Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2013, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 07.02.2013, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560 Á þessari mynd má sjá húsið ásamt bílageymslunni. Vill byggja ellefu íbúða fjöl- býlishús á besta stað í bænum „Ég er nýbúinn að sækja um lóð- ina og vona það besta. Ég er bjart- sýnn,“ segir athafnamaðurinn Guðmundur Tryggvi Ásbergs- son, en hann hefur sótt um lóðina Sindragötu 4b á Ísafirði sem stendur gegnt húsnæði 3X Tech- nology, á milli söluturnsins Kríl- isins og gamla húsnæði Mjólk- ursamlags Ísfirðinga. Guðmund- ur hyggst reisa þar nútímalegt íbúðarhúsnæði sem mun rúma ellefu íbúðir á fimm hæðum. Orri Árnason arktekt hjá arkitektastof- unni Zeppelin hefur skilað fyrstu teikningum af húsinu. Að sögn Guðmundar er ekkert víst ennþá, en fái hann lóðinni úthlutað eru allar líkur á því að hafnar verði framkvæmdir innan árs. Guðmundur segist þó enn vera að skoða markaðinn, þótt margt bendi til þess að mikil eftirspurn sé eftir húsnæði á Ísafirði. „Vissulega er þetta talsverð aukning á framboði á húsnæðis- markaði ef af verður, en það er ljóst að það þarf að byggja ákveð- ið stórt ef fara á í framkvæmd af þessu tagi á annað borð,“ segir Guðmundur. „Hugmyndin að húsinu byggir á þeirri staðreynd að það mun standa á mótum íbúð- arbyggðar og atvinnusvæðis og eigi sig sjálft. Húsið er hátt og stendur við kjarri vaxin hól.“ Hér er eingöngu um fyrstu skissur Zeppelin arkitekta að ræða og því ekki hægt að greina nákvæmlega frá því hvernig hús- ið verður, en samkvæmt fyrstu hugmyndum er gert ráð fyrir fjórum hæðum auk inndreginnar þakíbúðar. „Sennilega verða íbúðirnar á bilinu 80-120 fermetr- ar og þakíbúðin um 200 fermetr- ar, en þaðan verður útsýni yfir gervallan Skutulsfjörð,“ segir Guðmundur sem áréttar þó að ekki sé víst að af þakíbúðinni verði. Húsið er fimm hæða, nokkuð hátt, en til þess ber að líta að það verður á mörkum íbúðarbyggðar og atvinnusvæðis og því ekki óeðlilegt að húsið marki þau skil með skýrum hætti. Auk þess er óhætt að fullyrða að hæð hússins muni auka möguleika fram- kvæmdarinnar, þar sem útsýni verður miklu mun meira en ef gildandi skipulagi væri fylgt og íbúðir því auðseljanlegri en ella. „Í húsinu verður lyfta, en sér- staklega er gaman að benda á stórar svalir eða sólstofur, en með þeim má kannski segja að verið sé að færa hið sólríka suður í hús á Ísafirði,“ segir Guðmundur. Bílageymsla mun standa austan við húsið og áfast því og verður þannig frá henni gengið að hún mun líta út eins og lítil grasi og kjarri vaxin hæð, eða hóll. Bílastæðin munu að öllum líkind- um ekki verða opin eins og al- mennt tíðkast heldur er fyrirhug- að að stúka þau af og má því segja að um innanhúss bílskúra verði að ræða. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að það ætti ekki að byggja ný- byggingar á Ísafirði, og þaðan af síður á eyrinni. Er þetta ekki einn eftirsóttasti staður landsins?“ spyr Guðmundur léttur í bragði, enda bjartsýnn fyrir hönd Ísa- fjarðar. Þess má einnig geta að Zeppelin arkitektar tóku á sínum tíma þátt í samkeppninni um Grunnskólann á Ísafirði og keypti Ísafjarðabær tillögu þeirra. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig fyrstu teikningar hús- næðisins líta út. Áætlað er að bílakjallarinn snúi til móts við húsnæði 3X Technology, og verði þakinn grasi. – gudmundur@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.