vor. Þór og Tómas komu þá í heimsókn til mín að spjalla og ég hugsaði með mér - ég verð að gera eitthvað með þessum krökkum! Þá hafði ég ver- ið að hugsa um brúður í svolítinn tíma. Ég hef líka alltaf haft áhuga á leikhúsi og unnið svolítið með það,“ útskýrir Mao. Eftir að hafa útfært hugmyndina sótti hún um styrk til Menningarráðs Vest- fjarða, sem veitti verkefninu stuðning. „Við gerum allt frá grunni; brúður, búninga og svið. Ég er leikstjóri og skrifaði líka leikritið sem við vinnum með. Ég sé þann- ig séð um þetta og ber ábyrgðina, en krakkarnir gera brúðuleikhús- ið, þau búa sjálf til brúðurnar, smíða sviðið, búa til búninga og spila tónlist. Ég fikta ekkert í því. Þannig fá krakkarnir að upp- lifa svona leikhúslíf. Við ræðum hvernig við getum framkvæmt það sem við viljum gera, hvað við ætlum að nota og af hverju og svo framvegis. Ég er að reyna að gefa þeim tækifæri til að sjá hvernig það er að vera listamað- ur,“ segir Mao. „Það eru auðvitað plúsar og mínusar við það, yin og yang. Sköpunarferlið er ekki alltaf auðvelt og það er tímafrekt, en þegar maður er búinn og sér afraksturinn er maður fullnægð- ur,“ segir hún. Vinna með sögu Halldórs Laxness Leikritið sem hópurinn mun setja á svið er byggt á smásögunni Kórvilla á Vestfjörðum, eftir Halldór Laxness. Sagan, sem er í uppáhaldi hjá Mao, fjallar um konu sem villist í þoku. „Hún er mjög áhugaverð. Maður veit ekki alveg hvað er í gangi í henni, eða af hverju. Það sem maður getur lært af þessari sögu er að heimur- inn snýst um jafnvægi,“ segir Mao hugsi. „Gott og vont, rangt og rétt blandast saman og það er ekki svo auðvelt að greina þar á milli í sögunni. Mér fannst að hún myndi henta þessum krökk- um vel. Það er mikilvægt fyrir þau að opna augun, skoða um- hverfi sitt og mynda sér sínar eigin skoðanir - spyrja sig hvað þeim finnst um lífið og taka sínar eigin ákvarðanir. Það fallega við þessa sögu er líka að hún tengist náttúrunni svo sterkt. Náttúran er eiginlega sögumaðurinn í sög- unni, sérstaklega þokan sem leggst yfir allt,“ segir hún frá. Þegar vinnan við brúðuleik- húsið hófst las hópurinn söguna saman. „Svo lásum við leikritið sem ég hafði skrifað líka. Það var mjög gaman að sjá viðbrögð krakkana,“ segir Mao og brosir. „Þau skildu hana ekki alveg fyrst, en fannst hún samt mjög spenn- andi,“ segir hún. Að hennar sögn hafa krakkarn- ir ekki tekist á hendur sambæri- legt verkefni áður. „Þau hafa auð- vitað tekið þátt í sýningum í skólanum, en sýningar í þannig starfi, skóla eða kirkju, eru yfir- leitt skipulagðar í þaula af kenn- urum eða leiðbeinendum. Krakk- arnir stjórna þeim yfirleitt ekki sjálfir. Það tekur miklu lengri tíma og kannski meiri vinnu af minni hálfu að láta þau gera þetta sjálf og treysta þeim til þess. Þegar allt kemur til alls mun nafn- ið mitt standa undir þessu og ég vil auðvitað vera sátt við útkom- una. En um leið langar mig að gefa þeim tækifæri til að gera þetta, þetta snýst ekki beint um mig,“ útskýrir Mao. Eftir því sem verkefninu hefur fleygt áfram hefur ákveðin verka- skipting átt sér stað í hópnum. „Nú eru allir komnir með hlut- verk - einhverjir sjá um smíðar, aðrir hafa umsjón með sviði og hönnun eða búningadeild. Við skiptum líka hlutverkum í sýn- ingunni sjálfri; einhverjir stjórna brúðunum, einhver verður sögu- maður og aðrir spila tónlist. Svo verð ég auðvitað að hjálpa til. Allir fá að gera það sem þeir vilja. Ég held það sé líka gott fyrir þau að sjá að enginn er bestur í öllu og allir hafa mismun- andi hlutverk,“ segir hún. smáar Óska eftir litlum sportbáti ca. 4-5 metra löngum. Upplýsing- ar í síma 893 8057. Af sérstökum ástæðum er til sölu blár og góður hornsófi. Selst á kr. 50 þús. Upplýsing- ar í síma 845 5625. Aldarafmæl- is minnst Í tilefni aldarafmælis Ragn- hildar Helgadóttur og Sam- úels Jónssonar (Öddu og Ella eins og þau eru betur þekkt) á Bjargi við Seljalandsveg á Ísafirði hefur verið opnuð myndlistarsýning í Bryggju- salnum í Edinborgarhúsinu. Að sýningunni standa af- komendur hjónanna, þær Lára Kristín Samúelsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Ragnhildur Lára Weisshapp- el. Allir eru boðnir hjartan- lega velkomnir. Sýningin stendur til 19. júní. Hin rétta yfirskrift þessara orða sem hér fylgja ætti auðvitað að vera ríkisstjórnin gerir allt fyrir þá sem eiga peninga. Ríkisstjórn og Alþingi létu hundruð milljarða skattfé renna til þeirra sem eiga peninga eða áttu fyrir hrun. Ríkisstjórnin fer með yfirráð eins banka sem telst stunda viðskipti. NBI hf., sálugi tók yfir gamla Landsbankann sem heitir nú illu heilli aftur Landsbankinn og blekkir þannig almenning á þann veg að þar fari banki allra lands- manna. Ekkert er meira öfugmæli nú um stundir en að einhver banki á Íslandi hafi hug á velferð alls almennings. Gildir það jafnt um ríkisbankann, sem auglýsir grimmt að þeir hafi sett sér siða- reglur. Skyldu þær gilda um skuldara sem heyra undir þann banka ef þeir skulda ekki nógu mikið eða eru á mörkum þess að geta skrimt? Nei. Þeir eiga bestu kostina á eftirgjöf, sem skulda nógu svívirðilega mikið til þess að hafa hreðjatak á bönkunum eða öllu heldur á þeim starfsmönnum sem lánuðu einmitt algerlega glórulaust, svívirðilega mikið til samstarfsmanna sinna og fyrirtækja þeirra svo hægt væri að halda uppi með svikum svokölluðu eigin fé bankanna. Loksins grillir í að farið sé af stað af hálfu sérstaks saksóknara með mál hinna glórulausu. Héraðsdómur hefur dæmt einn fyrrum ráðuneytis- stjóra fyrir að hafa nýtt sér vitneskju um yfirvofandi fall bankanna. Tveir millistjórnendur Kaupþings voru sakfelldir fyrir markaðs- misnotkun. Enginn úr efstu lögum bankanna hefur enn verið dæmdur, en nú er beðið dóms í málum tveggja, sparisjóðstjóra Byrs og stjórnarformanns, og eins úr MP banka. Fróðlegt verður að sjá hvernig sá dómur verður. Svikamyllan er almenningi aug- ljós. Það athyglisverða er að ríkisstjórnin og bankarnir hafa sama skilning á hugtakinu velferð og hver skuli njóta hennar. Fjár- magnseigendur skulu það vera. Hafa bankar tekið til í sínum ranni? Sitja ekki enn flestir þeir sem störfuðu fyrir hrun? Hefur þeim sem tóku ákvarðanir um útlán sem svaraði milljörðum til starfsmanna og annarra verið vikið frá? Ekki er svo að sjá þrátt fyrir nýjar siðareglur. Siðareglur sem ekki er farið eftir eru verri en engar reglur. Einhverjir njóta þess snjalla áróðursbragðs Landsbankans að segjast ætla lækka vexti ef skuldararnir séu nógu duglegir að borga næstu þrjú árin. Samt situr eftir óbragð í munni, að hér sé hin fullkomna sýndamennska. Trúverðugra er víkja frá þeim sem lánuðu eins og peningar spryttu á trjánum í bakgarði bankanna. Ríkisstjórnin borgaði endurreisn bankanna í nafni almennigs, sem ber kostnaðinn. Hún vildi að almennningur borgaði Icesave, en velferð þessa sama almennings víkur fyrir velferð bankanna og fjármagnseigenda. Það er ekki gott veganesti til framtíðar. Allt fyrir peningana

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.