Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2013, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 07.02.2013, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 JJ Evró sveitin 0 stig! Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560 smáar Vantar 4ra herb. íbúð á Ísafirði. Er með tvo stráka og einn hund (góðan). Er reyklaus og lofa skil- vísum greiðslum. Uppl. gefur Sigrún Eiríks í síma 898 2181. Óska eftir reiðhjóli, helst fjalla- hjóli á bilinu 10-90 þús. Uppl. í síma 844 6248. Til sölu eru vel með farnar kojur (190x70) og Siemens þvottavél. Uppl. í síma 891 6381. Þorrablót Grunnvíkinga verður haldið í félagsheimilinu í Hnífs- dal 9. febrúar. Húsið opnar kl. 19:30 og blótið byrjar stundvís- lega kl. 20:30. Miðapantanir hjá Sigrúnu í síma 862 3761, Huldu í síma 690 3118 og hjá Gerði í síma 869 3134. Miðbæjarstemning á Suðurtanganum? Ísafjarðarbær vinnur þessi misserin að skipulagningu lands neðan við Ásgeirsgötu á Ísafirði. Stór hluti svæðisins er á land- fyllingu en aðeins vestasti hluti þess er hinni upprunalegi Suður- tangi. Skipulagssvæðinu er ætlað fyrir blandaða byggð þjónustu og íbúða, en alls er gert ráð fyrir 65 lóðum á svæðinu, þar af 59 nýjum. Jafnframt er gert ráð fyrir öflugum útivistarsvæðum fyrir íbúa svæðisins og gönguleiðum sem tengja svæðið við efri hluta eyrarinnar. Samkvæmt teikningu sem Ísafjarðarbær lét gera er óhætt að fullyrða blómleg byggð með miðbæjarstemningu gæti risið á Suðurtanga. Jóhann Birkir Helgason sviðs- stjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar segir að hug- myndin sé sú að fjölbreytileiki í stíl við gömlu byggðina á eyrinni eigi að ráða för. „Við erum ekki að leita eftir nýju Holtahverfi, heldur miklu frekar götum sem eru í stíl við Pólgötu og Silfurgötu og gamla miðbæinn á Ísafirði. Fjölbreytileikinn á að ráða för. Við viljum ekki húsalengjur með flötum þökum,“ segir Jóhann Birkir, en áhersla er lögð á smá- gerða byggð sem bera muni ein- kenni eldri byggðarinnar á Ísa- firði. „Hafa ber þó í huga að hér er um að ræða drög að deili- skipulagi sem ekki er enn búið að auglýsa,“ segir Jóhann Birkir. Ómar Smári Kristinsson teikn- aði skipulagið fyrir Ísafjarðarbæ. „Þetta er auðvitað gróft áætlað og við gáfum honum frjálsar hendur. En þetta sýnir nokkurn veginn þá byggð sem við höfum í huga. Neðar á tanganum má sjá iðnaðarsvæði sem við áætlum að rísi líka,“ segir Jóhann Birkir, en eins og sjá má á myndinni stendur einnig til að stækka hafnarkant- inn. Skipulag þess svæðis verður sett fram í tveimur aðskildum deiliskipulögum sem verða unnin samhliða. Skipulagssvæðið sem um ræðir nær yfir helsta nýbygg- ingarsvæðið á eyrinni á Ísafirði, en nokkur starfsemi er á svæðinu í dag. Stór hluti skipulagssvæð- isins er flöt landfylling. Vestasti hluti þess er þó hinn upprunalegi Suðurtangi og þar er að finna einu upprunalegu fjöruna sem eftir er á eyrinni. Í greinargerð nefndar sem vann skipulagið kemur fram að landið liggi afar lágt og sé því viðkvæmt fyrir hækkun sjávar. Þekkt er að sjór flæði á land þegar hásjávað er og vestlægar vindáttir eru sterkar. Sól á skipulagssvæðinu er með mesta móti miðað við Skutulsfjörð. Landið liggur til- tölulega langt frá fjöllum og nýtur því sólar við, frá morgni og fram eftir kvöldi. Svæðið er fremur lítið gróið enda samanstendur það af fjörukambi og fyllingum. Meginmarkið deiliskipulags- ins samkvæmt greingerð er að skapa rými fyrir íbúðarbyggð þar sem gæðin byggjast á góðu að- gengi að sjó og aðstöðu fyrir sjó- sport, sem og nálægð við miðbæ og þjónustu. Jafnframt er mark- miðið að efla umhverfi minja sem eru á svæðinu og tryggja vernd þeirra. – gudmundur@bb.is Á þessari mynd má fá nokkuð greinargóða hugmynd um hvernig skipulagshópurinn sér fyrir sér framtíðarbyggð á Suðurtanga. Teikning: Ómar Smári Kristinsson. Undanfarin fjögur ár hafa Íslendingar haft eins konar Evróvision í gangi. Ríkisstjórn Jóhanns og Jóhönnu hefur lagt sig fram um að Ísland lagi sig að Evrópusambandinu í samræmi við aðildarum- sókn, sem þau samþykktu bæði ásamt flokkssystkinum sínum í Vinstri grænum og Samfylkingu. Lengi var okkur kjósendum talin trú um að um könnunarviðræður væri að ræða. En í ljós er komið að svo er ekki. Það eru víst ekki til neinar slíkar í Evrópu- sambandinu. Ríki sækir annað hvort um aðild eða ekki. Icesave málið virðist hafa verið angi af þessu ferli. Allt hefur verið gert til að styggja ekki Evrókrata svo ekki hlaupi snurða á þráðinn. Jóhanna forsætisráðherra hefur aldrei dregið dul á það að hún vill íslenska ríkið inn í samband þjóða Evrópu. En við erum í Evrópu. Ekki slitu Jóhann og Jóhanna stjórnmálasambandi við breska ríkið, þótt hið íslenska væri á hryðjuverkalista Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Breta, sem Ólafur Ragnar forseti skammaði svo skemmtilega í Davos í Sviss um daginn, Jóhönnu og Jóhanni til armæðu. Fullnaðarsigur íslenska ríkisins fyrir dómstóli EFTA þegar Eftirlitsstofnun EFTA fór með það fyrir dóm með meðalgöngu Evrópusambandsins hefur sýnt og sannað að meðan Ísland er full- valda ríki eru því allir vegir færir. Að auki undirstrikaði dómurinn að fullvalda ríki verður ekki látið bera ábyrgð á óráðsíuskuldum óreiðumanna, þótt þeir séu ríkisborgarar þess. Enginn hefur enn reiknað út hversu miklu íslenskir skattborgarar hefðu þurft að fórna af skatttekjum sínum hefði Jóhanni og Jóhönnu tekist ætlunarverk sitt með aðstoð Svavars Gestssonar áður formanni Alþýðubandalags og samherja Jóhanns. En þjóðin hafnaði verkum þeirra tvívegis í þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst 6. mars 2010 og síðar 9. apríl 2011. Í bæði skiptin var það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem skaut málinu til þjóðarinnar. Í fyrra sinnið voru rúm 98% á móti og hið seinna um 60%. Stjórnarfrúin og –herrann skömmuðu þá meiri- hlutann. Á ensku myndi JJ Evró sveitin heita ,,Jay Jay Euro Band“. Íslend- ingar hafa verið á ,,góðri“ leið að vinna Evrovision söngvakeppnina árlega síðan 1986, en þá var það Icy, kennt við Ísland upp á ensku, sem lenti í 16. sæti. Þjóðin varð þá bæði döpur, leið og reið. En hún réði engu. Nú má segja að þjóðinn hafi hafnað JJ Evró sveitinni. Tón- vissir pólitíkusar segja ef til vill að sú sveit sé ekki lagviss. Lögviss er hún ekki eins EFTA dómstólinn sannaði. En JJ Evró nær ekki einu sinni Gleðibanka Icy. Hún myndi sennilega ekki fá nokkurt stig lengur þótt hún hafi fórnað öllu fyrir þá Evrovision sem þjóðin hefur fylgst með síðustu fjögur ár.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.