Bæjarins besta - 07.02.2013, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013
Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560
Fasteignasala Vestfjarða er
eina starfrækta fasteignasalan á
Vestfjörðum, og sé verðskrá þeirra
húsa sem eru þar til sölu skoðuð,
má fá nokkuð raunsanna mynd
af húsnæðismarkaðnum á Vest-
fjörðum. Dýrustu húsin á Vest-
fjörðum eru flest á Ísafirði, en
ellefu fasteignir með ásett verð
20-30 milljónir króna eru til sölu
á Ísafirði. Engu að síður eru tvö
dýrustu húsin sem eru til sölu á
Vestfjörðum við Holtastíg og
Vitastíg í Bolungarvík. bb.is
kannaði verð á þeim fasteignum
sem eru til sölu á Vestfjörðum
eftir bæjarfélögum og óhætt er
að segja að hægt sé að fá mynd-
arlegt einbýlishús á Vestfjörðum
fyrir brotabrot af þeirri upphæð
sem sambærilegt húsnæði kostar
á höfuðborgarsvæðinu.
Sem fyrr segir eru tvær dýrustu
fasteignirnar sem eru til sölu á
Vestfjörðum í Bolungarvík. Hin
dýrari er 417 fermetra einbýlis-
hús við Holtastíg 15, en ásett
verð hússins er tæpar 35 milljónir
króna. Húsið er á tveimur hæðum
með tvöföldum bílskúr, og þykir
hið glæsilegasta. Öllu ódýrara er
229 fermetra einbýlishús við
Vitastíg 10 í Bolungarvík, en
ásett verð er tæpar 30 milljónir
króna. Húsið er mikið endurnýj-
að, en því fylgir einnig bílskúr.
Ódýrasta húsið til sölu í Bolung-
arvík stendur við Hafnargötu 7,
en það er 86 fermetra þriggja
herbergja íbúð. Ásett verð er 6,9
milljónir króna.
Dýrasta eignin sem er til sölu
á Ísafirði er 318 fermetra einbýl-
ishús við Seljaland, en ásett verð
hússins er 27,5 milljónir króna. Í
húsinu eru sjö svefnherbergi, en
tæplega 70 fermetra íbúð er á
neðri hæð hússins sem hentar
vel til útleigu. Næst dýrasta eign-
in til sölu á Ísafirði er 190 fer-
metra einbýlishús í Hafraholti.
Ásett verð hússins er 25,7 millj-
ónir króna, en húsið þykir hið
glæsilegasta bæði að innan sem
utan.
Á Ísafirði er þó einnig hægt að
festa kaup á talsvert ódýrara hús-
næði, en á ódýrasta húsnæðið í
bænum eru settar 5,5 milljónir
króna, en það er 52 fermetra íbúð
í Pólgötu. Á sama verði má finna
þriggja herbergja íbúði á neðstu
hæð þríbýlishúss við Sólgötu á
Ísafirði. Í Hnífsdal er Skólavegur
1 til sölu, 80 fermetra einbýlishús
á tveimur hæðum, fyrir sama
verð. Ásett verð dýrustu fasteign-
arinnar í Súðavík er hvorki meira
né minna 25 milljónir króna. Um
ræðir 200 fermetra einbýlishús á
einni hæð með öllum helstu nú-
tímaþægindum.
Á Flateyri eru átta fasteignir
til sölu, allt íbúðarhúsnæði. Dýr-
asta eignin til sölu á Flateyri er
206 fermetra einbýlishús við
Drafnargötu 14, með fjórum
svefnherbergjum. Ásett verð
hússins er 13,5 milljónir króna.
Ódýrasta húsið til sölu á Flateyri
er þriggja herbergja einbýli úr
timbri við Brimnesveg. Húsið er
112 fermetrar, og er ásett verð 6
milljónir króna. 238 fermetra ein-
býlishús við Grundarstíg 2 er
einnig til sölu, en óskað er eftir
tilboðum í húsið. Húsið er sjö
herbergja, þar af eru fimm
svefnherbergi. Fasteignamat
hússins er 9,8 milljónir króna.
Dýrasta húsið á Suðureyri sem
Fasteignasala Vestfjarða er með
til sölu kostar 15 milljónir króna.
Um er að ræða 138 fermetra ein-
býlishús við Túngötu. Ódýrasta
eignin á Suðureyri er hinsvegar
sú ódýrasta á hjá Fasteignasölu
Vestfjarða, en það er 89 fermetra
steinsteypt einbýlishús við Hjalla-
veg 2. Ásett verð er 4.5 milljónir
króna.
Á Þingeyri eru fimm eignir á
söluskrá, þar af eitt iðnaðarhús-
næði. Dýrasta eignin er 90 fer-
metra parhús við Aðalstræti, sem
á er sett 7,5 milljónir króna. Næst
dýrasta eignin er 100 fm íbúð í
fjórbýli við Hlíðargötu 37, en
ásett verð á íbúðinni er 7 milljónir
króna. Falar fasteignir á Þingeyri
eru allar í svipuðum verðflokki,
en ásett verð á hinum íbúðunum
sem um ræðir eru 5,5 milljónir
króna og 5 milljónir króna.
Á Patreksfirði eru þrjár eignir
til sölu. Dýrasta eignin er Aðal-
stræti 37, 229 fermetra einbýlis-
hús sem sett er á 14 milljónir
króna. Öllu ódýrari er 85 fermetra
íbúið við Stekka 13, en ásett verð
hennar er 6,2 milljónir króna.
Núverandi skrifstofuhúsnæði
Vesturbyggðar við Aðalstræti 63
er einnig til sölu, en verð er ekki
uppgefið.
Að sögn Guðmundar Óla
Tryggvasonar hjá Fasteignasölu
Vestfjarða er venjan sú að dýr-
ustu húsin á Vestfjörðum séu á
Ísafirði, en húsnæði í Bolungar-
vík hafi verið að sækja í sig veðrið
að undanförnu. Hafa ber í huga
að þessi listi er ekki tæmandi,
þar sem talsvert er um óskað sé
eftir tilboðum í fasteignir hjá
Fasteignasölu Vestfjarða.
– gudmundur@bb.is
Dýrustu húsin í Bolungarvík
Á þessari mynd má sjá Holtastíg 15 í
Bolungarvík, en ásett verð þessa 417 m²
einbýlishúss er tæpar 35 milljónir króna.