Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2013, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 10.01.2013, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Nýtt ár og nýjar vonir Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Árið 2013 er gengið í garð og þá er spurt hvað færir það okkur? Svarið við þessari spurningu reynist engan veginn auðvelt. Álíka hefur verið spurt um hver áramót og undir liggur spenna og for- vitni. Það skýrir vinsældir alls kyns spádóma um komandi ár um hver áramót. Völvur bjarga engu, hvorki þjóðinni né einstökum mönnum, konum eða körlum. En nánar að því síðar. Árið 2012 kvaddi okkur Vestfirðinga með óveðri, snjóflóðahættu, rafmangs- leysi og skorti á samgöngum. Sé litið aftur um 18 ár til snjóflóðaárs- ins skelfilega 1995 þegar Súðavík og Flateyri færðu mannfórnir, töpuðu alls 34 lífum, verður það sem gekk yfir síðustu daga liðins árs léttvægt í samanburði. Viðvaranir eru kerfisbundar líkt og þá var, en mun ítarlegari og spár nákvæmari. Fyrst og fremst hjálpar til að almenningur er meðvitaður um það hve brýnt er að fara eftir þeim. Því má heldur ekki gleyma að milljörðum króna hefur verið verið til að byggja mannvirki og flytja byggð, bæði í Súðavík, Hnífsdal og Bolungarvík. Allt hjálpar það til að koma í veg fyrir manntjón. Engu að síður er erfitt að takast á við náttúruhamfarir og slíkt tekur á íbúa. Sé litið yfir farin veg ber hæst mikla baráttu við að halda íbúa- fjölda stöðugum. Meðan hún stendur eru vonir um að íbúum fjölgi fremur daufar. Mannlíf hefur verið í heildina tekið gott á Vestfjörð- um og væri vafalaust betra kæmu ekki til afskipti stjórnmálamanna af því hvernig atvinna er rekin og álögur á hana í formi nýrra skatta. Auðlindagjaldið á eftir að reynast dýrt Vestfirðingum bæði fjárhags- lega og einnig mannlega þegar íbúum fækkar enn frekar. Engum blandast um það hugur að skattheimta er gríðarlega stór þáttur í ríkisrekstri, en um of hefur verið einblínt á hana sem lausn. Á meðan hafa tækifæri til þess að nýta aðrar og orkuskapandi auðlindir legið í láginni. Virkjun í Ófeigsfirði væri stórt framfaraskref fyrir Vestfirð- inga og landsmenn alla. En síðustu fjögur ár hefur það verið ,,trúar- atriði“ ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að banna virkjanafram- kvæmdir. Smám saman töpum við Íslendingar starfhæfu fólki úr framkvæmdageiranum til útlanda líkt og Vestfirðingar tapa því til annarra landshluta eða útlanda. Það kann að vera skemmtiefni að fá hina og þessa ,,sjáendur“ til þess að útbúa fyrirsögn um það sem gerast kann á nýbyrjuðu ári. Reyndar getur slíkt verið saklaus skemmtun. Það sem Vestfirðingar þarfnast eru forystumenn sem bera hag íbúanna fyrir brjósti og láta ekki undan því sem þykir hæfa við allt aðrar aðstæður og fólki sem þekkir Ísland út um glugga kaffihúsa á Íslandi og erlendis. Við þurf- um samstöðu og umræðu um það sem skiptir máli, annað getur beð- ið. Þá er von. Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560 „Það sem mér er efst í huga er hversu virkan þátt starfsfólk sveitarfélagsins hefur tekið í að bæta reksturinn án þess að það bitni á þjónustunni. Forstöðu- menn hafa lagt sig fram um að fylgja fjárhagsáætlun og starfs- menn sveitarfélagsins eru al- mennt mjög meðvitaðir um rekst- urinn,“ segir Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík, að- spurður um hvað hafi staðið upp úr á árinu 2012. Elías telur einnig að ágætlega hafi tekist að leysa ýmis verkefni sem skotið hafa upp kollinum á árinu. „Þar má nefna sem dæmi dag- vistun yngstu barnanna. Þar hafði sveitarfélagið forystu um að út- búa húsnæði fyrir dagmæður sem vinna saman að daggæslu. Annað verkefni sem rétt er að nefna er endurnýjun á leikskólalóðinni við Glaðheima, en þar voru öll leiktæki endurnýjuð ásamt fall- vörnum,“ segir Elías, sem tekur þó fram að undirskriftin við vel- ferðarráðuneytið um endurnýjun hjúkrunarrýma í Bolungarvík sé eftirminnilegust. Rekstur Bolungarvíkurkaup- staðar gekk vel á síðasta rekstrar- ári og var að sögn Elíasar í sam- ræmi við áætlanir. „Gert er ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði hallalaus á árinu og að hlut- fall heildarskulda verði komið niður fyrir 150% af rekstrartekj- um ársins og þar með myndi sveitarfélagið uppfylla viðmið laga um fjárhagslega sjálfbærni,“ segir Elías. Elías segir það markmið sveit- arfélagsins að skila ásættanlegum hagnaði eða rekstrarafgangi eins og nauðsynlegt sé, til að Bolung- arvíkurkaupstaður geti staðið við skuldbindingar sínar. „ Áhersla er lögð á að snyrta ásýnd bæjarins m.a. með lagningu göngustíga um hafnarsvæðið og endurnýjun á gangstéttum. Þá mun áfram verða lögð áhersla á að veita íbú- um sveitarfélagsins góða þjón- ustu á sem flestum sviðum. Ekki má heldur gleyma því að Bolung- næsta árs í sveitarfélaginu felst í byggingu hjúkrunarheimilisins samkvæmt samningi við velferð- arráðuneytið. „Þá er reiknað með að bæta við vaðlaug eða fjölskyldu- potti í sundlaugargarðinum og ljúka við tengibyggingu á milli grunnskólans og sundlaugar- innar. Talsverðu fé verður varið í að snyrta umhverfið m.a. með endurnýjun gangstétta og fegr- unar opinna svæða.“ Aðspurður um aðrar fram- kvæmdir í bænum nefnir Elías að hjá Bolungarvíkurhöfn verður sett niður ný flotbryggja, sem búið er að steypa og byggt verður geymsluport fyrir höfnina. „Þá verður áfram unnið að því að snyrta umhverfi hafnarinnar m.a. með lagningu göngustíga fyrir gesti og gangandi.“ Þrátt fyrir bættan fjárhag og góðan rekstur sveitarfélagsins er Elías uggandi yfir ástandinu í sjávarútveginum. „Þau verðmæti sem fara um höfnina hafa gríðarlega þýðingu fyrir rekstur bæjarfélagsins en segja má að rekstur þess standi og falli með sjávarútvegi. Það hefur sýnt sig enn og aftur og ekki síst á undanförnum árum með síaukinni og stórefldri út- gerð frá Bolungarvík.“ „Útgerðarmenn og sjómenn hafa greinilega trú á staðnum sem hefur sýnt sig í talsverðri endur- nýjun í bátaflotanum. Með hlið- sjón af góðri rekstrarafkomu hafnarinnar var því tekin ákvörð- un um lækkun aflagjaldsins í 1,5% af aflaverðmæti fyrir næsta ár. Stærsta áhyggjuefnið varð- andi rekstur sveitarfélagsins er þó í raun síaukin skattlagning hins opinbera á sjávarútveginn. Þeir fjármunir sem fluttir eru til ríkisins með skattlagningunni geta ekki á sama tíma nýst í áframhaldandi uppbyggingu greinarinnar á staðnum eins og menn eru að verða áþreifanlega varir við þessa daganna,“ segir Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík. – gudmundur@bb.is arvíkurhöfn stefnir alltaf að því að vera með sem besta aðstöðu og að veita viðskiptavinum sínum ávallt úrvalsþjónustu,“ segir Elías. Í síðasta mánuði nefndi Elías í samtali við Bæjarins besta að til stæði að byggja í bænum á næsta ári. Lang stærsta framkvæmd Elías Jónatansson. Framkvæmdagleði í Bolungarvík

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.