Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.2011, Page 17

Bæjarins besta - 09.06.2011, Page 17
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 17 sveit á Austfjörðum í eitt sumar. Þar var ég að baka pönnukökur og svara í símann, þó ég hefði ekki hugmynd um hvað ég væri að segja,“ segir hún og hlær. „Ég var hins vegar alltaf með Gufuna í gangi. Það er Halldóru Björns- dóttur og morgunleikfiminni að kenna að ég er á Íslandi núna, að ég hafi farið til Parísar að læra íslensku,“ segir Mao og hlær við. Að eilífu amen „Þannig varð ég ástfangin af tungumálinu. Það tók mig samt tvö ár að ákveða mig, að hætta í ítölsku, sem ég hafði líka lært í Póllandi og fara í íslensku. Mig langaði ekki að læra hana á Íslandi, því mér fannst ég þurfa að kunna eitthvað áður en ég kæmi. Svo ég hugsaði um hvert ég gæti farið og París var svarið - ég hafði verið þar áður, talaði frönsku og gæti þá hitt vini mína aftur líka. Ég hélt að ég myndi vera þar í þrjú ár og klára BA í íslensku, en sex mánuðum seinna var ég flutt til Íslands. Um leið og ég byrjaði að læra tungumálið fann ég að ég varð að koma til landsins. Ég fór samt út aftur til að taka próf og klára fyrsta árið. Seinna hélt ég svo áfram að læra í Háskóla Íslands, en hætti aftur á þriðja ári. Nú er ég að spekúlera hvernig ég geti klárað þetta nám hérna fyrir vestan,“ útskýrir Mao. Auk íslenskunnar og móður- málsins pólsku, talar hún rei- prennandi frönsku og ensku. „Og svo eitthvað í ítölsku, spænsku, norsku og gaelísku. Ég er ekki hætt heldur, næst langar mig að læra rússnesku,“ segir Mao, sem líður eins og hún hafi fundið sér sinn samastað á Flateyri og er hvergi á förum - í fyrirsjáanlegri framtíð, hið minnsta. „Mér líður eins og ég hafi þurft að gera þetta allt, fara í gegnum öll þessi ár til að enda hér. Það var margt sem var gaman, en líka margt sem var óskemmtilegt. Þetta var algjör öldugangur. Stundum átti ég núll krónur og vissi ekki hvar ég myndi sofa um nóttina eða hvað ég ætti að gera næsta dag. Og stundum lifði ég eins og prinsessa og þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ segir hún frá. „Svo kom ég hingað - tók þá ákvörðun að flytja á Flat- eyri á tveimur vikum og vissi ekkert hvernig það yrði eða hvað ég ætlaði að gera. En þegar ég kom færðist yfir mig ró - eins og ég væri loksins komin heim. Mig langar að halda í þá tilfinningu og mig langar ekki að fara. Kann- ski verð ég ekki hérna að eilífu amen, en núna. Þegar maður byrj- ar að gera hluti og er ákveðinn í að láta þá ganga upp, þá opnast bara hverjar dyrnar á fætur ann- arri. Það eina sem skiptir máli er að gefast ekki upp. Ég sé fyrir mér hvað mig langar að gera og ég vil gera það hér, vera hér og skapa,“ segir hún að lokum. landi og á þeim tíma var ekkert þessu líkt í boði fyrir börn. Mig langaði alltaf til að fá að taka þátt í einhverju svona. Þess vegna hugsaði ég með mér núna - af hverju ætti staðurinn sem þú býrð á að hafa áhrif á hvað þig langar að gera í lífinu? Mig langar að skapa, en það get ég gert hvar sem er. Ég þarf ekki að fara suður til þess. Það er eins með krakk- ana. Þeim líður vel hér, eru í jafnvægi við náttúruna og elska fjörðinn sinn. Þau kvarta ekki og langar ekkert að fara, þau eru hamingjusöm hér. Þá þarf bara að búa til tækifæri fyrir þau til að gera eitthvað skapandi hér,“ segir hún. Fyrsta brúðan eftirmynd listamanns Mao hefur lengi verið heilluð af brúðugerð og sjálf spreytt sig á henni áður. „Ég var alltaf að fara í brúðuleikhús. Mér fannst það alltaf æðislegt, þetta með að gefa brúðum líf. En sjálf byrjaði ég eiginlega fyrir tveimur árum, þegar vinur minn kom til mín og bað mig um að gera brúðu fyrir sig. Þá bjó ég í Reykjavík. Brúðan þurfti að vera tilbúin næsta dag, hann var búinn að gera hausinn en allt hitt var eftir. Ég sagði honum bara að drífa sig til mín og við gerðum brúðuna, sem var svo notuð í gjörninga og sýningar í New York. Brúðan var gerð í líki listamanns sem vinur minn var að vinna með. Sá komst ekki til New York, svo Joseph vinur minn ákvað að búa til brúðu, þannig að hann væri svona eig- inlega með,“ segir Mao og brosir „Brúðan heitir Voy, eftir honum. Hún vakti heilmikla athygli og það var meira að segja einhver sem vildi kaupa hana, en við vildum eðlilega ekki selja Voy,“ segir hún og hlær við. „Þarna kynntist ég því hvað það er gaman að gera brúður, en þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem ég geri strengjabrúður. Það finnst mér mjög gaman. Og ég er að vinna úr hugmyndum mínum, ég var ekkert að rannsaka sérstak- lega hvernig aðrir gera strengja- brúður. Ég vinn bara með það sem mér dettur í hug og það efni sem ég er með hér,“ útskýrir hún. Heillaðist af morgunleikfiminni Aðspurð um hvað hún hafi annað haft fyrir stafni brosir Mao. „Má ég lesa eina setningu úr leik- ritinu? Hún lýsir því nefnilega ágætlega. Það byrjar svona: „Mín ævi er ekki umtalsverð þegar frá er talin þessi stóra villa, sem eng- inn maður hefur haft aðra eins á Vestfjörðum, svo ég viti.“,“ les hún upp og hlær við. „Ég er svo rómantísk og dramatísk og allt sem því fylgir. Frá því að ég var pínkulítil hef ég elst við draumana mína, leitað að því sem ég vildi gera. Það tók mig átta ár frá því að ég flutti að heiman. Ég fór út um allt og prófaði alls konar störf, ég hef bæði plantað trjám og fóðrað hunda heima hjá einhverjum listamanni úti í sveit í Frakklandi. Ég var líka alltaf mikið í kringum börn og börn í kringum mig,“ segir hún frá. „Svo hef ég líka prófað að fara í háskóla hér og þar til að læra hitt og þetta,“ bætir hún við. Á námsskránni er meðal ann- ars íslenska, sem Mao lærði fyrst við Sorbonne-háskóla í París. „Það kom þannig til að árið 2005 var ég að vinna á krá í pínkulitlu þorpi á Írlandi, þar sem ég reyndi að tala gaelísku við fólk. Það gekk ágætlega, ég kann aðeins í tungumálinu núna. Ég fór þá að hugsa um að þó að írskan væri skemmtileg væri íslenskan ennþá betri. Ég hafði þá komið hingað einu sinni, þegar ég vann á far- fuglaheimili á Stafafelli, uppi í Vonast til að sýna víðar Þó að frumsýningardagur sé enn ekki runninn upp virðist vera áhugi á því að starfinu verði hald- ið áfram. „Já, þau eru strax farin að spyrja mig hvað við eigum að gera á næsta ári,“ segir Mao og brosir. „Þau vilja halda áfram. Ef allt gengur upp munum við líka sækja um ferðastyrki til að geta ferðast aðeins um með brúðuleikhúsið og sýninguna. Það væri til dæmis ótrúlega gam- an að komast í Borgarnes, sem er nokkurs konar brúðubær Ís- lands,“ segir Mao, sem vonast þó líka til að geta sýnt víðar á Vest- fjörðum. „Við frumsýnum á Sjómanna- daginn á Flateyri, þar sem það er mikið um að vera og sýnum svo síðar á Ísafirði. Vonandi getum við líka sýnt víðar, á Suðureyri, í Bolungarvík eða Súðavík. Við sjáum hvernig það fer,“ segir Mao, sem hefur fundið fyrir mikl- um stuðningi við verkefnið. „Það hafa allir verið boðnir og búnir í að hjálpa mér. Ég held líka að það hafi vantað eitthvað svona, eitthvað skapandi verk- efni. Í svona litlum samfélögum eins og Flateyri er svo sjaldan boðið upp á eitthvað slíkt. Ég ólst sjálf upp í lítilli borg í Pól-

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.