Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2013, Page 12

Bæjarins besta - 07.02.2013, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 „Langaði bara í svona peysu sjálf“ Íslendingar erum ekkert að monta okkur af okkar þrettán jólasveinum. Maðurinn minn teiknar jólasveinana. Þetta eru pokar með efni; garni, nál og mynd sem þú saumar í. Ég hugsaði þetta sem litlar myndir en fólk getur gert hvað sem það vill við þetta, notað þetta í púða eða hvað sem er. Þetta er með ljóðum um jólasveinana eftir Jó- hannes úr Kötlum,“ segir Berglind en fyrsta verkefni Bsveinsmade var að útbúa ísaumasett með íslensku jólasveinunum en Berglind sá greinilega gat í markaðnum sem hún ákvað að fylla upp í með sinni eigin íslensku hönn- un. „Ég byrja á Stekkjarstaur og Giljagaur og held svo áfram með alla jólasvein- ana, tvo á hverju ári. Svo verða gerðar diskamottur líka. Seinna meir geri ég gardínur þegar allir jólasveinarnir eru komnir og Grýla og Leppa- lúði og jólakötturinn. Dúka líka, svona löbera sem konur hafa rosalega gaman að því að sauma út,“ segir Berglind. Hvernig kom Ísafjarðar- peysan til? þrettán eða fjórtán ára þeg- ar ég hannaði fyrstu peysuna mína sem var svona hreindýr sem ég prjónaði fyrir vinkonu mína,“ segir Berglind sem ólst upp við að prjónaskap og heklaði og prjónaði á dúkk- urnar sínar þegar hún var yngri. Berglind flutti til Ísafjarðar árið 1979 en hún hætti snemma í skóla og hefur unnið mikið sem verkakona og við fiskvinnslu. Hún ætlaði að stoppa stutt við á Ísafirði en hefur ílengst. „Ég ætlaði ekki að vera héna lengi, ætl- aði að vera í eitt ár. Ég kom og fór, kom hingað aftur 1989 eftir að hafa flakkað fram og til baka milli Ísafjarð- ar og Reykjavíkur. Ég kynntist manninum mínum hér, Pálma Ólafi Árnasyni, átti tvö börn með honum og er ekki enn- þá farin. Hann er með góða vinnu á svæðinu svo við bú- um hér bara áfram,“ segir Berglind. Byrjaði allt á jólasveinum „Ég byrjaði fyrst með jóla- sveinana, langaði að gera eitthvað íslenskt. Það eru til danskir jólasveinar og við „Ég byrjaði smátt og lét svo verða af þessu. Maðurinn minn teiknaði myndina af jólasveinunum en fyrsta verk Bsveinsmade var útsaums- mynd af jólasveinunum. Fólk getur keypt myndirnar og saumað þær og notað í púða eða hvað sem er. Ég tók eftir því að það var ekki til neitt svona íslenskt, en við ætlum að hanna útsaums- mynd af öllum jólasveinun- um, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum,“ segir Berglind Sveinsdóttir prjónakona í Hnífsdal sem hefur verið að hanna og vinna prjónavörur og ísaum undir merkinu Bsveinsmade. Hún hefur haldið áfram að hanna og er komin með lopapeysur, húfur og fleira að auki með íslenskum og vestfirskum blæ. Bæjarins besta tók hana tali á dögunum til að fræðast meira um þetta áhugaverða framtak. Hver er Berglind? „Ég heiti Berglind Sveins- dóttir og er fædd og uppalin á Akranesi. Mamma og systur mínar prjóna líka og ég byrj- aði að prjóna ung. Ég var „Mig langaði bara í svona peysu sjálf með Ísafjarðar- merkinu og byrjaði að hanna hana fyrir fjórum til fimm árum. Mig langaði að gera Ísafjarðarpeysu fyrir rokkhá- tíðina Aldrei fór ég suður og hugsaði að það væri líka gaman á ættarmótum að sjá hver er frá Ísafirði og Vest- fjörðum. Þetta snýst um að vera stoltur af því hvaðan þú ert,“ segir Berglind um inn- blásturinn að peysunni en hún hefur selst ágætlega og fengið mjög jákvæðar viðt- ökur. „Ég byrjaði síðan að selja þær í fyrra undir merkinu Bsveinsmade. Fólk er svona að uppgötva þetta, sérstak- lega Ísfirðingar. Dýrasta peys- an kostar 21.900 krónur og flestir telja að það sé ekki svo mikið. Hægt er að fá peysur í hvaða lit sem er en munstrið verður að halda sér þar sem litirnir í Ísafjarðarmerkinu eru alltaf þeir sömu. Þetta eru ís- lensku fánalitirnir, hvítur, blár og rauður. Útlendingarnir eru rosalega hrifnir af þessu, sé- rstaklega þegar ég útskýri fyrir þeim Ísafjarðarmerkið. Þeir sjá þetta auðvitað ekki strax en margir Íslendingar sjá strax að þetta er Ísafjarð- armerkið,“ segir Berglind. Annar ekki eftirspurn Berglind hefur ekki undan að prjóna Ísafjarðarpeysur en það liggja hjá henni pant- anir sem hún hefur ekki komist yfir að klára. Það getur tekið allt að viku að klára eina peysu að fullu með öllum frágangi og þvotti. Það gengur heldur ekki svo glatt að finna fólk til að prjóna fyr- ir sig. „Það er erfitt er að finna prjónakonur til að prjóna fyrir sig því þær eru svo ofboðs- lega uppteknar sjálfar og hafa nóg að gera í sínum prjónaskap. Maðurinn minn ætlar að athuga með prjóna- vél en peysurnar sem ég er að gera eru hringprjónaðar. Það þarf held ég að sauma allt saman sem kemur úr prjónavél svo peysurnar verða að vera prjónaðar í höndunum. Það er líka gæða- merki,“ segir Berglind um hvort ekki standi til að fá að- stoð við prjónaskapinn. Stefnir á útgáfu

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.