Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2013, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 10.01.2013, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Eftirtaldir einstaklingar / aðilar fengu atkvæði í valinu á Vestfirðingi ársins 2012: Þorbjörn Steingrímsson, Anna Jakobína Hinriksdóttir, Gísli á Uppsölum, Björgunar- sveitirnar á Vestfjörðum, Stefán Dan Óskarsson, Hörður Guðmundsson, Elías Jónatansson, Halldór Eraclides, Steinunn Jónsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Guðni Albert Einarsson, Snorri Már Snorrason, Davíð Rúnar Gunnarsson, Arna Sigríður Albertsdóttir, Jón Guðbjartsson, Sigríður Hafliðadóttir, Guðmundur M. Kristjánsson, Eggert Einer Nielson, Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, Þórður Sævar Jónsson, Lára Thorarensen, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Fanney Inga Halldórsdóttir, Ritstjóri BB og sam- starfsfólk, Eiríkur Örn Norðdahl, Reimar Vilmundarson, Eyþór Jóvinsson, Elfar Logi Hannesson, Hallgrímur Sveinsson, Matthías Vilhjálmsson, Magnús Hauksson, Hall- dór Gunnar Pálsson, Sigurður Ólafsson, Baldur Vilhelmsson, Tryggvi Sigtryggsson, Ingvi Ólafur Ingvason, Kristbjörn Sigurjónsson, Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, Herdís Anna Jónasdóttir, Bræðurnir í Edinborg, Finnbogi Örn Rúnarsson, Guðrún Sigríður Valgeirsdóttir, Agnes M. Sigurðardóttir, Matthías Garðarsson, Gunnlaugur Jónasson, Ingvar Jakobsson, Guðmundur Trygvi Ásbergsson, Stjórn Mýrarboltafélags Íslands, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Úlfar Lúðvíksson og fólkið í Vesturbyggð. Agnes M. Sigurðardóttir: „Frábær fyrirmynd fyrir allar konur – Frábær leiðtogi fyrir okkur sem tilheyrum Þjóðkirkjunni – Fyrst íslenskra kvenna til að vera biskup – Glæsilegur fulltrúi Vestfirðinga – Hefur staðið sig vel sem prestur og prófastur á Vestfjörðum – Heldur Vestfjörðum á lofti – Glæsilegur fulltrúi vestfirskra kvenna – Braut blað í íslenskri kirkjuhefð – Skákaði karlaveldinu innan kirkjunnar – Frábær prestur sem þjónaði Bolvíkingum í 18 ár – Frábær kona sem er gull af manni.“ Finnbogi Örn Rúnarsson: „Hefur djúp áhrif á alla sem hann hitta – Vitrustu spekingar geta lært margt af Finn- boga – Stendur sig eins og hetja í veikindum sínum – Gleðigjafi þrátt fyrir erfið veikindi – Einstaklingur með einstakan húmor sem fær mann alltaf til að brosa – Búinn að upplifa margt þrátt fyrir ungan aldur – Hefur sýnt smitandi gleði og æðruleysi þrátt fyrir erfið veikindi og mótlæti frá fæðingu – Algjör hetja – Sannkallaður gullmoli.“ Vestfirðingur ársins 2012 sam- kvæmt vali lesenda fréttavefjar- ins bb.is er Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup Íslands. Agnes, sem er fædd á Ísafirði, var um árabil sóknarprestur í Bolungar- vík eða allt þar til hún tók við embætti biskups Íslands á síðasta ári, fyrst íslenskra kvenna. Agnes fékk 30% greiddra atkvæða en vel á fjórða hundrað atkvæði bár- ust. Í öðru sæti með 10% greiddra atkvæða varð Finnbogi Örn Rúnarsson, 11 ára drengur sem búsettur er í Bolungarvík. Finn- bogi Örn fæddist með Downs heilkenni og hjartagalla. Þegar hann var þriggja mánaða gamall gekkst hann undir hjartaaðgerð í London og í apríl á síðasta ári gekkst hann undir stóra hjartaað- gerð í Lundi í Svíþjóð þar sem hjartaloka var lagfærð og var framtíðin björt. Stóra áfallið kom síðan 1. desember síðastliðinn þegar Finnbogi Örn fékk heila- blóðfall með þeim afleiðingum að hægri hlið líkamans lamaðist auk þess sem hann missti málið. Finnbogi Örn liggur nú á Barna- spítala Hringsins. Hann hefur náð ótrúlegum styrk og fengið málið aftur. Í þriðja sæti var Sigurður Ól- afsson á Ísafirði, oftast kallaður Bíi með 8% greiddra atkvæða. Sigurður hefur í fjölda ára unnið mikið sjálfboðastarf fyrir Krabba- meinsfélagið Sigurvon og hefur verið formaður félagsins um ára- bil. Í fjórða sæti var Eyþór Jó- vinsson, kaupmaður í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði með 5% greiddra atkvæða og í fimmta sæti voru björgunarsveitirnar á Vestfjörðum með 4% greiddra atkvæða. Áður hafa fengið nafnbótina Vestfirðingur ársins þau Örn Elías Guðmundsson, Mugison (2011), Benedikt Sigurðsson (2010), Halldór Gunnar Pálsson (2009), Egill Kristjánsson (2008), Arna Sigríður Albertsdóttir (2007), Sunneva Sigurðardóttir (2006), Sigríður Guðjónsdóttir (2005), Örn Elías Guðmundsson, Mugison (2004), Magnús Guð- mundsson (2003), Hlynur Snorra- son (2002) og Guðmundur Hall- dórsson (2001). Aðstandendur valsins á Vest- firðingi ársins 2012, Gullauga ehf., á Ísafirði, Advania hf., í Reykjavík og fréttavefurinn bb.is óska öllum þeim sem fengu til- nefningu til hamingju og þakka lesendum þátttökuna og óska þeim velfarnaðar á nýbyrjuðu ári. Í tilefni útnefningarinnar var Agnesi fært viðurkenningarskjal til staðfestingar á valinu, farand- grip og eignargrip sem smíðaður er af Dýrfinnu Torfadóttur gull- smið. Afhendingin fór fram í Reykjavík á laugardag og kom það í hlut Sunnu Dís Másdóttur blaðamanns að afhenda Vestfirð- ingi ársins viðurkenningarnar. Sjá viðtal við Vestfirðing ársins á bls. 8. –bb@bb.is Agnes er Vestfirðingur ársins 2012 Vestfirðingur ársins 2012, Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands ásamt Sunnu Dís Másdóttur blaðamanni sem afhenti Agnesi viðurkenningarnar. Ljósm: Spessi.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.