Bæjarins besta - 10.01.2013, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 17
velli núna,“ segir Finnur. En
framköllunarþjónustan hætti
í bókabúðinni árið 2005. „Til
margra ára var þetta eina
framköllunarþjónustan á
Vestfjörðum og við fengum
mikið sent til okkar frá sunn-
anverðum Vestfjörðum. Eftir
að framköllunin hætti fór ég
í ritföngin og hef verið þar
síðan. Þar til nú.“
Segja má að Finnur hafi
ekki kynnst sínu aðal áhuga-
máli fyrr en hann fluttist aftur
til Ísafjarðar árið 1995. „Þá
kynntist ég golfinu en það er
númer eitt, tvö og þrjú hjá
mér í dag,“ segir Finnur, en
hann spilaði einnig Bridds af
miklum krafti áður fyrr. „Það
er erfitt að finna einhverja til
að spila við nú til dags. Ungt
fólk fæst ekki lengur til að
sitja við spilaborð.“
Finnur fór á golfnámskeið
árið 1996 og eftir það varð
ekki aftur snúið. „Upp frá því
hef ég nánast flutt lögheimili
mitt upp í Tungudal á vorin.“
Finnur segir að mikil gróska
hafi verið í golfinu frá því að
hann byrjaði en hann hefur
einnig setið í stjórn Golfklúbbs
Ísafjarðar í fjöldamörg ár.
Undanfarin ár hefur Finnur
farið í golfferðir til Tælands
og fer hann í vikunni í sjöttu
ferð sína í röð til landsins. „Ég
verð þar í tvo mánuði að
spila golf og hafa það gott.
Ég gaf sjálfum mér þetta í sex-
tugsafmælisgjöf árið 2008
og hef verið algerlega heill-
aður af landinu síðan þá.
Þetta er algjör draumaveröld
fyrir kylfinga,“ segir Finnur en
22 golfvellir eru í kringum það
svæði sem hann sækir einna
mest, Pattaya-ströndina.
Þrátt fyrir að hafa kosið að
hætta að vinna snemma
segist Finnur það næsta víst
að hann muni sakna starfsins
í bókhlöðunni. „Maður fékk
smá hnút í magann þegar
maður sagði upp, en ég er
að verða sáttari og sáttari
við þessa ákvörðun,“ segir
Finnur. Hann segist alltaf hafa
notið þess að starfa undir
stjórn Jónasar Tómassonar og
eins eftir að verslunin var
keypt af Pennanum-Eymunds-
son.
Finnur ásamt núverandi starfsfólki Pennans Eymundsson og nokkrum eldri starfsmönnum.